Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 68

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 68
„Eg stóö ein. Tarkovsky haföi valiö mig. Þaö myndaöist einhver þögull trúnaöur á milli okkar.“ Ég var kölluð í myndatökur og viðræður. Síðan var mér boðið hlutverkið.“ - Þú hefur nokkra sérstöðu í þessum hópi? „Ég hafði ekkert á bak við mig. Ekkert fjármagn eins og hinir leikararnir. Ég stóð ein. Tarkovsky hafði valið mig. Kannski var staða mín í svolitlu sam- hengi við stöðu hans. Örlítill endurómur. Það myndaðist einhver þögull trúnaður á milli okkar. Það hjálpaði mér.“ Það er auðheyrt að hún ber mikla virð- ingu fyrir honum og hrifningin er einlæg. Ég spyr hana um nafn myndarinnar. Af- hverju heitir myndin Fórnin? „Raunar var Tarkovsky að leita að öðru nafni og þá norrænu orði, sem hefði merkingu en gæti þó staðið sjálfstætt, líkt og nafn á annarri mynd hans, Stalker. Það kom til greina að nota eitthvert nafn um góðkynja norn sem María er, til dæmis nafnið Norn eða öllu heldur Val- va. Þessar vangaveltur hans voru sprottn- ar af því að hann vildi ekki að menn einblíndu um of á fórnina sem færð er í lok myndarinnar, því hún segir ekki síður frá byrðinni. Aðalpersóna myndarinnar tekur á sig byrði. Hans byrði er loforð um fórn eins og Jesú tók á sig byrði heimsins.“ Nú á hún auðvelt með að tala. Henni er hugleiknara að tala um verk annarra listamanna en eigin persónu. „Ég verð að segja þér um hvað myndin fjallar. Hún er um leikara og menningarskríbent að nafni Alexander. Hann hefur dregið sig í hlé frá glaumi heimsins og sest að í húsi við haf, því hann telur sig búinn að gera allt sem hægt er. Hann hefur þegar leikið þann versta eða Ríkharð III eftir Shake- speare og þann besta, ídjótinn eftir Dost- ojevski. Með Alexander erii sonur hans fimm ára, eiginkona og 'dóttir hennar, Þessi fjölskyldumynd er sú sama og Tark- ovskys sjálfs. í upphafi myndarinnar sjáum við Alexander og soninn, sem er tímabundið mállaus, vera að gróðursetja stórt, dautt tré. Á meðan segir Alexand- er syni sínum sögu af munki sem var fyrirskipað að vökva dautt tré, sem stóð uppi á fjalli. Dag eftir dag klöngrast hann upp á fjallið og vökvar tréð. Einn daginn stendur það í blóma. Að gróðursetningu lokinni halda feðgarnir heim í húsið því afmælisveisla stendur fyrir dyrum. Alex- ander verður 55 ára. María hefur verið fengin til að aðstoða í veislunni. Myndin er full af táknum og sögum um yfirnátt- úrulega hluti. Og það er engu líkara en að tákn myndarinnar séu öll að koma fram.“ Hún þagnar og lítur yfir brimgarðinn og það er ekki laust við að beygur setjist að mér. Síðan heldur hún máli sínu áfram. „Eitt atriði myndarinnar sýnir son Alexanders liggjandi í blóði sínu á gleri á götu. Fólk æðir fram og aftur í örvinglan. Þetta atriði var tekið á götu í miðborg Stokkhólms. Nokkrum vikum síðar var Olof Palme myrtur, næstum því á ná- kvæmlega sama stað. Ég held að Tarkov- sky sjái hluti fyrir. í myndinni eru ein- hver ragnarök að gerast sem minna á kjarnorkuvetur. Skömmu eftir að tökum myndarinnar lauk, varð kjarnorkuslysið í Chernobyl. Þannig hefur þessi mynd haldið áfram að ganga upp í raunveru- leikanum.“ Það er engin tilviljun að Guðrún stóð fyrir sýningu myndarinnar á íslandi á meðan á leiðtogafundinum stóð í októ- ber. Því í myndinni er íslenska konan, María, sem Guðrún leikur, sú sem getur komið ástandinu aftur í jafnvægi á þeirri ógnaröld sem ríkir. Það er augljóst að vinnan við myndina hefur haft mikil áhrif á hana. „Það hefur orðið hugarfarsbreyting hjá mér eftir þessa mynd. Það merkileg- asta við þessa reynslu er að hafa komist í tæri við svona mikinn listamann og ör- væntingu hans. Tarkovsky er maður sem hefur alla tíð fórnað öllu fyrir list sína. Hann samþykkir engar málamiðlanir. Stundum voru Svíarnir með aðrar hug- myndir um aðferðir sem á endanum reyndustu klúður og eftir stóðu upphaf- legar fyrirætlanir Tarkovskys. Efasemd- irnar höfðu einungis valdið töfum og flækt málin. Hann lá aldrei á þeirri skoðun sinni að hann væri að gera rússneska mynd fyrir Rússa, fólkið sitt. Það skilur myndirnar hans. Þegar þær hafa verið teknar til sýninga í Sovétríkj- unum, hafa myndast langar biðraðir og lögreglan þurft að loka nálægum götum við kvikmyndahúsin og hafa stjórn á um- ferðinni. Það að kjósa að fara til Vestur- landa, slyppur og snauður, til að geta talað til sinna áhorfenda er fórn. Hann fórnar máli sínu og hlutskiptið verður kannski samskonar þögn og aðalpersóna myndarinnar býður fram til að ragna- rökunum linni. Tarkovsky er svolítið mállaus í okkar heimi.“ Við snörum okkur inn í hús, því það er orðið hrollkalt. Guðrún kveikir á kertum og setur þau á borð og í glugga. Hún fer að sjóða kjötsúpu handa okkur. Friðsæl nóttin er komin. „Ég hafði áhuga á myndlistarhliðinni á leikhúsi," svarar hún þegar ég spyr hana hvers vegna hún hafi valið leikhúsið til að starfa í. „Ég reyndi við inntökupróf í Myndlista- og handíðaskólann þegar ég var sautján ára og tvisvar eftir það en var hafnað." Ég man eftir Guðrúnu á þeim árum. Hún vakti töluverða athygli í bæjarlífinu þá, þótti undarlega klædd og tók upp á skrýtnum hlutum, sem margur borgarinn pískraði um í vandlætingu. Þar fór mann- eskja sem var að taka út sinn þroska og þá dugðu engar fyrirfram tilbúnar form- úlur. „Á þessum árum eignaðist ég góða vinkonu sem var bæði eldri og lífsreyndari en ég. Hún heitir Edda Há- konardóttir og við fundum fljótt út að okkar hugmyndir fóru saman. Við tókum upp á ýmsu, létum prenta litla bók sem hét ekkert og seldist ekkert. Ég teiknaði myndirnar og Edda skrifaði textann. Við vorum í slagorðasmíði, gerðum skúlptúra og stuttar kvikmyndir. Þetta voru átta millimetra filmur og gengu út á samskipti manneskju og náttúru. í einni voru hend- ur að hnoða brauð. Brauðið var landið. Við gerðum einnig tvær kvikmyndir um kvígur og konur. Konan er kvíga. Við héldum sýningu á verkum okkar í Grjótaþorpi, þar sem við höfðum íbúð. Við hengdum ljósaskilti fyrir utan til að auglýsa sýninguna. Á skiltinu stóð Easy Living, sem ótrúlega margir misskildu og héldu að þarna væri hóruhús." Guðrún getur ekki stillt sig um að hlæja að þeim ósköpum sem fullorðið fólk ímyndaði sér 68 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.