Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 78

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 78
Christophe Lambert í hlutverki sínu í High- lander. Sú mynd hefur fest hann í sessi sem alþjóðlega stjörnu. Myndin / Love You kom Christope Lambert á kvikmyndahátíðina í Cannes, þar sem hann varð mið- punktur athyglinnar síðastliðið vor. Lambert segir, kannski af meðfæddri hógværð, að sér liki ekki það sem hann sjái af sjálfum sér á hvíta tjaldinu. sýnd var 1983. Hann var svo að segja óþekktur þegar breski leikstjórinn Hugh Hudson valdi hann í hlutverk hins við- kvæma aristókrata og apa-velunnara. Pað var djörf ákvörðun en hún marg- borgaði sig. Ekki það að myndin gengi svo frábærlega fjárhagslega heldur að gagnrýnendum kom saman um að nýr hæfileikamaður væri kominn fram á sjón- arsviðið, sem væri Christophe Lambert. Vöðvastæltur líkaminn, sítt hárið og sér- stæður augnsvipur vakti aðdáun margra bíógesta. Næst lék hann undir stjórn ungs fransks leikstjóra í myndinni Sub- way sem sýnd var 1985. í þeirri mynd lék hann pönkara og andhetju undir hand- leiðslu Luc Besson. A móti honum í þeirri mynd var hin fagra Isabelle Adjani en þau eru bæði með sama umboðs- mann. Highlander er síðan nýjasta afrek Lamberts á alþjóðavettvangi. Og sú mynd festir hann örugglega í sessi sem vaxandi stjörnu. Töfrar hans hafa víða náð fótfestu. Það var þó myndin I Love You sem kom Christophe Lambert á kvikmyndahátíðina í Cannes. Myndinni er leikstýrt af ítalanum Marco Ferreri. Og aldrei hefur annar eins hópur fylgst með hverju spori Lamberts og í Cannes síðastliðið vor. Hann var miðpunktur kvikmyndahátíðarinnar. Þessi mynd Ferreris er að sögn Lamb- erts „mynd sem kafar ofan í persónuleika undir miklu álagi. Ég leik náunga sem er ástfanginn af lyklakippu sem er í laginu eins og konuandlit," sagði hann í samtali í Cannes. „í hvert sinn sem ég blístra segir lyklakippan: Ég elska þig, með Gretu Garbo röddu.“ Pað merkilegasta við mynd Ferreris var að Lambert leit raunverulega út fyrir að vera vonlaust ástfanginn af þessum litla hlut. Lambert segir, kannski af meðfæddri hógværð að honum líki ekki það sem hann sjái af sjálfum sér á hvíta tjaldinu. Og slíkar yfirlýsingar eru ekki mjög al- gengar hjá stórstjörnum. Ef til vill er það hluti töfra hans sem og Mickey Rourke að þeir eru ekki þessar táknrænu stór- stjörnur. Næsta verkefni Christophe Lambert er að leika undir stjórn ísraelsks leikstjóra, Uri Barbach, í myndinni Dreamers. Á móti honum verður í aðalhlutverki Kelly McGillis, sem margir muna eftir úr Witn- ess og Top Gun. Það er alveg ljóst að heimsfrægðin bíður Lamberts á næsta horni, þótt sjálf- ur segist hann ekki skilja frægð sína enn- þá. En hverjum skyldi hugkvæmast að fá þessa tvo leikara, Christophe Lambert og Mickey Rourke saman í mynd? Og þá mynd sem ugglaust myndi setja öll að- sóknarmet með sameinuðum persónu- töfrum þessara tveggja athyglisverðustu ungu leikara hvíta tjaldsins. Kannski Cimino? 78 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.