Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 120

Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 120
RAGNAR TH skjóta frœgð hafði ýmsa vankanta. Verstar voru gróusög- urnar. Sögur um framhjáhöld, svall og svínarí. eða kannski sjálfan sig. Hann rifjar upp hvernig það var að verða frægur. „Sem Glámur og Skrámur vorum við andlitslausir, bara raddir. Síðan kom Egill Eðvarðsson, hinn mikli hæfileika- maður, og bauð okkur þátttöku í skemmtiþáttunum Ugla sat á kvisti og Kvöldstund í sjónvarpssal. Þar komum við fram sem Halli og Laddi. Um líkt leyti komu kaffibrúsakarlarnir fram. Nýj- ungin var fólgin í stuttum, hnitmiðuðum bröndurum. Hvað gafstu konunni þinni í jólagjöf? Þrjú kíló af svampi. Af hverju? Ég fékk hann á svo hagstæðu verði. Við notuðum líka mikið Spike Jones stílinn, samanber textinn: Ég heiti Roy Rogers, er svakalega klár, hef verið í þessum bransa í sautján ár.“ Hann segir að vinsældirnar hafi komið snögglega. „Það varð allt vitlaust. Upp- hringingum linnti ekki. Við vorum pantaðir hér og þar til að skemmta og höfðum góðan pening upp úr. Allt breyttist á augabragði. Smíðar og önnur vinna heyrðu fortíðinni til. Sem og ódýrt leiguhúsnæði og hrakningar. Ég flutti með fjölskylduna í betri íbúð, en þangað til höfðum við hrakist meira og minna milli lélegra íbúða. Og ég gat leyft mér sumarleyfi í útlöndum. Hins vegar hafði hin skjóta frægð ýmsa vankanta. Verstar voru gróusögurnar. Sögur um framhjá- höld, svall og svínarí. Konan mín fór að leggja við hlustirnar þótt enginn fótur væri fyrir þessu. Við skildum um skeið, tókum saman aftur, skildum aftur og tók- um saman aftur. Við erum loks búin að átta okkur á því að við eigum vel saman. Það er væntumþykja og virðing í sam- bandinu. Og ekki skyggir á að fyrir þrem- ur árum fæddist okkur þriðji sonurinn, sem heitir Þórhallur eins og ég. Hann er hreinn sólargeisli. Við vorum svo ung þegar við áttum fyrri tvo synina að við kunnum ekki að meta þá eins.“ Fyrstu skref Ladda sem leikara voru í sjónvarpsþáttum Hrafns Gunnlaugs- sonar, Undir sama þaki. „Þá uppgötvaði ég að mig langaði hreinlega að verða leikari, ekki bara grínisti.“ Flest hlutverk hans hingað til hafa þó verið grínhlutverk fyrir utan eitt. Það var í sjónvarpskvik- mynd eftir Þorstein Marelsson, Hver er sinnar gcefu smiður. „Ég lék uppgjafa- poppara, kennara í sveit, og fann mig vel í því hlutverki. Mig langar lúmskt að vera dramaleikari eða kljást við tragíkómísk hlutverk.“ Laddi er ótrúlega fjölhæfur maður. Um það blandast fáum hugur sem til þekkja. Brunaliðið og HLH-flokkurinn eru dæmi um fjölhæfnina. Þar var hann einn aðalsöngvari, texta- og lagahöfund- ur. Hann á sex gullplötur í safni sínu. Leiklistin virðist þó hafa átt sterkust ítök í honum. Svo mikið langaði hann til að verða viðurkenndur að hann tók sig upp fyrir nokkrum árum og hélt til náms í leiklist í Los Angeles. Þar var hann vetrarlangt við Kaliforníuháskóla. „Það var erfitt að vera frá fjölskyldunni. Ég mun aldrei gera slíkt aftur. Á þessu tíma- bili hafði ég þó minnimáttarkennd yfir því að vera ólærður leikari. Hins vegar bentu margir mér á að minn hæfileiki væri svo náttúrulegur að ögun og nám gætu eyðilagt hann. Örlögin gripu inn í 120 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.