Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 58

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 58
hrekkur við og verður alveg klumsa og fær engum vörnum við komið. Fer til Styrmis og húðskammar hann fyrir lausmælgi. Svona framkoma er mér ekki eiginleg. Og þetta er eina skiptið sem ég veit til að Styrmir hafi verið lausmáll(!) Ég á gott heimili og hef alltaf fundið sálufélaga í Hönnu og sonum mínum. Þau hafa öll verið mér bakhjarl og innblástur eins og sjá má á verkum mínum. Ég á marga kunningja og vini, en ég er feiminn og hlédrægur að eðlisfari. Það er ekki sérvizka ef þú heldur það. í bréfi til eins vinar míns segi ég meðal annars af gefnu tilefni um þann Matthías sem fáir þekkja: „í raun og veru hef ég alltaf verið einfari, þótt starf mitt hafi gert kröfur til opinberra afskipta. Mér líður bezt innan fjög- urra veggja heima hjá mér, og nú orðið fer ég sjaldan á mannamót. Ég hef mesta hneigð til að skrifa og yrkja og vera einn með hugsunum mínum. Ég er ekki eins félagslyndur og margir halda og kannski á ég ekki heima í flokki með neinum. Samt hef ég sýnt vissa viðleitni til félagslyndis, fremur af nauðsyn en þörf. Hitt er svo annað mál, að ég hef sótt mikinn innblástur, menntun og uppörvun til þeirra fjölmörgu ólíku vina minna, sem ég hef kynnzt um ævina, bæði þeirra sem ég hef skrifað um og annarra. Ég hefði ekki viljað fara á mis við þá reynslu. En ég þykist þó vita að munkarnir í Ettal kunna öðrum mönnum betur að laga þann líkjör sem bragðast. Með líkjör hafa þeir kallazt á gegnum aldirnar. Slíka einveru kann ég að meta og ekki sízt þann sannleika sem þetta fólk hefur verið að reyna að brjóta til mergjar. Ég hef oft þurft að tala við sjálfan mig með þessum hætti. Ástæðan er einfaldlega sú, að skyldurækni hefur alltaf verið minn helzti ókostur. Tillitssemi við aðra hefur oft verið mér fjötur um fót. Sjálfsgagnrýni hefur nagað mig meir en nokkur veit. En ég hef gagnrýnt aðra minna en ég hefði átt að gera.“ Þegar ég horfi um öxl til æsku minnar sé ég hana ávallt innan hrings í Vesturbænum. Allt sem er fínt og fallegt og á að vera sterkt í náttúrunni er bogið eða ávalt. Stytzta leiðin á jörðinni er aldrei bein, heldur bogin. Og allt sem er sterkt er kúpt, jörðin sjálf, sólin, hauskúpan, konubrjóst! Allt sem er kantað er veikt, það vissu Rómverjar þegar þeir byggðu Kólosseum, sem enn stendur og vex inn í eilífðina eins og sumir listamenn. Það eru vondir listamenn! Góður listamaður hugsar mjúkt og bogið og ávalt: Þess vegna eru góðir listamenn svo oft mis- skildir. Sú ferhyrnda hugsun er kröfuharður keppinautur við mýkt og mjúkar línur. Hún er hugsun hörkunnar og hversdags- leikans. Það er alltof mikað af kantaðri hugsun. Hún er forsenda fordóma og óbilgirni og árásarhneigðar. Forsenda þessarar brothættu veraldar. Ástin er aftur á móti sú bogna lína. Það hefði verið óhugsandi að Steinn yrkti um að hann gengi í ferhyrning í kringum allt sem er. Og það er engin tilviljun þegar hann segir í lok þessa dýrðlega ástarkvæðis: Og innan þessa hrings er veröld þín. Auðvitað var hún þar! Hann talar líka um hina íbjúgu veröld í Söknuði, hlýja og góða veröld minninganna, en hið hvíta blóm dauðans vex á horn- réttum fleti í Tímanum og vatninu og þar rignir gegnsæjum teningum við ragnarök. Mitt hreiður var svona hringur, þrátt fyrir allt. Og allt. Svona kúpt veröld úr stráum. Sterkari en öll sú ferkantaða hugsun sem að henni sótti. Fannst mér þá. Og þykir enn. Veit að guð hugsar í bognum línum, þessi eilífa hringrás tilverunn- ar. Hönnuður mýktar og fegurðar. Hönnuður beinnar línu ferhyrndrar hugsunar, þessa sjókalda húmors sem er inn- byggður í horn nashyrningsins þegar hann æðir beint af aug- um. Já, alltaf beint af augum, auðvitað. Þinn einlœgur, Matthías. TT ,, , 2. nóvember, 1986. Herais min. Eftir á að hyggja tel ég ekki úr vegi að senda þér enn eitt bréfkorn, ef það mætti verða til þess að skýra enn frekar hvað fyrir mér vakir þegar ég þarf að svara jafn umfangsmiklum spurningum og þeim, sem þú hefur lagt fyrir mig. Ég minntist á Þórberg. Hann var síður en svo áhugalaus um það sem hann átti, til að mynda bækurnar í Unnskiptingastof- unni. En hann þjáðist sízt af öllu af græðgi umfram nauðsyn. Ég er ekki að mæla henni bót, en ef menn komast í álnir með heiðarlegum hætti, öfundast ég ekki yfir því. Ég tel eins og stjórnarskrá íslands, að það megi skerða eignarréttinn, ef það liggur klárt fyrir, að almannaheill krefjist, en ég treysti ekki stjórnmálamönnum að fara með svo viðkvæmt mál, þótt það sé eitt helzta viðfangsefni þeirra. Eignarrétturinn er og á að vera friðhelgur, þótt samfélagið hafi orðið ásátt um að skerða hann til framfærslu þeirra, sem hafa orðið undir í lífinu og kunna ekki að sjá sjálfum sér og sínum farboða. En að öðru leyti vil ég og krefst, að menn virði eignarréttinn. Þess vegna vil ég ekki eins og Hannes Hólmsteinn gefa einhverjum út- gerðarmönnum, sem hafa stundað sjó með misjöfnum árangri, fiskimiðin við ísland, sem við fengum öll í okkar hlut eftir harða baráttu og eigum öll sameiginlega. Ég læt hvorki Locke, Nozick, Hannes Hólmstein né aðra segja mér fyrir um það, hver á að eiga fiskimiðin, sem ég sem íslendingur á eignaraðild að, og engin kenning eða kenningameistarar geta frá mér tekið. Hitt er annað mál, að einstaklingar geta sótt meiri arð á miðin en væru þau þjóðnýtt. Ég trúi því til að mynda með Kristjáni Ragnarssyni, að dugmiklum sjósóknurum sé bezt treystandi til að breyta fiskinum okkar í verðmæti, sem við þurfum á að halda. Ég held raunar, að bæði Jónas H. Haralz og Hannes Hólmsteinn Gissurarson séu sammála mér í því, hvað sem líður hugsjónum þeirra að öðru leyti, að ég hafi sem eignaraðili að miðunum mest upp úr því að duglegir og útsjón- arsamir sjómenn og útvegsmenn fái sem frjálsastan aðgang að nýtingu miðanna, en þó með einhverri stjórnun eða skipulagi eins og gefur auga leið. Ég er einnig þeirrar skoðunar, að bezt fari á verkaskiptingu í sjávarútvegi eins og öðrum greinum og tel að skjólstæðingar Kristjáns Ragnarssonar eigi að sjá um sinn hluta en vinnslustöðvar Friðriks Pálssonar að nýta það hráefni, sem þær hafa efni á að kaupa, á eins hagkvæman hátt og unnt er. Lýðræðislegasta leiðin væri sú, að öllum íslending- um væru send hlutabréf í fiskimiðunum og þau rekin eins og almenningshlutafélög. Þannig ætti að sjálfsögðu einnig að reka stór fyrirtæki á vegum ríkisins svo að fólk hefði einhvern áhuga á því, hvernig auðlindir landsins eru nýttar og hvaða arð það fengi sent árlega vegna starfseminnar. Þá fengju fyrirtækin nauðsynlegt aðhald og við færum að velta rekstrinum fyrir okkur með öðrum hætti en áður. Þetta var einhvern tíma kallað auðjöfnun upp á við. En nú alþýðukapítalismi eða eitthvað í þá átt. Nei, íslenzka þjóðin á þessi fiskimið. Hún á hafsvæðin umhverfis landið. Þau eru sameign hennar. Það er ekki síður tilfinninga- og þjóðernismál en spurning um eignarrétt. Nú er það hlutskipti okkar allra að nýta fiskimiðin á sem arðvænleg- astan hátt. Þessari þjóð, sem með sameiginlegu átaki rak Breta og aðra rányrkjumenn af höndum sér með aðferðum, sem gerðu andstæðingana orðlausa og voru öðrum þjóðum hvatn- ing í sjálfstæðisbaráttu þeirra, ætti að vera trúandi til þess. Hver á lýðveldið ísland? Það er heilög eign okkar allra sem enginn íslendingur getur gert sérstakt tilkall til, þótt sumir telji sig betri íslendinga en aðra. Þjóðin á Þórsgötu 1 er liðin saga. Við skulum ekki fara að endurvekja hana í nýrri mynd. Hún var svo ömurlegur þáttur í ærslasögu æsku minnar. Og af- kvæmi kalda stríðsins. 58 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.