Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 120
RAGNAR TH
skjóta frœgð hafði ýmsa vankanta. Verstar voru gróusög-
urnar. Sögur um framhjáhöld, svall og svínarí.
eða kannski sjálfan sig. Hann rifjar upp
hvernig það var að verða frægur.
„Sem Glámur og Skrámur vorum við
andlitslausir, bara raddir. Síðan kom
Egill Eðvarðsson, hinn mikli hæfileika-
maður, og bauð okkur þátttöku í
skemmtiþáttunum Ugla sat á kvisti og
Kvöldstund í sjónvarpssal. Þar komum
við fram sem Halli og Laddi. Um líkt
leyti komu kaffibrúsakarlarnir fram. Nýj-
ungin var fólgin í stuttum, hnitmiðuðum
bröndurum. Hvað gafstu konunni þinni í
jólagjöf? Þrjú kíló af svampi. Af hverju?
Ég fékk hann á svo hagstæðu verði. Við
notuðum líka mikið Spike Jones stílinn,
samanber textinn: Ég heiti Roy Rogers,
er svakalega klár, hef verið í þessum
bransa í sautján ár.“
Hann segir að vinsældirnar hafi komið
snögglega. „Það varð allt vitlaust. Upp-
hringingum linnti ekki. Við vorum
pantaðir hér og þar til að skemmta og
höfðum góðan pening upp úr. Allt
breyttist á augabragði. Smíðar og önnur
vinna heyrðu fortíðinni til. Sem og ódýrt
leiguhúsnæði og hrakningar. Ég flutti
með fjölskylduna í betri íbúð, en þangað
til höfðum við hrakist meira og minna
milli lélegra íbúða. Og ég gat leyft mér
sumarleyfi í útlöndum. Hins vegar hafði
hin skjóta frægð ýmsa vankanta. Verstar
voru gróusögurnar. Sögur um framhjá-
höld, svall og svínarí. Konan mín fór að
leggja við hlustirnar þótt enginn fótur
væri fyrir þessu. Við skildum um skeið,
tókum saman aftur, skildum aftur og tók-
um saman aftur. Við erum loks búin að
átta okkur á því að við eigum vel saman.
Það er væntumþykja og virðing í sam-
bandinu. Og ekki skyggir á að fyrir þrem-
ur árum fæddist okkur þriðji sonurinn,
sem heitir Þórhallur eins og ég. Hann er
hreinn sólargeisli. Við vorum svo ung
þegar við áttum fyrri tvo synina að við
kunnum ekki að meta þá eins.“
Fyrstu skref Ladda sem leikara voru í
sjónvarpsþáttum Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Undir sama þaki. „Þá uppgötvaði
ég að mig langaði hreinlega að verða
leikari, ekki bara grínisti.“ Flest hlutverk
hans hingað til hafa þó verið grínhlutverk
fyrir utan eitt. Það var í sjónvarpskvik-
mynd eftir Þorstein Marelsson, Hver er
sinnar gcefu smiður. „Ég lék uppgjafa-
poppara, kennara í sveit, og fann mig vel
í því hlutverki. Mig langar lúmskt að vera
dramaleikari eða kljást við tragíkómísk
hlutverk.“
Laddi er ótrúlega fjölhæfur maður.
Um það blandast fáum hugur sem til
þekkja. Brunaliðið og HLH-flokkurinn
eru dæmi um fjölhæfnina. Þar var hann
einn aðalsöngvari, texta- og lagahöfund-
ur. Hann á sex gullplötur í safni sínu.
Leiklistin virðist þó hafa átt sterkust
ítök í honum. Svo mikið langaði hann til
að verða viðurkenndur að hann tók sig
upp fyrir nokkrum árum og hélt til náms í
leiklist í Los Angeles. Þar var hann
vetrarlangt við Kaliforníuháskóla. „Það
var erfitt að vera frá fjölskyldunni. Ég
mun aldrei gera slíkt aftur. Á þessu tíma-
bili hafði ég þó minnimáttarkennd yfir
því að vera ólærður leikari. Hins vegar
bentu margir mér á að minn hæfileiki
væri svo náttúrulegur að ögun og nám
gætu eyðilagt hann. Örlögin gripu inn í
120 HEIMSMYND