Heimsmynd - 01.12.1986, Síða 75

Heimsmynd - 01.12.1986, Síða 75
KVIKMYNDIR V eftir Sólveigu Anspach NÝJAR STJÖRNUR HVÍTA TJALDSINS — KVENNAQULL MEÐ HÆFILEIKA Að sjálfsögðu fá Robert Redford, Paul Newman, Dustin Hoffman, Robert De Niro og A1 Pacino mann til að dreyma. En það er kominn nýr bandarískur karl- leikari fram á sjónarsviðið sem gæti fallið í þennan flokk en hefur þó til að bera óvenjulega tilfinningadýpt. Petta er Mickey Rourke. Peir sem hafa verið svo heppnir að sjá mynd leikstjórans Copp- ola, Rumble Fish, munu seint gleyma þessari nýju karlstjörnu hvíta tjaldsins. 1 Hann hefur ómótstæðilega persónutöfra sem koma fram í svipbrigðum hans. Hvernig hann hreyfir sig og pínulítið óörugg framkoman minna mann á leikara sjötta áratugarins, Marlon Brando og James Dean. Pað er eitthvað dularfullt við Mickey Rourke alveg eins og þá en aðallega er það sama við- kvæmnin og við þekkjum frá þeim. Mickey Rourke var nítján ára gamall þegar hann hóf nám í leiklist. Fyrsta hlutverk hans á sviði var í Ríkharði III. Um líkt leyti fékk hann einnig smáhlut- verk í kvikmynd Steven Spielberg, 1941. En það var ekki fyrr en leikstjórinn Mic- hael Cimino (sá er leikstýrði Dear Hunt- er) lét hann fá aukahlutverk í myndinni Heaven’s Gate árið 1980 að menn eygðu hæfileika Rourke. Því miður voru þó margar góðar senur Rourke klipptar út á lokavinnslustigi myndarinnar. Þótt Rourke væri vonsvikinn hefur það líkast til orðið honum til góðs því Heaven’s Gate fékk ekki náð fyrir augum bíógesta. Skömmu síðar fékk hann hlutverk í myndinni Body Heat sem Lawrence Kasdan framleiddi. Þar lék Rourke vand- ræðaungling en aðalhlutverkin voru í höndum hinnar íturvöxnu Kathleen Turner og hins frábæra William Hurt. Tímamótin á leiklistarferli Rourke urðu þó án efa í Rumble Fish, það var fyrsta stóra hlutverkið hans og án efa það besta fram að þeim tíma. Hann lék eldri bróður Matt Dillons, óvenjulegan pers- ónuleika næstum óraunverulegan og mjög dularfullan. „Ég komst mjög ná- lægt þeim karakter," segir hann. „Ég þróast eins og hann, hægt og næstum yfirnáttúrulega.“ Rourke náði því takmarki í þessari mynd Coppola að vera viðurkenndur sem ungur leikari með mikla hæfileika. Svipbrigðin á andliti hans og þögult lát- bragð eru mörgum minnistæð. Árið 1984 lék hann í The Pope of Greenwich Village sem Stuart Rosenberg framleiddi. Það var gaman að sjá hann aftur á hvíta tjaldinu og í þetta sinn á móti Daryll Hannah (úr Splash) þótt hér hafi ekki verið um neina stórmynd að ræða. Ári síðar var myndin The Year of the Dragon frumsýnd. Leikstjóri var Micha- el Cimino og í hið erfiða hlutverk lög- reglumannsins Stanley White, uppgjafahermanns frá Víetnam, valdi hann Mickey Rourke. Við undirbúning þessa hlutverks fann Mickey Rourke fyr- irmyndina, hinn raunverulega lögreglu- HEIMSMYND 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.