Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 6
MSMYND
desember 1986, 6. tbl. 1. árg.
ÚTGEFANDI
Ófeigur hf. Aöalstræti 4, 101 Reykjavík.
SlMI
62 20 20 og 62 20 21
AUGLÝSINGASÍMI
1 73 66
RITSTJÓRI
Herdís Þorgeirsdóttir
STJÓRNARFORMAÐUR
Kristinn Björnsson
FRAM KVÆM DASTJÓRI
Þórunn Þórisdóttir
AUGLÝSINGASTJÓRAR
Rannveig Þorkelsdóttir
Hjördís Magnúsdóttir
ÚTLIT
Jón Óskar Hafsteinsson
LJÓSMYNDARAR
Rut Hallgrímsdóttir
Ragnar Th.
Jim Smart
Einar Ólason
María Guðmundsdóttir
UMBROT
Leturval sf.
LITGREINING OG PRENTUN
Oddi hf.
ÚTGÁFUSTJÓRN
Herdís Þorgeirsdóttir
Kristinn Björnsson
Helgi Skúli Kjartansson
Sigurður Gísli Pálmason
Jóhann Páll Valdimarsson
HEIMSMYND kemur út annan hvern mánuð.
Áskriftarverð fyrir hálft ár er kr. 595. Verð
þessa eintaks í lausasölu er kr. 259.
FRA RITSIJORA
Af öllu því efni sem birtist á síðum þessa tíma-
rits er eitt sem mér finnst vœnst um. Það eru
valdir kaflar úr bréfum frá Matthíasi Johannessen,
skáldi og ritstjóra.
Fyrir nokkrum mánuðum fór ég þess á leit við
Matthías Johannessen að hann yrði í viðtali í
HEIMSMYND. Þessi einn frumkvöðull viðtala í
íslenskri blaðamennsku, sagði að hann hefði
ekkert á móti því að ég setti mín pensilför í hann.
Það eru margir sem hafa áhuga á Matthíasi
Johannessen, skáldinu og aðalritstjóra Morgun-
blaðsins í tæpa þrjá áratugi. Sálfur kallar hann
sig gamlan Viðreisnar-ritstjóra. Mín kynni af
honum hófust þegar ég, rúmlega tvítug, fékk
vinnu á Morgunblaðinu í tvö ár, þegar ég gerði
hlé á námi mínu. Ég fékk vinnu á myndasafni
blaðsins, sem Eiríkur Hreinn Finnbogason var þá
að koma skipulagi á. Matthías tók af mér það
loforð að ég stigi ekki fœti mtnum inn á ritstjórn
blaðsins né skipti mér af blaðamönnum við störf.
Mér var stórlega misboðið og leitaði til
meðritstjóra Matthíasar, Styrmis Gunnarssonar, og
spurði hvort það vœri ekki nokkur leið að ég gœti
komist að sem blaðamaður. Mánuði síðar var mér
hleypt í blaðamennskuna og nœstu tvö árin vann
ég undir stjórn þessara manna.
Síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Líka í lífi
Matthíasar Johannessen, býst ég við. Hann er nú
orðinn grand old man í íslenskum blaða- og
menningarheimi. Hann er maður sem hlustað er
á. Hann er maðurinn, sem Jón Baldvin vildi helst
sjá í embœtti menntamálaráðherra.
Ég held hins vegar ekki að Matthías hefði
nokkurn áhuga á slíku embœtti. Hann fer sínar
eigin leiðir eins og í þessu viðtali okkar. Eg bar
undir hann nokkrar spurningar. Hann kvaðst vilja
skrifa mér bréf. Og hann lét ekki þar við sitja.
Hann skrifaði mörg bréf. Tugi blaðsíða. Gamli
ritstjórinn minn stílar þau á mitt nafn en skáldið
er að tala til allra...
6 HEIMSMYND