Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 60
Sovétmanna í sendiráðinu í Reykjavík er
oft skýrður með því að skriffinska sé svo
mikil og þung í vöfum undir ráðstjórn, að
tvo Rússa þurfi til að afkasta jafnmiklu
og einn vestrænn skriffinnur gerir á jafn-
löngum tíma. Má vera að svo sé, en það
jafngilti þá að sex Sovétmenn ættu að
starfa hér í sendiráðinu í Reykjavík, ef
miðað er við íslensku starfsmennina þrjá
í Moskvu. Pessi samlíking er í raun ekki
fyllilega marktæk, þar sem Sovétmenn
hafa þann sið að hafa einungis sovéska
borgara í þjónustustörfum sendiráða
sinna, þegar vestræn sendiráð jafnt í
Reykjavík sem Moskvu, láta sér nægja
innfædda í slík störf.
í einu þeirra ráðuneyta sem töluverð
samskipti hafa við Sovétmenn hér á
landi, lét einn háttsettur starfsmaður þau
orða falla við HEIMSMYND, að um það
bil helmingur Rússanna í sendiráðinu
hefði einhver raunveruleg störf undir
höndum, en hinn helmingurinn væri þar
til að passa hina. Petta er sagt í nokkru
gríni, sem þó fylgir allnokkur alvara, þar
sem hlutverk margra sendiráðsmanna-
anna þykir mjög óljóst. Allavega er það
ekki gefið upp í smáatriðum.
Eins og önnur erlend sendiráð hér á
landi sem annars staðar, mun sovéska
sendiráðið hafa þann starfa að safna hin-
um fjölbreyttustu upplýsingum um ís-
lensk málefni, til skráningar og skil-
greiningar í utanríkisráðuneytinu í
heimalandinu. Utanríkisráðuneytið miðl-
ar síðan upplýsingum til annarra stjórn-
arstofnana eftir þörfum.
í flestum tilfellum er þessi starfsemi
eðlileg og nauðsynleg í samskiptum
þjóða, og má geta þess, að íslensk sendi-
ráð erlendis hafa sama hlutverki að
gegna gagnvart íslenskum stjórnvöldum.
Vera má, að hinn mikli fjöldi sovéskra
sendiráðsmanna í Reykjavík sem ekki
eru beinlínis skráðir sem diplómatar sé
hér til þess eins að þjóna hinum fáu
útvöldu sendifulltrúum öreiganna. Fáir
leggja þó trúnað á það, þótt þorri al-
mennings leiði sjaldan hugann að þessum
efnum.
Hvað eru Rússarnir þá að bralla? Er
ástæða til að gruna þá um græsku, eða
eru allar hugleiðingar í þá átt bara leifar
af ísmeygilegum heilaþvotti, kaldastríðs-
og Rússagrýluáróðri Moggans?
í nágrannalöndum okkar eru stjórn-
völd ekki í neinum vafa um að sovéskir
sendiráðsmenn stunda í verulegum mæli
starfsemi sem er andstæð öryggi gisti-
landsins. Frá flestum hinna Norðurland-
anna eru fjölmörg dæmi um brottvikn-
ingar sovéskra sendiráðsmanna, sem
hafa orðið uppvísir að njósnum. Aðeins
eitt slíkt dæmi hefur komið upp á íslandi,
en það var þegar stæðilegur vörður lag-
anna faldi sig aftur í pínulitlum Morris
uppi við Hafravatn í febrúar 1963 og
gómaði háttsettan starfsmann sovéska
sendiráðsins, þegar hann hafði sest upp í
farþegasæti bifreiðarinnar til að skiptast
á peningum og ljósmyndum við Ragnar
Gunnarsson vörubflstjóra.
Stórkostlegasta atriði gildrunnar hefur
án efa verið sá akróbatíski galdur að fela
stórvaxinn lögregluþjón fyrir aftan fram-
sæti litla bflsins, án þess að tortrygginn
njósnarinn yrði hans var, fyrr en styrkur
armur laganna teygði sig yfir sætisbakið
og handsamaði þrjótinn. Tveimur Sovét-
mönnum, Dimitri og Kisilev, var vísað úr
landi í framhaldi af þessum atburði.
Var þessi misheppnaða njósnatilraun
einangrað tilfelli, eða má búast við að
aðrar hafi verið gerðar og þá jafnvel með
árangri. Pað væri afar barnalegt að halda
Húsnæðið sem sovéska sendiráðið hugðist festa
kaup á við hliðina á Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu.
að Sovétmenn hefðu á annan hátt á starf-
semi sinni hér á landi, en annars staðar á
Vesturlöndum.
Hvarvetna á Vesturlöndum hefur
komist upp um starfsemi sovéskra sendi-
ráðsstarfsmanna, sem ekki samræmist
stöðu þeirra eins og það er kallað á kurt-
eislegu diplómatamáli. Er hér að sjálf-
sögðu átt við njósnir af ýmsu tagi. hvað
eru þá njósnir og hvað er eðlileg upplýs-
ingaöflun?
Skilin þar á milli eru ekki alltaf skörp.
Blaðamennska er til dæmis viðurkennd
upplýsingastarfsemi, sem í flestum tilfell-
um telst eðlileg og nauðsynleg hverju
upplýstu þjóðfélagi. Erlendis, ekki síst í
Sovétríkjunum, hafa blaðamenn oft orð-
ið fyrir því að vera ásakaðir um njósnir,
þegar þeir hafa verið að afla upplýsinga í
starfi sínu. Þekktasta tilfelli af þessu tagi
hin síðari ár, er án efa Daniloff málið í
Moskvu nú í haust. Pessi tortryggni
gagnvart blaðamönnum einskorðast þó
ekki við einræðisríki eins og Sovétríkin,
heldur hafa fjölmörg svipuð mál komið
upp í lýðræðisríkjum Vesturlanda, jafn-
vel á Norðurlöndunum.
Blaðamennska er óneitanlega gott
skálkaskjól fyrir njósnara, en fráleitt er
að halda að nokkur samnefnari sé á milli
þessara starfsgreina, þótt skilin séu ekki
alltaf skörp, þar sem báðir aðilar safna
og vinna úr upplýsingum, nema að les-
endahópar njósnaranna er að öllu jöfnu
mun takmarkaðri en blaðamannanna.
í stuttu máli er hægt að flokka sem
njósnir, öflun upplýsinga um ríkis- eða
framleiðsluleyndarmál sem jafnframt
ógnar hagsmunum þess sem upplýsing-
anna er aflað um. Sérstaklega er málið
alvarlegt, þegar erlent ríki stundar njósn-
ir í skjóli friðhelgis sendiráðs síns.
Það er kunn staðreynd, að flestir
njósnarar á vegum ríkisstjórna, hvar í
veröldinni sem þeir starfa hverju sinni,
hafa höfuðstöðvar sínar í sendiráði síns
eigin ríkis. Þetta þýðir þó ekki að allir
erlendir sendimenn séu njósnarar í
þrengsta skilningi þess orðs, það er,
Sendiráð Sovétríkjanna við Garðastræti.
starfsmenn leyniþjónustu eða þess háttar
stofnunar. Hins vegar nota leyniþjónust-
ur venjulega sendiráð lands síns til
njósnastarfsemi, ef þær telja sig þurfa.
Margir hafa orðið til að gagnrýna það
sem þeir kalla andvaraleysi íslenskra
stjórnvalda gagnvart hugsanlegri erlendri
njósnastarfsemi hér á landi. fslensk
stjórnvöld eru þó ekki svo alfarið úti að
aka í þessum efnum eins og margir halda.
Yfirvöld eru ekki endilega að auglýsa
þær varúðarráðstafanir sem eru viðhafð-
ar hverju sinni, ef grunur leikur á að ekki
sé allt með felldu.
Til að mynda hefur ekki farið hátt um
miklar varúðarráðstafanir, sem gerðar
voru á Alþingi fyrir nokkrum árum, þeg-
ar þessari virðulegustu og æðstu stofnun
landsins var færður veglegur postulíns-
vasi að gjöf frá Sovétríkjunum. Vasinn
góði, sem er hinn eigulegasti gripur, þótti
einhverra hluta vegna varhugaverður.
Enda dæmi mörg úr góðum og spennandi
njósnasögum, að hljóðnemar og önnur
galdratól séu falin innan um sakleysisleg
blóm í fallegum postulínsvösum.
Ekki veit höfundur þessarar greinar
um ástæður þess að menn fóru að gruna
vasann veglega um græsku, en ástæða
þótti til að setja hann í rækilega rannsókn
hjá sérfræðingum í slíkum málum. Það
hefur ekki farið hátt, hvort rannsóknir á
60 HEIMSMYND