Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 113
hlykkjum. Hún á að hafa hart hárstrý,
kolsvart og kleprótt, sem nær ofan fyrir
kjaft, en tvær skögultennur ná ofan fyrir
höku. Hin samvöxnu sex eyru ná ofan á
læri og eru sauðgrá, hökuskeggið er útbí-
að í mjólk, hendurnar kolsvartar og stór-
ar eins og kálfskrof. Ærið er hún rass-
breið, með háa lærleggi, en ekki mundi
hún þykja öklamjór svanni né kálfarnir
neitt augnagaman."
Eins og raunin hefur að líkindum verið
með jólaköttinn er aðaliðja Grýlu að afla
sér einhvers í óseðjandi magann. Og
helst eru það óþægu börnin sem hún
leggur sér til munns: En ef þau iðni
stunda og eru þekk og hlýðin, fœlist fúla
Grýla, fœr hún aldrei góð börn.
Pað skal ósagt látið hér að nútímabörn
séu orðin svo þæg að Grýla hvíli einhvers
staðar skinin beinin á víðavangi soltin til
bana. Nægir að minna á það að áður hafa
komið upp sögusagnir um að Grýla væri
dauð sem síðar reyndust rangar: Nú er
hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á
rólunum, segir í gömlu kvæði. Og í öðru
nýrra eftir Pétur Gunnarsson: Nú er hún
Grýla dauð. Hún gafst upp á að róla sér á
róluvöllunum.
Pað er vafasamt að treysta því að
Grýla sé horfin þrátt fyrir að lítið hafi
farið fyrir henni á undanförnum árum.
Ein skýringin á undanhaldi Grýlu, önnur
en að börn séu orðin svo þæg, er að hún
hafi orðið að láta undan síga fyrir öðrum
og sterkari vættum nútímans. Regína,
fimm ára, bendir í bókinni Börn eru líka
fólk á að: „Súpermann er sterkari en
risi.“
Og stöðugt bætist í þennan nýja vætta-
hóp. Eitt af óskaleikföngum barnanna
fýrir þessi jólin er eitthvað úr leikafanga-
kerfinu Masters of the Universe. Þar eru
karlar sem heita He Man, Skeletor, Beast
Man og bera nöfn með rentu. Þegar
Hannes, sex ára, var beðinn um að lýsa
Beast Man, sagði hann: „Það er svona
kall. Hann er alveg eins og dýr eða svo-
leiðis. Og hann er loðinn, rauður.“
Getur Grýla nokkurn tíma orðið svona
barni áhyggjuefni?
Við byrjuðum á fögrum einföldum
jólaminningum. Kertum sem brunnu
bjart í lágum snúð og spilastokk. Þetta
hefur verið leyst af með rafmagnsljósum
og einhverju fjarstýrðu. Gömlu óvætt-
irnir eru orðnir meinlausari og jóla-
sveinarnir, synir Grýlu og Leppalúða,
sem eitt sinn voru rustamenni og sem um
var ort: „Af þeim eru jólasveinar jötnar á
hœð, öll er þessi illskuþjóðin ungbörnum
skæð.“
Þeir eru orðnir miðaldra, söngglöð
ljúfmenni í rauðum fötum sem gauka að
börnum dálítið mygluðu konfekti í
plastpoka í lok jólaballanna.
Eiga ljóðskáld tuttugustu og fyrstu
aldarinnar eftir að fella þá minningu í
fagran skáldskap?
HEIMSMYND 113