Heimsmynd - 01.12.1986, Page 82

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 82
ÉDOUARD MANET Le déjeuner a l'atelier. 1868. MATUR ÞRUMAÐ A ÞRÁREIPUM Um stödugt át Loðvíks XIV, svall- veislur til forna og matarvenjur á okkar dögum eftir Jóhönnu Sveinsdóttur í endurminningum franska rithöfund- arins Saint-Simon, Memoires 1694-1725, er lítt lystaukandi lýsing á krufningu líks Loðvíks sólkonungs XIV. Er læknarnir höfðu rist sólkonunginn á hol í leit að jarteiknum ultu viðstöðulaust út um borð og bekki þarmar tvöfalt lengri og sverari en vísitöluþarmar. Þá skildu þeir betur hvers vegna hann hafði getað látið mat- málstímana renna saman í eitt. Mágkona Loðvíks, Elisabeth Char- lotte af Pfals, hertogaynja af Orléans, lýsti svo dæmigerðum málsverði þessa matmanns í bréfi til vinkonu sinnar: Fyrst slafrar hann í sig fjórar tegundir súpu úr sérhönnuðum súpuskálum á stærð við meðalmundlaug, næst sporð- rennir hann heilum fasana, sykurhjúpuð- um með fjólurótarsósu, þá akurhænu með moskussósu (á þeim tíma var í tísku að úða ilmvötnum á matinn eða nota þau í sósur), síðan hverfur ofan í hann salat- skammtur á stærð við heysátu, þá tvær vænar skinkusneiðar, hvítlaukskryddað kindakjöt í ávaxtahlaupi, skjálfandi búð- ingur, ávextir og að lokum harðsoðin egg til að hreinsa tennurnar. Já, líkaminn getur aðlagað sig ótrúleg- ustu matarvenjum, afskræmst í ótrúleg- ustu myndir, eins og þarmar lengjast og gildna við óhófsát og lifur drykkju- mannsins sýgur í sig og þrútnar eins og Johnson baby-svampur. Lýsingin hér að ofan er eitt dæmi af legíó sem sýna vel tengsl mataræðis og lífsvenja. „í sveita þíns andlitis skaltu eta brauð þitt,“ sagði Drottinn við Adam í refsingarskyni fyrir að hafa framið erfðasyndina Síðan máttu Adamssynirnir og Evu- dæturnar svitna við brauðstrit sitt fram eftir öldum. Smám saman urðu þau svo loðnari um lófana og eftir því sem vald peninganna missti tök sín á búksorg- unum fór mannkynið að þróa með sér hvers kyns nautnir í neyslu matar og drykkjar, Nú verður staðnæmst hér og þar í þeirri þróun, allt frá því að hinar nægju- sömu Hómershetjur í Grikklandi hinu forna slöfruðu í sig blóðsúpu, þar til að því rak að franski aðallinn á tímum sól- konungsins stytti sér stundir við nautna- legan lúxus í iðjuleysi sínu, og fram á þessa öld að neysluvenjur fólks fara loks að einfaldast á nýjan leik. Sönn matargerðarlist hefst með sið- menningunni og þróun hennar. Hetjur Hómers við múra Tróju voru miklar 82 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.