Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 78
Christophe Lambert í
hlutverki sínu í High-
lander. Sú mynd hefur
fest hann í sessi sem
alþjóðlega stjörnu.
Myndin / Love You kom Christope Lambert á kvikmyndahátíðina í Cannes, þar sem hann varð mið-
punktur athyglinnar síðastliðið vor.
Lambert segir, kannski af meðfæddri hógværð, að sér liki ekki það sem hann sjái af sjálfum sér á hvíta
tjaldinu.
sýnd var 1983. Hann var svo að segja
óþekktur þegar breski leikstjórinn Hugh
Hudson valdi hann í hlutverk hins við-
kvæma aristókrata og apa-velunnara.
Pað var djörf ákvörðun en hún marg-
borgaði sig. Ekki það að myndin gengi
svo frábærlega fjárhagslega heldur að
gagnrýnendum kom saman um að nýr
hæfileikamaður væri kominn fram á sjón-
arsviðið, sem væri Christophe Lambert.
Vöðvastæltur líkaminn, sítt hárið og sér-
stæður augnsvipur vakti aðdáun margra
bíógesta. Næst lék hann undir stjórn
ungs fransks leikstjóra í myndinni Sub-
way sem sýnd var 1985. í þeirri mynd lék
hann pönkara og andhetju undir hand-
leiðslu Luc Besson. A móti honum í
þeirri mynd var hin fagra Isabelle Adjani
en þau eru bæði með sama umboðs-
mann. Highlander er síðan nýjasta afrek
Lamberts á alþjóðavettvangi. Og sú
mynd festir hann örugglega í sessi sem
vaxandi stjörnu. Töfrar hans hafa víða
náð fótfestu. Það var þó myndin I Love
You sem kom Christophe Lambert á
kvikmyndahátíðina í Cannes. Myndinni
er leikstýrt af ítalanum Marco Ferreri.
Og aldrei hefur annar eins hópur fylgst
með hverju spori Lamberts og í Cannes
síðastliðið vor. Hann var miðpunktur
kvikmyndahátíðarinnar.
Þessi mynd Ferreris er að sögn Lamb-
erts „mynd sem kafar ofan í persónuleika
undir miklu álagi. Ég leik náunga sem er
ástfanginn af lyklakippu sem er í laginu
eins og konuandlit," sagði hann í samtali
í Cannes. „í hvert sinn sem ég blístra
segir lyklakippan: Ég elska þig, með
Gretu Garbo röddu.“
Pað merkilegasta við mynd Ferreris
var að Lambert leit raunverulega út fyrir
að vera vonlaust ástfanginn af þessum
litla hlut.
Lambert segir, kannski af meðfæddri
hógværð að honum líki ekki það sem
hann sjái af sjálfum sér á hvíta tjaldinu.
Og slíkar yfirlýsingar eru ekki mjög al-
gengar hjá stórstjörnum. Ef til vill er það
hluti töfra hans sem og Mickey Rourke
að þeir eru ekki þessar táknrænu stór-
stjörnur.
Næsta verkefni Christophe Lambert er
að leika undir stjórn ísraelsks leikstjóra,
Uri Barbach, í myndinni Dreamers. Á
móti honum verður í aðalhlutverki Kelly
McGillis, sem margir muna eftir úr Witn-
ess og Top Gun.
Það er alveg ljóst að heimsfrægðin
bíður Lamberts á næsta horni, þótt sjálf-
ur segist hann ekki skilja frægð sína enn-
þá. En hverjum skyldi hugkvæmast að fá
þessa tvo leikara, Christophe Lambert
og Mickey Rourke saman í mynd? Og þá
mynd sem ugglaust myndi setja öll að-
sóknarmet með sameinuðum persónu-
töfrum þessara tveggja athyglisverðustu
ungu leikara hvíta tjaldsins. Kannski
Cimino?
78 HEIMSMYND