Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 28
rekið í þeim viðræðum sérfræðinga sem
fram hafa farið í Genf um þessi vopn allt
frá því að þær hófust að nýju í mars 1985.
Að fundinum loknum kom hins vegar í
ljós að allur undirbúningur var mun
losaralegri og raunar svo furðu sætir.
Sumir telja nú að Sovétmönnum hafi
tekist að fá Reagan til fundarins með því
að gefa í skyn að þeir væru tilbúnir til
samninga um Evrópukjarnavopn og að
með slíku samkomulagi yrði rutt úr vegi
hindrunum fyrir leiðtogafundi í Washing-
ton sem telja má víst að Bandaríkjafor-
seta sé mjög umhugað um að fari fram. Sú
varð einnig raunin að rammasamkomu-
lag um meðaldræg kjarnorkuvopn í Evr-
ópu í líkingu við það sem menn höfðu
spáð fyrir um náðist á fundinum. En
þegar á hólminn var komið setti Gorba-
chev það skilyrði að einnig yrði gert sam-
komulag um langdræg vopn og geim-
vopn, sem strandaði eins og menn vita á
því að Reagan var ekki tilbúinn til að
gefa eftir þegar komið var að bandarísku
geimvarnaáætluninni. Pað er sem sagt
greinilegt að ekki hafði verið tryggilega
gengið frá því fyrirfram að skilyrði væru
fyrir hendi til að ganga frá samkomulagi
um meðaldræg kjarnavopn í Evrópu.
Bandaríkjamenn virðast hafa lagt trúnað
á yfirlýsingar Sovétmanna um þetta efni
og farið til fundarins án þess að fá trygg-
ingu fyrir því að við þær yrði staðið.
En það er ekki einungis þetta atriði
sem vekur athygli í sambandi við undir-
búning fundarins heldur einnig það að
ekki hefur verið frá því gengið fyrirfram
á hvaða grundvelli viðræður um lang-
dræg kjarnavopn og geimvopn skyldu
fara fram. Undir venjulegum kringum-
stæðum hefði mátt ætla að haldið yrði
áfram þar sem frá var horfið í viðræðum
sérfræðinga í Genf og reynt að finna
einhvern flöt á því að koma þeim í nýjan
farveg sem vænlegri væri til árangurs. En
raunin varð allt önnur. Gorbachev kom
til Reykjavíkurfundarins með nýjan
pakka af róttækum tillögum sem virðast
hafa mótað viðræðurnar frá byrjun. Ekk-
ert slíkt hefur áður gerst á leiðtogafundi
risaveldanna. Vissulega hefur verið
bryddað upp á nýjum málum og settar
fram tillögur en að staður og stund hafi
verið nýtt til samninga þar um hefur ekki
gerst nema í sambandi við málefni sem
báðir aðilar hafa talið vera tiltölulega
veigalítil. Að vísu gerði Jimmy Carter
eina atrennu í þessa veru árið 1977 í
viðræðunum um SALT II þegar hann
sendi samninganefnd til Moskvu með
mun róttækari tillögur um fækkun kjarn-
orkuvopna en verið höfðu til umræðu.
Þeim tillögum höfnuðu Sovétmenn raun-
ar alfarið en kjarni málsins er sá að um
leiðtogafund var ekki að ræða heldur
fund undir forystu utanríkisráðherra
beggja ríkjanna.
Það vitnar um mikið sjálfstraust og
bjartsýni Reagans Bandaríkjaforseta að
samþykkja að setjast niður til viðræðna
um tillögur Gorbachevs án þess að þær
hafi verið grandskoðaðar og jafnframt
kannaðar undirtektir hinna ýmsu valda-
miklu aðila heima fyrir. Staðreyndin er
sú að Bandaríkjaforsetar hafa jafnan
þurft að tryggja sér stuðning og þá sér-
staklega hermálayfirvalda og þingsins til
að gera samninga við Sovétríkin um af-
vopnunarmál. Jimmy Carter tókst ekki
að fá staðfestingu Bandaríkjaþings á
SALT II samkomulaginu. Reagan er að
vísu í mun betri aðstöðu en Carter þar
sem hann er vinsælli forseti og einnig
vegna þess að enginn vænir hann um
linkind við kommúnista. Samt sem áður
vitnar það um mikið sjálfstraust að setj-
ast niður til samningaviðræðna á grund-
velli tillagna sem hann er að líta augum í
fyrsta sinn. Einungis tvö atriði virðast
geta skýrt þessa afstöðu Reagans; annars
vegar það að honum er mikið í mun að
ryðja úr vegi hindrunum fyrir leiðtoga-
fundi í Washington og hins vegar að
reyndum ráðgjöfum í fylgdarliði hans
hefur litist svo á tillögur Gorbachevs að
þær væru vel aðgengilegar fyrir Banda-
ríkjamenn sem viðræðugrundvöllur.
Þrátt fyrir það er þetta afar óvenjuleg
þróun mála á leiðtogafundi og ekki að
furða að Reagan hafi, samkvæmt því sem
fregnir herma, haft á orði við ráðgjafa
sína á fundinum að ef til vill hafi hann
ekki gert rétt með því að samþykkja
viðræður á þessum grundvelli.
Það er út af fyrir sig skiljanlegt að
Bandaríkjamenn hafi ekki verið búnir
undir tillöguflutning af hálfu Gorbachevs
sem sumir fréttaskýrendur hafa líkt við
skyndiárás. Hvað þá heldur að tillög-
urnar væru jafn róttækar og aðgengilegar
og raunin var. Hvort tveggja er ekki í
neinu samræmi við það sem menn hafa
átt að venjast af hálfu Sovétríkjanna í
afvopnunarviðræðum. Á þessu virðist
aðeins vera til sú skýring að Sovétmenn
eru tilbúnir til að kosta miklu til þess að
stöðva geimvarnaáætlun Bandaríkjanna.
Áhugi Sovétríkjanna á geimvarnaáætl-
unni er vissulega athyglisvert íhugunar-
efni en hér verður þó látið vera að ræða
hann enda væri það nægilegt efni í sér-
staka grein. í stað þess skal vikið að
eftirleik viðræðnanna sem um margt er
sérkennilegur. Atlantshafsbandalags-
ríkin hafa allt frá byrjun þessa áratugar
lagt áherslu á að Bandaríkjamenn semji
við Sovétmenn um fækkum meðaldrægra
kjarnorkuvopna í Evrópu. Var það liður
í ákvörðun bandalagsins frá 1979 sem
kvað á um uppsetningu Tomahawk stýri-
flauga og Pershing II eldflauga í Vestur-
Evrópu og að leita samtímis eftir sam-
komulagi við Sovétríkin um gagnkvæma
fækkun slíkra vopna, einkum með tilliti
til hinna nýju SS-20 eldflauga í vestur-
hluta Sovétríkjanna. Allt frá þeim tíma
hafa Evrópuríkin stutt svonefnda núll-
lausn, sem felur í sér að Sovétríkin taki
niður allar þær SS-20 eldflaugar sem
beint er gegn Vestur-Evrópu gegn því að
Evrópuríkin hætti við frekari staðsetn-
ingu meðaldrægra kjarnorkuvopna í Evr-
ópu og taki niður þau vopn af þessari
gerð sem þegar hafa verið sett upp. Efa-
lítið minnast menn þeira átaka sem stóðu
um þessi vopn, einkanlega fram til ársins
1983 þegar friðarhreyfingar kröfðust þess
að hætt yrði við ákvörðunina frá 1979. Á
þeim tíma var ríkjum Vestur-Evrópu
greinilega mikið í mun að samningar við
Sovétmenn tækjust og þrýstu mjög á um
það við Bandaríkjamenn. Á
Reykjavíkurfundinum náðist loks sam-
komulag um núll-lausnina en þá bregður
svo við að Evrópuríkjunum líst ekki á
blikuna. Pau virðast ekki hafa litið svo á
að núll-lausnin hafi verið raunhæf tillaga
sem nokkru sinni yrði samþykkt af Sovét-
ríkjunum og óttast nú að svo mikil fækk-
un kjarnavopna og rætt var um í Reykja-
vík grafi undan öryggi Vestur-Evrópu
fremur en að efla það. Sovétríkin stæðu
eftir með mikla yfirburði í hefðbundnum
vopnabúnaði. Fyrir þá sem fylgst hafa
náið með þeim pólitísku átökum sem
farið hafa fram um kjarnorkuvopn í Evr-
ópu síðustu árin er þetta í meira lagi
óvenjulegur gangur mála.
Ekki er síður óvenjulegt að fylgjast
með þeirri umræðu sem fylgt hefur í kjöl-
far Reykjavíkurfundarins í ljósi þess rót-
tæka niðurskurðar á kjarnorkuvopnum
sem viðræðurnar beindust að. Að vísu
eru fulltrúar risaveldanna ekki á einu
máli um það hverjar voru niðurstöðurnar
um langdræg kjarnorkuvopn. Þeir eru
sammála um að hafa talað um 50 prósent
niðurskurð á fjölda kjarnaodda beggja
risaveldanna á fimm árum. Þeir eru hins
vegar ekki sammála um framhaldið.
Bandaríkjamenn segja Reagan hafa sam-
þykkt að eyðileggja allar eldflaugar bún-
ar kjarnaoddum á tíu árum en Sovét-
menn fullyrða að samþykki Reagans hafi
náð til allra langdrægra kjarnorkuvopna,
það er eldflauga að viðbættum sprengi-
flugvélum og stýriflaugum. Hvor hefur
rétt fyrir sér skiptir ekki öllu máli hér.
Kjarni málsins er sá, að allt í einu standa
menn frammi fyrir því að nokkuð sem
almennt hefur verið álitinn óraunhæfur
draumur, það er kjarnorkuvopnalaus
heimur eða að minnsta kosti nálægt því,
er öllum að óvörum orðið þungamiðjan í
samningaviðræðum valdamestu stjórn-
málaleiðtoga veraldar. Slíku ástandi hafa
menn yfirleitt lítið velt fyrir sér og um
þessar mundir er fjöldi manns í því verk-
efni að reyna að glöggva sig á því hvað
þetta gæti þýtt almennt fyrir milliríkja-
samskipti, stöðu risaveldanna, öryggi
ríkja vestanhafs sem austan og fleira.
Það verður fróðlegt að fylgjast með
niðurstöðum þegar fram líða stundir.
28 HEIMSMYND