Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 47
heilagra manna tölu. Pegar upptaka
manns í tölu heilagra kemur fyrst til
mála, hefst umfangsmikil rannsókn á líf-
erni viðkomandi manns sem oft getur
staðið árum saman. Þegar látinn maður
síðan er tekinn í tölu heilagra við hátíð-
lega athöfn í Péturskirkjunni þá merkir
það að heiðra megi viðkomandi mann
opinberlega af því að hann sé hjá Guði.
Dýrkun helgra manna má rekja til fyrstu
alda kristindómsins.
Nú stendur yfir umfangsmikil rann-
sókn á lífsferli ítalska prestins Padre Pio
(1887-1974), sem hófst fyrir atbeina páfa
vorið 1983. En hvað hafði Padre Pio um
heilagleika að segja? í bréfi frá 1915 segir
hann svo: Heilagleiki merkir að vér verð-
um sjálfum oss æðri, hann merkir
fullkominn sigur á ástríðum vorum, hann
merkir að við eigum að gleyma því sem
er sjálfra okkar og heimsins, við eigum
að taka fátækt fram yfir auðæfi, auðmýkt
fram yfir vegsemd og þjáningu fram yfir
unað. Heilagleiki er að elska aðra eins og
sjáifa oss, vegna kærleika vors til Guðs.
Og þá er ótalið það sem helst einkenn-
ir kaþólsku kirkjuna en það er sú mikla
ást sem kaþólskir hafa á Maríu guðsmóð-
ur. Kaþólsk kona íslensk segir: „Ekki
gæti ég hugsað mér heimili án móður.
Þegar við tökum Maríu fram yfir allar
konur og karla eins og kaþólskir gera og
heiðrum hana sérstaklega erum við ekki
að gera annað en að fylgja fordæmi Biblí-
unnar sjálfrar. Hún sýnir Maríu heiður
sem hún sýnir engum öðrum manni. Les-
ið um komu engilsins til guðsmóðurinnar
og það sem hann boðaði henni. Engillinn
segir að María njóti náðar Guðs, eða
samkvæmt latneska textanum að hún sé
full náðar, og Elísabet heilsar henni með
orðunum: Blessuð ert þú meðal kvenna.
Enn fremur segir engillinn að hún eigi að
verða móðir Guðssonarins.“ Annað atr-
iði í þessum boðskap Iiggur líka í augum
uppi: Náin tengsl Maríu og endurlausnar-
verks Guðs. Hann gerir hjálpræðisáform
sitt ekki að veruleika nema hún gjaldi því
jáyrði sitt. Þess vegna kalla kaþólskir
Maríu gjarnan móður hinna trúuðu.
Sá heiður sem kaþólskir hafa sýnt
Maríu hefur annað veifið færst í aukana
vegna svonefndra Maríubirtinga. Einna
helst er fræg vitrun Guðsmóður í
Lourdes árið 1858. Ennþá meiri athygli
vakti það 1917 er hún birtist þremur
Það sem Islendingar
óttast allra mest er að
*
skera sig úr. Eg er uiss
um að fjöldi manns
hefur áhuga á að
kynnast kaþólsku
kirkjunni en þora
ekki að skera sig úr.
Menn eru hrœddir við
að það verði híað á
þá...
(FERTUGUR KARLMAÐUR)
sveitabörnum í Fatima í Portúgal.
í ársbyrjun 1984 var íbúatala
heimsbyggðarinnar 4.673.656.000. Kaþ-
ólskir voru 825.592.000 og þar með taldir
íslendingar nokkuð á annað þúsund.
En af hverju hafa ekki fleiri íslending-
ar snúið sér til kaþólskunnar ef rétt er að
áhugi á henni hafi glæðst hér?
HEIMSMYND ræddi við kaþólskan
mann sem var ögn skorinorðari en prest-
arnir tveir í Breiðholtinu. Sá sagði ástæð-
una vera að íslendingar væru ekki nógu
kjarkaðir. „Það að við erum ekki fleiri
kaþólskir hér á landi er ekki nærri því
eins mikill leyndardómur og halda mætti,
þó vissulega megi segja að okkur vanti
hefðina. En ég held þó miklu fremur að
það sem íslendingurinn óttast allra mest
sé að skera sig úr. Ég er viss um að fjöldi
manns hefur áhuga á að kynnast kaþ-
ólsku kirkjunni en þora ekki að taka
skrefið vegna þess að þeir eru hræddir
um að það verði híað á þá upp á gamla
móðinn. Menn vilja allt annað en að vera
álitnir skrýtnir."
Annar kaþólikki, íslenskur karlmaður
um fertugt, sem HEIMSMYND ræddi
við, svaraði því aðspurður um hvers
vegna hann tæki kaþólsku kirkjuna fram
yfir aðrar kirkjur: „Það var eitt sinn að
biskupinn okkar var spurður sömu spurn-
ingar og hann sagði: Segjum svo að ein-
hver byði mér heim til sín og á borði
stæðu tvö glös af rauðu og tæru víni en sá
væri munurinn að annað glasið væri
barmafullt en hitt aðeins hálft. Ég myndi
vitaskuld seilast í barmafulla glasið.“
Séra Robert Bradshaw: „Þarna sat ég og ætlaði í stórmennsku minni að sanna að Guð sé til. Það var
þetta kvöld sem mér skildist að prestur getur aðeins hjálpað og leiðbeint. Sjálf trúin er gjöf frá Guði."
HEIMSMYND 47