Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 59

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 59
eftir Magnús Cuðmundsson VIÐSKIPTAMIÐSTÖÐ EÐA NJÓSNAHREIÐUR? Af hverju óskaði Gorbachev eftir því að leiðtogafundurinn yrði haldinn í Reykjavík? Var það til þess að auka túrisma á Sögueynni, eða var það eins og erlendir fréttaskýrendur héldu fram, vegna þess að fsland er svo lítið og ein- angrað að enginn tæki það alvarlega þótt leiðtogarnir hefðu með sér örlítið spjall innan veggja í skjóli fyrir norðangarran- um? Ef Sovétmenn hafa haft hið síðara að leiðarljósi, hafa þeir misreiknað sig herfilega, því eins og allur heimurinn veit, var áhugi heimspressunnar á við- ræðum þeirra Gorbachevs og Reagans með mesta móti. Hins vegar hafa margir leitt getum að því að Sovétmenn hafi haft einhver önnur, og þá hugsanleg lang- tímamarkmið í huga, þegar þeir fóru fram á að fundurinn yrði haldinn á íslandi. Fyrir leiðtogafundinn var, eins og allir vita, flutt inn í landið gífurlegt magn alls konar tækjabúnaðar. Tækjabúnaður fjöl- miðla var slíkur að æra mátti óstöðugan, en búnaður sá er stórveldin fluttu til landsins var þó engu minni. Tröllauknar flutningavélar fluttu tækjabúnað stór- veldanna til landsins og kenndi þá vafa- laust margra grasa. Þessi loftbrú með tækjabúnað af ýmsu tagi var albesta tæki- færi sem Sovétmenn hafa nokkru sinni haft til að birgja sendiráð sitt upp af alls , konar njósnabúnaði. Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli sagði í samtali við greinarhöfund að illmögulegt hafi verið að fylgjast náið með hvaða tækjabúnaður barst inn í landið fyrir leiðtogafundinn. , Þorgeir sagði að lögregluyfirvöld á Kefla- víkurflugvelli hafi ekki farið í manngrein- ingarálit þegar um var að ræða innflutn- ing á tækjabúnaði sem stórveldin töldu sig þurfa á leiðtogafundinum. Hann sagði að hvorki væri hægt að útiloka né fullyrða að Sovétmenn hafi haft ein- t hverja hluti meðferðis, sem teldust njósnatól, og eins væri ekkert hægt að segja með neinni vissu hvort slík tæki hafi verið skilin eftir eða ekki, þar sem næstum hafi verið útilokað að hafa ná- kvæmt eftirlit með slíku. Starfsmaður erlendar gagnnjósna- stofnunar, sem óskaði sérstaklega eftir að hvorki nafn hans né stofnunarinnar yrði nefnt í þessari grein, sagði við HEIMSMYND í lok október, að ótrú- legt væri ef Sovétmenn hefður ekki nýtt sér þetta kjörna tækifæri til að koma sér upp háþróuðum njósnabúnaði á íslandi, „Ef þeir hafa þá ekki haft hann fyrir,“ eins og komist var að orði. Viðmælandi HEIMSMYNDAR sagðist ekki geta full- yrt neitt um hvers konar búnaður gæti komið til greina, en hann sagði að með fullkomnum tölvubúnaði gætu Sovét- menn jafnvel hlerað öll fjarskipti lands- ins með gervihnattarskerminum um- deilda sem þeir settu upp á sendiráðinu fyrir nokkrum árum. Einnig gætu Sovét- menn hafa komið sér upp öflugum bún- aði til að trufla fjarskipti landsins og þar á meðal fjarskipti varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Slíkur búnaður þyrfti að vísu mikla raforku og væri þá væntanlega hægt að rjúfa strauminn til búnaðarins ef hann yrði einhvern tíma settur í notkun. Viðmælandi HEIMSMYNDAR sagði engan vafa leika á, að Sovétmenn hafi í áraraðir hlerað öll fjarskipti, frá Kefla- víkursvæðinu, en símtöl milli Keflavíkur og Reykjavíkur eru flutt með örbylgjum. Fyrir nokkrum árum fannst fyrir tilviljun á botni Kleifarvatns, útbúnaður með rússneskum áletrunum, sem sérstaklega var hannaður til að hlera örbylgjufjar- skipti. „Það þarf ekkí mikla ályktun- argáfu til að geta sér til um hvaðan bún- aðurinn var upprunninn“, sagði starfs- maður hinnar erlendu gagnnjósnaþjón- ustu við HEIMSMYND. Sovétmenn yrðu væntanlega ekki par hrifnir ef þeir uppgötvuðu skyndilega að Jón Sigurðsson rafvirki og Geir H. Zo- ega hefðu verið svo forsjálir að innrétta veggi húsa sinna að Garðastræti 33 og Túngötu 24 með háþróuðum hlerunarút- búnaði, svo eftirkomendur þeirra mættu hlera samtöl, umgang og jafnvel rúmfarir seinni íbúa húsanna. Hús þeirra Jóns og Geirs eru nú í eigu Ráðstjórnarríkjanna og þjóna hlutverki sem höfuðstöðvar starfsemi Sovétríkjanna á íslandi. Á þeim tíma sem þeir heiðursmenn Jón Sigurðsson og Geir H. Zoega, byggðu stórhýsi sín við Landakotstúnið, var há- þróaður hlerunarbúnaður, eins og sæn- skir sendiráðsmenn fundu í húsakynnum sænska sendiráðsins í Moskvu á dögun- um, einungis til í hugarheimi höfunda vísindaskáldsagna. Ef slíkur búnaður hefði verið til á þeim tíma, er samt ótrú- legt að Jón og Geir hefðu haft áhuga á að eftirkomendur þeirra hefðu tök á að ráðast inn í einkalíf núverandi íbúa hús- anna með þeim hætti sem fregnir herma að gert hafi verið hjá Svíum í Moskvu. Sovétmenn létu sér þó væntanlega ekki bregða, þar sem slík hnýsni er í þeirra augum hluti af leikreglum hversdagslífs- ins í samskiptum við aðrar þjóðir. Sovétmenn eiga ekki hægt um vik að liggja á hleri í erlendum sendiráðum hér á landi, eins og þeir virðast gera í sínu heimalandi. Hins vegar má ætla að þeir hafi ekki minni áhuga á íslenskum ríkis- leyndarmálum en leyndarmálum annarra vestrænna ríkja almennt. Fjöldi sovéskra sendiráðsmanna á íslandi hefur löngum verið þyrnir í augum margra, sem láta sig slík mál skipta. í íslenska sendiráðinu í Moskvu eru starfarndi þrír íslendingar. f sovéska sendiráðinu í Reykjavík eru hins vegar skráðir hjá útlendingaeftirlitinu um sjötíu Sovétmenn, fyrir utan nokkra starfsmenn sovéskra fjölmiðla sem aðset- ur hafa í Reykjavík. Hinn óeðlilegi fjöldi HEIMSMYND 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.