Heimsmynd - 01.12.1986, Síða 113

Heimsmynd - 01.12.1986, Síða 113
hlykkjum. Hún á að hafa hart hárstrý, kolsvart og kleprótt, sem nær ofan fyrir kjaft, en tvær skögultennur ná ofan fyrir höku. Hin samvöxnu sex eyru ná ofan á læri og eru sauðgrá, hökuskeggið er útbí- að í mjólk, hendurnar kolsvartar og stór- ar eins og kálfskrof. Ærið er hún rass- breið, með háa lærleggi, en ekki mundi hún þykja öklamjór svanni né kálfarnir neitt augnagaman." Eins og raunin hefur að líkindum verið með jólaköttinn er aðaliðja Grýlu að afla sér einhvers í óseðjandi magann. Og helst eru það óþægu börnin sem hún leggur sér til munns: En ef þau iðni stunda og eru þekk og hlýðin, fœlist fúla Grýla, fœr hún aldrei góð börn. Pað skal ósagt látið hér að nútímabörn séu orðin svo þæg að Grýla hvíli einhvers staðar skinin beinin á víðavangi soltin til bana. Nægir að minna á það að áður hafa komið upp sögusagnir um að Grýla væri dauð sem síðar reyndust rangar: Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum, segir í gömlu kvæði. Og í öðru nýrra eftir Pétur Gunnarsson: Nú er hún Grýla dauð. Hún gafst upp á að róla sér á róluvöllunum. Pað er vafasamt að treysta því að Grýla sé horfin þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir henni á undanförnum árum. Ein skýringin á undanhaldi Grýlu, önnur en að börn séu orðin svo þæg, er að hún hafi orðið að láta undan síga fyrir öðrum og sterkari vættum nútímans. Regína, fimm ára, bendir í bókinni Börn eru líka fólk á að: „Súpermann er sterkari en risi.“ Og stöðugt bætist í þennan nýja vætta- hóp. Eitt af óskaleikföngum barnanna fýrir þessi jólin er eitthvað úr leikafanga- kerfinu Masters of the Universe. Þar eru karlar sem heita He Man, Skeletor, Beast Man og bera nöfn með rentu. Þegar Hannes, sex ára, var beðinn um að lýsa Beast Man, sagði hann: „Það er svona kall. Hann er alveg eins og dýr eða svo- leiðis. Og hann er loðinn, rauður.“ Getur Grýla nokkurn tíma orðið svona barni áhyggjuefni? Við byrjuðum á fögrum einföldum jólaminningum. Kertum sem brunnu bjart í lágum snúð og spilastokk. Þetta hefur verið leyst af með rafmagnsljósum og einhverju fjarstýrðu. Gömlu óvætt- irnir eru orðnir meinlausari og jóla- sveinarnir, synir Grýlu og Leppalúða, sem eitt sinn voru rustamenni og sem um var ort: „Af þeim eru jólasveinar jötnar á hœð, öll er þessi illskuþjóðin ungbörnum skæð.“ Þeir eru orðnir miðaldra, söngglöð ljúfmenni í rauðum fötum sem gauka að börnum dálítið mygluðu konfekti í plastpoka í lok jólaballanna. Eiga ljóðskáld tuttugustu og fyrstu aldarinnar eftir að fella þá minningu í fagran skáldskap? HEIMSMYND 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.