Heimsmynd - 01.12.1986, Page 76

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 76
Rourke í Rumble Fish. Það var fyrsta stóra hlutverkið hans og án efa það besta fram að þeim tíma. Hann öðlað- ist viðurkenningu sem ungur leikari með mikla hæfileika. Svipbrigðin og þögult látbragðið eru mörgum minnis- stæð. Við undirbúning hlutverks síns í The Year ofthe Dragon leitaði Rourke uppi fyrirmyndina, lögguna og uppgjafahermanninn Stanley White og fylgdi honum á eftir við lausn morðmála. Mickey Rourke í hlutverki Stanley White í The Year of the Dragon. mann og fylgdi honum eftir að störfum við lausn morðmála. í þessari mynd sýndi Mickey Rourke alveg nýja hlið á sér. En flestum sem sáu myndina ber saman um að honum hafi tekist stórvel upp. Því miður var þessi mynd rökkuð niður af bandarískum gagnrýnendum. Myndin var rangtúlkuð og misskilin í þá veru að hún væri full af kynþáttafordóm- um þar sem kínverska mafían var uppi- staðan. Cimino er öllu vanur en Rourke varð æfur og sagði í samtali hér í París: „Hatrið sem Cimino býr við í Bandaríkj- unum er með ólíkindum. Fólk hefur ekki hugmynd um hvernig gera á kvikmynd en er svo stútfullt af gagnrýni og ljótu orðbragði. Cimino sagði mér að hlusta ekki á það en ég get ekki annað og er mjög reiður út af þessu. Cimino er einn af snillingum kvikmyndaheimsins nú og þessir fávitar sem skrifa gagnrýni í blöðin voga sér að benda honum á að fá sér annað starf, til dæmis að keyra strætó. Ég hata ameríska blaðamenn og myndi ekki yrða á þá nema ef það kæmi Cimino að gagni.“ Mickey Rourke hefur mikla trú á fyrr- nefndum leikstjóra og vonast eftir að fá hlutverk í annarri mynd hjá honum. Samband þeirra er mjög sérstætt og það kemur fram í útkomunni á hvíta tjaldinu hvað sem einhverjir gagnrýnendur segja. Það má vel ímynda sérað vinátta þeirra beri svipaðan ávöxt og vinátta stórleik- arans Robert De Niro og leikstjórans Scorsese sem gert hafa margar frægar myndir saman, þar á meðal Taxi Dríver og Raging Bull. En hvað segir Cimino um Mickey Ro- urke sem leikara: „Hann hefur persónu- töfra, rödd og mjög sérstakt bros sem er ekki aðeins aðlaðandi heldur ómótstæði- legt.“ Allt þetta kom fram í mynd sem var frumsýnd fyrr á árinu 9 og V2 vika. Á meðan Rourke býður eftir nýju hlut- verki hjá Cimino er hann að leika í kvik- mynd á móti Robert De Niro og Char- lotte Rampling. Sú mynd heitir Angel Heart og er leikstýrt af Alan Parker sem leikstýrði Midnight Express og Birdy. Hvað Cimino viðvíkur hefur hann komið auga á annan karlleikara í bili, sem er yngri en Rourke ef ekki jafn töfrandi. Pað er Christophe Lambert, sem nú leikur í myndinni The Sicilian. Þar er hann í hlutverki ítalsks glæpa- manns, Salvatore Guiliano, sem þrátt fyrir allt hefur gullhjarta. Tökur hafa staðið yfir á Sikiley síðan í sumar og líklegt er að útkoma myndarinnar tryggi honum endanlega heimsfrægð. Á meðan Ameríkaninn Mickey Rourke horfir vongóður til evrópskra leikstjóra eygir Christophe Lambert hinn franski sín tækifæri í Bandaríkjunum. Frami Christophe Lambert hefur verið skjótur. Ferill hans hófst í Bandaríkjun- um í hlutverki Tarsan í Graystoke, sem 76 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.