Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 117

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 117
Ásamt syni sínum og nafna Þórhalli. „Hann kom eins og sólargeisli. Við vorum svo ung þegar við eignuðumst tvo eldri synina að við kunnum ekki að meta þá eins." ALVÖRU GRÍNKARL Laddi og líf hans... Laddi er að verða fertugur. Og hann er að flytja í nýtt einbýlishús ásamt konu sinni og þremur sonum. Á sama tíma er hann að undirbúa ný skemmtiatriði ásamt Gísla Rúnari fyrir vetrardagskrána á Hótel Sögu. Þá er hann að leika í heimildakvikmynd um ísland fyrir vest- ur-þýska sjónvarpið, sem sýna á þar á jóladag. Hann hefur fengið tilboð um að koma til Þýskalands til frekari starfa fyrir sjónvarpið. Hann verður potturinn og pannan í áramótaskaupinu nú eins og flest önnur áramót. Kvikmyndin Stella í orlofi hefur víst gengið vel og Laddi sem sænski alkóhólistinn á örugglega sinn þátt í því. Er Laddi eða Þórhallur Sigurðsson í raun svona rosalega fyndinn? Hann hef- ur náttúrutalent, segja flestir, og er einn fárra íslenskra leikara sem fengið hefur inngöngu í félagið þeirra án þess að flagga formlegri skólagöngu. Satt best að segja virkar Laddi í eigin persónu enginn óstjórnlegur grínkarl. Eins látlaus og litaraftið er litlaust, lýsir hann sjálfum sér. Hárið ljóst, augun föl- blá, augnhárin og augabrúnir mjög ljós. „Þess vegna breytist ég svona mikið í hinum og þessum gervum. Eins og til dæmis Ómar tannlæknir í Litlu Hryllings- búðinni, dökkur á brún og brá - og bara þokkalega myndarlegur. Ég hef gúmmí- andlit. Förðun gerir kraftaverk fyrir mig og mína persónusköpun.“ Það vita þeir sem þekkja Þórð húsvörð, Saxa lækni, Eirík Fjalar og þá tugi karaktera sem Laddi skapar. HEIMSMYND 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.