Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 75
KVIKMYNDIR
V
eftir Sólveigu Anspach
NÝJAR STJÖRNUR HVÍTA TJALDSINS — KVENNAQULL MEÐ HÆFILEIKA
Að sjálfsögðu fá Robert Redford, Paul
Newman, Dustin Hoffman, Robert De
Niro og A1 Pacino mann til að dreyma.
En það er kominn nýr bandarískur karl-
leikari fram á sjónarsviðið sem gæti fallið
í þennan flokk en hefur þó til að bera
óvenjulega tilfinningadýpt. Petta er
Mickey Rourke. Peir sem hafa verið svo
heppnir að sjá mynd leikstjórans Copp-
ola, Rumble Fish, munu seint gleyma
þessari nýju karlstjörnu hvíta tjaldsins.
1 Hann hefur ómótstæðilega persónutöfra
sem koma fram í svipbrigðum hans.
Hvernig hann hreyfir sig og pínulítið
óörugg framkoman minna mann á
leikara sjötta áratugarins, Marlon
Brando og James Dean. Pað er eitthvað
dularfullt við Mickey Rourke alveg eins
og þá en aðallega er það sama við-
kvæmnin og við þekkjum frá þeim.
Mickey Rourke var nítján ára gamall
þegar hann hóf nám í leiklist. Fyrsta
hlutverk hans á sviði var í Ríkharði III.
Um líkt leyti fékk hann einnig smáhlut-
verk í kvikmynd Steven Spielberg, 1941.
En það var ekki fyrr en leikstjórinn Mic-
hael Cimino (sá er leikstýrði Dear Hunt-
er) lét hann fá aukahlutverk í myndinni
Heaven’s Gate árið 1980 að menn eygðu
hæfileika Rourke. Því miður voru þó
margar góðar senur Rourke klipptar út á
lokavinnslustigi myndarinnar. Þótt
Rourke væri vonsvikinn hefur það líkast
til orðið honum til góðs því Heaven’s
Gate fékk ekki náð fyrir augum bíógesta.
Skömmu síðar fékk hann hlutverk í
myndinni Body Heat sem Lawrence
Kasdan framleiddi. Þar lék Rourke vand-
ræðaungling en aðalhlutverkin voru í
höndum hinnar íturvöxnu Kathleen
Turner og hins frábæra William Hurt.
Tímamótin á leiklistarferli Rourke
urðu þó án efa í Rumble Fish, það var
fyrsta stóra hlutverkið hans og án efa það
besta fram að þeim tíma. Hann lék eldri
bróður Matt Dillons, óvenjulegan pers-
ónuleika næstum óraunverulegan og
mjög dularfullan. „Ég komst mjög ná-
lægt þeim karakter," segir hann. „Ég
þróast eins og hann, hægt og næstum
yfirnáttúrulega.“
Rourke náði því takmarki í þessari
mynd Coppola að vera viðurkenndur
sem ungur leikari með mikla hæfileika.
Svipbrigðin á andliti hans og þögult lát-
bragð eru mörgum minnistæð.
Árið 1984 lék hann í The Pope of
Greenwich Village sem Stuart Rosenberg
framleiddi. Það var gaman að sjá hann
aftur á hvíta tjaldinu og í þetta sinn á
móti Daryll Hannah (úr Splash) þótt hér
hafi ekki verið um neina stórmynd að
ræða.
Ári síðar var myndin The Year of the
Dragon frumsýnd. Leikstjóri var Micha-
el Cimino og í hið erfiða hlutverk lög-
reglumannsins Stanley White,
uppgjafahermanns frá Víetnam, valdi
hann Mickey Rourke. Við undirbúning
þessa hlutverks fann Mickey Rourke fyr-
irmyndina, hinn raunverulega lögreglu-
HEIMSMYND 75