Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 82
ÉDOUARD MANET
Le déjeuner a l'atelier. 1868.
MATUR
ÞRUMAÐ A
ÞRÁREIPUM
Um stödugt át Loðvíks XIV, svall-
veislur til forna og matarvenjur á
okkar dögum
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
í endurminningum franska rithöfund-
arins Saint-Simon, Memoires 1694-1725,
er lítt lystaukandi lýsing á krufningu líks
Loðvíks sólkonungs XIV. Er læknarnir
höfðu rist sólkonunginn á hol í leit að
jarteiknum ultu viðstöðulaust út um borð
og bekki þarmar tvöfalt lengri og sverari
en vísitöluþarmar. Þá skildu þeir betur
hvers vegna hann hafði getað látið mat-
málstímana renna saman í eitt.
Mágkona Loðvíks, Elisabeth Char-
lotte af Pfals, hertogaynja af Orléans,
lýsti svo dæmigerðum málsverði þessa
matmanns í bréfi til vinkonu sinnar:
Fyrst slafrar hann í sig fjórar tegundir
súpu úr sérhönnuðum súpuskálum á
stærð við meðalmundlaug, næst sporð-
rennir hann heilum fasana, sykurhjúpuð-
um með fjólurótarsósu, þá akurhænu
með moskussósu (á þeim tíma var í tísku
að úða ilmvötnum á matinn eða nota þau
í sósur), síðan hverfur ofan í hann salat-
skammtur á stærð við heysátu, þá tvær
vænar skinkusneiðar, hvítlaukskryddað
kindakjöt í ávaxtahlaupi, skjálfandi búð-
ingur, ávextir og að lokum harðsoðin egg
til að hreinsa tennurnar.
Já, líkaminn getur aðlagað sig ótrúleg-
ustu matarvenjum, afskræmst í ótrúleg-
ustu myndir, eins og þarmar lengjast og
gildna við óhófsát og lifur drykkju-
mannsins sýgur í sig og þrútnar eins og
Johnson baby-svampur. Lýsingin hér að
ofan er eitt dæmi af legíó sem sýna vel
tengsl mataræðis og lífsvenja. „í sveita
þíns andlitis skaltu eta brauð þitt,“ sagði
Drottinn við Adam í refsingarskyni fyrir
að hafa framið erfðasyndina
Síðan máttu Adamssynirnir og Evu-
dæturnar svitna við brauðstrit sitt fram
eftir öldum. Smám saman urðu þau svo
loðnari um lófana og eftir því sem vald
peninganna missti tök sín á búksorg-
unum fór mannkynið að þróa með sér
hvers kyns nautnir í neyslu matar og
drykkjar,
Nú verður staðnæmst hér og þar í
þeirri þróun, allt frá því að hinar nægju-
sömu Hómershetjur í Grikklandi hinu
forna slöfruðu í sig blóðsúpu, þar til að
því rak að franski aðallinn á tímum sól-
konungsins stytti sér stundir við nautna-
legan lúxus í iðjuleysi sínu, og fram á
þessa öld að neysluvenjur fólks fara loks
að einfaldast á nýjan leik.
Sönn matargerðarlist hefst með sið-
menningunni og þróun hennar. Hetjur
Hómers við múra Tróju voru miklar
82 HEIMSMYND