Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 30

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 30
KASTLDS í Austurstræti stendur lítill blaðburð- ardrengur í blárri úlpu og ber sér til hita á meðan hann bíður þess að viðskipta- vinirnir víki sér að honum. Hann er ekk- ert frábrugðinn öðrum blaðburðardrengj- um, að öðru leyti en því, að hann er dökkur á húð og hár, augun svört og skásett. Vestar í borginni er móðir hans að ganga frá eftir sundlaugargesti Vestur- bæjarlaugar, frændur og vinir sinna sín- um störfum víðsvegar um borgina, á veit- ingahúsum, verkstæðum, við bæjarvinn- una... Við sjáum þetta fólk af og til á ferðum okkar, en gefum því ekki gaum að öðru leyti. Vitum jú að þetta eru Víetnamarnir sem komu til landsins fyrir nokkrum árum, og hurfu í mannfjöld- ann. Kannski rámar okkur í, að hingað til lands hafi einhvern tíma áður komið flóttamenn erlendis frá... Stöðugur straumur flóttamanna, víðs- vegar að úr veröldinni, er vaxandi vanda- mál sem snertir alla heimsbyggðina. A síðasta ári er áætlað að flóttamenn hafi talið að minnsta kosti tíu milljónir um allan heim. Alþjóðastofnanir á borð við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóð- anna og Alþjóðasamband Rauða kross- ins hafa á síðustu árum unnið mikið starf til að koma landflótta fólki til aðstoðar. Framlag íslendinga til flóttamanna- hjálpar hefur verið tiltölulega minna en annarra þjóða. Rauði kross fslands hefur einkum borið hitann og þungann af UNGVERJAR VÍETNAMAR PÖLVERJAR NÚJSLENDj NGAR eftir Ólínu Þorvarðardóttur flóttamannaaðstoð íslendinga, og er framkvæmdin tvíþætt. Annars vegar er um að ræða aðstoð við þá sem gista flóttamannabúðirnar. Hefur Rauði krossinn sent starfsfólk á sínum vegum til Afríku og Asíu, auk þess að safna fé til matargjafa og fatasendinga. Hins vegar er aðstoð við þá flóttamenn sem fengið hafa búseturétt á íslandi. Sú aðstoð felst í því, að eftir að fulltrúar hafa verið sendir utan, til að kynna land og þjóð og velja þann hóp sem hingað kemur, er fólkinu komið fyrir, því er útveguð atvinna, kennt á þjóðarbraginn, verslun, þjónustu og þess háttar. Auk þess fær það frumkennslu í málinu. Mest er þessi aðstoð fyrstu tvö árin, en þegar fólk hef- ur komið sér fyrir og hin íslenska lífsbar- átta er hafin er hlutverk Rauða krossins einkum ráðgefandi. Segja má að þetta fyrirkomulag sé með svipuðu sniði og á Norðurlöndum. Hér- lendis er þó meiri aðhaldssemi gætt varð- andi viðtöku flóttafólks, og má geta þess, að ríkisstjórnin hefur enn ekki tekið af- stöðu til þeirra tilmæla fulltrúa Flótta- mannastofnunar SÞ, að ísland veiti ár- lega viðtöku fimm flóttamönnum, í sam- ræmi við það sem nágrannaþjóðirnar hafa gert um árabil. Stjórnvöld hafa kosið að taka til þess afstöðu hverju sinni, hvort tilteknum fjölda flóttamanna skuli heimiluð land- vist, og hefur það gerst fjórum sinnum á síðastliðnum þrjátíu árum. Fyrsti hópurinn, 52 flóttamenn, kom hingað til lands í kjölfar uppreisnarinnar í Ungverjalandi, á haustdögum 1956. Fjórum árum síðar, eða 1960, ákvað ríkisstjórnin að veita viðtöku 35 Júgó- slövum. Síðan liðu tæpir tveir áratugir, en þá fengu 34 Víetnamar hér landvist, eftir allmikil skoðanaskipti. Síðasti hóp- urinn sem hingað kom, voru 23 pólskar fjölskyldur 1982, eftir að Jaruzelski hers- höfðingi hafði sett herlög þar í landi. Ekki höfðu íslendingar verið algjör- lega afskiptalausir af flóttamönnum áður en þessi hópur kom til landsins um miðja öldina. Þrjátíu og fimm árum áður gerð- ust dramatískir atburðir við Suðurgötu í Reykjavík, og má segja að með málalykt- um þar hafi fyrstu kynni okkar af land- flótta einstaklingum fengið skelfilegan endi. Ýmsum er hugstæð för hvíta liðsins að húsi Ólafs Friðrikssonar, við Suðurgötu 14 í Reykjavík, þann 23. nóvember 1921. Útihurð hússins var brotin upp með bol- öxi, og rússneskur munaðarlaus drengur var ásamt Ólafi fluttur í fjötrum úr húsi velgjörðarmanns síns, sendur af landi brott án þess að ráðrúm gæfist til að skiptast á kveðjum. Þessi atburður hefur löngum vakið þeim ugg, sem stóð stugg- ur af þeirri blindu æsingu sem greip múg- inn það sinn. Sjálfum sagðist Ólafi Frið- 30 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.