Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 72

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 72
,,...ég uppgötvaði að hérna fór ég alltaf í sömu fötin, rauðan kjól og gammosíur.“ vegna hún hafi ekki notað tækifærið til að komast undir verndarvæng leik- húsanna. Hún hvorfir enn á mig þessu augnaráði eins og þegar þarf að svara rellnum krakka. „Maður stendur auðvit- að með sínu fólki.“ Vinir föður hennar í leikhúsunum höfðu samband við hann til að fá hann til að telja henni hughvarf en henni varð ekki haggað. „Hann lifði það að sjá okkur á síðasta ári í Nemenda- leikhúsinu. Pá var hann fullkomlega sátt- ur við þetta. En á því ári lést hann.“ Nú eru liðin rúm níu ár frá því að hún útskrifaðist sem leikkona. Hún hefur þegar unnið sér sess í íslensku leikhúsi. Síðast með áhrifamiklum leik í sinni fyrstu kvikmynd hjá einum virtasta kvik- myndaleikstjóra heims og eru það þó hennar fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Áður hefur hún leikið í nokkrum sjónvarps- leikritum. Um hana hefur samleikari hennar í kvikmyndinni, Erland Josep- son, sagt: Kvikmyndaleikstjórar og fram- leiðendur eru vitlausir ef þeir nota hana ekki meira... f haust fékk Guðrún í fyrsta sinn fastan samning hjá Leikfélagi Reykjavíkur. í Iðnó hefur hún leikið mörg helstu hlut- verk sín á liðnum árum, til dæmis Agnesi í Agnes barn Guðs, sem hún hlaut menn- ingarverðlaun DV fyrir. Hún er þegar komin á fjalirnar í Iðnó í nýju hlutverki fyrir opnum tjöldum. Hún fer með hlut- verk Elsu í leikritinu Vegurinn til Mekka. Elsa er kennari og hún ferðast rúma þús- und kílómetra til að heimsækja vinkonu sína, sem er fullorðin kona og býr í miðri Karoo-eyðimörkinni. „Ég hef aldrei lent í svona fyrr en á æfingum á þessu verki hafði ég á tilfinningunni að ég þyrfti ekk- ert að leika. Bara vera ég sjálf.“ Við ræðum um verkið og hún segir: „Höfund- urinn Fugard er stórskáld. Það veit Guð að það kraumar mikið undir í þessu verki, öll Afríka og meir. Ekkert smá- ræði það. Hann hefur sagt að önnur verk hans fram að þessu hafi einungis verið æfingar fyrir þetta verk. Og það er óvenjulegt að leika verk sem er einungis hugarheimur kvenna og þær eru ekki að tala um eiginmenn sína, syni, feður né elskhuga. Það eru fimmtíu ár á milli þeirra en það breytir engu. Þetta er heill- andi verk, þar sem ljósið er vonin.“ Hún verður skyndilega hugsi og segir svo: „í þessu leikriti er ég lent í trúmálum. Það er nú meira. Áður lenti ég í slíku í Agnesi og Fórninni og nú er það múhameðstrú. Það er ég handviss um að íslendingar, eins og Rússar, væru fyrir löngu búnir að taka múhameðstrú ef slík trú leyfði drykkju.“ En hvað langar hana mest til að gera? Hún tekur fram blað og penna og teiknar. „Sjáðu. Hugsum okkur kvik- myndina sem vatn, myndlistina himin og að þessar tvær greinar verði að styðjast við móður jörð sem er leiklistin. Þá langar mig mest til að vera í sáttanefnd- inni,“ segir hún og klárar kjötsúpuna. „Ég finn að leikhúsfólk hefur tilfinningu fyrir kvikmyndum. Það hefur dramatíska reynslu og þekkingu. Það veit að ónýt handrit duga ekki. Þessir strákar halda að þeir geti ætt af stað með enga tilfinn- ingu fyrir leiklist, en kvikmyndin byggir á henni. Kvikmyndin er framlenging á leik- húsinu en ekki öfugt, eins og sumt leik- húsfólk hefur álitið og vaðið í villu, meira að segja reynt að breyta leikhúsinu í kvikmynd. Þú sérð að mynd Tarkovskys rís úr leikhúsinu og þar er sú tækni notuð sem hentar kvikmyndinni einni. Leikar- inn er það sem áhorfandinn sér endan- lega. Það er hann sem skilar tilfinningun- um sem gera okkur hrærð.“ Hún tekur saman diskana og fer með þá í vaskinn. „Stundum finnst mér það skelfilegt að sjá hvað leiklistin er hættu- leg. Leikarinn stendur á sviðinu og hann leikur upp á líf og dauða. Það má ekkert stoppa hann, hann verður að leika sinn leik til enda. Þegar ég fylgist með þessum eldri leikurum þá fyllist ég aðdáun. Ég hef horft upp á fullorðinn leikara sem þurfti að taka við hlutverki rétt fyrir sýn- ingu. Hann sat bak við tjöldin rétt fyrir innkomu sína og grét. Hann var svo hræddur um að standa sig ekki.“ Hún hendir sér niður á stólinn aftur og horfir stíft í augu mín og segir: „Svo koma þessir kvikmyndastrákar, henda í leik- arana ónýtum handritum og segja að það sé upptaka á morgun. Þeir fyrirverða sig meira að segja fyrir að þurfa að neyðast til að nota leikara.“ Það er komin nótt og á morgun er nýr dagur. Eins gott fyrir mig að tygja mig, því á morgun á Guðrún að mæta á æfingu á nýju íslensku leikriti eftir Birgi Sigurðs- son sem heitir Dagur vonar. Leikritið verður frumsýnt á níutíu ára afmæli Leikfélagsins 11. janúar. „Þetta er kjarn- yrt verk og þar eru mikil átök. Það segir frá einstæðri móður með þrjú uppkomin börn, tvo syni og andlega veila dóttur, sem ég leik. Ég er svo hrædd um að komast ekki inn á hennar hugarsvið. Þetta er mjög erfitt verk. En þarna er ég að vinna með uppáhaldsfólkinu mínu, Stefáni Baldurssyni leikstjóra, Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur leikmynda- teiknara og Gunnari Reyni tónskáldi. Það fylgir því alltaf einhver eftirvænting að vinna nýtt íslenskt verk. Allir feta sig jafn alvarlega á nýrri jörð, aldrei alveg vissir um að þeir séu að gera rétt. Öllum er jafn umhugað um að afkvæminu verði vel tekið.“ Það er kominn tími til að kveðja. Dýr- indis kraftmikilli kjötsúpu hafði verið sporðrennt. Hún situr á móti mér við autt borð, hraustleg með þetta sérkenni- lega freknótta andlit og dökka hárið. Fasið er yfirvegað en þó er eins og hún sé alltaf í viðbragðsstöðu til að takast á við óvæntar uppákomur lífsins. Ég minnist þess hversu auðvelt hún á með að láta fólk, sem verður á vegi hennar, snúast á hæli og falla í stafi, hvar sem hún kemur. Það er eins og engill eða góðkynja norn hafi gengið hjá. Hún hefur þessa sjald- gæfu persónutöfra. En að baki býr lífsreynsla sem hefur mótað hana og gert hana að því sem hún er. Leikkonu sem kölluð er þegar túlka þarf miklar konur. Hún var Varvara í Sumargestum hjá Þjóðleikhúsinu, Salka Valka í sýningu LR, Agnes í Agnes barn Guðs í Iðnó og Ásta Sigurðardóttir í Reykjavíkursögum Ástu hjá Kjallaraleikhúsinu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þessi hlutverk eru mótuð af henni á þann hátt að hvergi skarast. Hún kveður mig í dyrunum. Ég held frá húsinu með kertaljósinu í glugganum. „Ljósið og vonin,“ sagði hún. Hún sem í fyrramálið tekst á við dag vonar... 72 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.