Heimsmynd - 01.10.1990, Page 26
OKTÓBER
EF
Pálmi Gestssonjeikari, hefði ekki fæðst í Bolungarvík þann 2. október
árið 1957 hvar hefði hann þá viljað fæðast?
„Á Folafæti undir Hesti í Isafjarðardjúpi.“
Hvers vegna?
„Paðan er ég ættaður og þar riðu menn eins og Þorgeir Haraldsson og
Þormóður Kolbrúnarskáld um héruð til forna. Með þeim hefði ég vilj-
að vera í klíku.“
Hvaða persóna myndir þú helst vilja vera?
„Jóakim frændi, þessi ríki í Andrési Önd.“
Á hvaða tíma í sögunni hefðir þú helst viljað vera uppi?
„Víkingaöldinni, að höggva mann og annan, það hlýtur að hafa verið
skemmtilegt.“
Hverjum vildir þú helst líkjast í útliti?
„Honum afa mínum, Sigurgeiri Sigurðssyni. Hann er níræður og lítur
út eins og unglingur.“
En innræti?
„Móður minni, Sigurborgu Sigurðardóttur.“
Hvaða kvenmaður í sögunni heillar þig mest?
„Ætli ég segi ekki Þuríður sundafyllir, landnámskona í Bolungarvík.“
Hvernig fatnaði viltu helst klæðast?
„Þó margur klæðnaður í sögunni höfði til mín þá hentar mér best fal-
legur slitþolinn fatnaður.“
Hvernig húsgögn viltu hafa í kringum þig?
„Legubekki af öllum stærðum og gerðum."
Hvernig slapparðu af?
„Mér finnst best að slappa af í góðum reiðtúr í fallegu veðri eða í
göngutúr með tíkinni minni henni Dimmu og síðast en ekki síst í fangi
fjölskyldunnar, hjá Dóru Björk og Hannesi.“
Hver er besta bókin sem þú hefur lesið?
„Heimsljós eftir Halldór Laxness er sú bók sem stendur upp úr en fast
á hæla hennar kemur Gróður jarðar eftir Knud Hamsund.
Hvert er besta leikritið sem þú hefur séð?
„Um þessar mundir er það Örfá sæti laus með Spaugstofunni. Sú sýn-
ing sem mest áhrif hefur haft á mig er þó ef-
laust Sölumaður deyr.“
Hver er eftirminnilegasta kvikmynd sem þú
hefur séð?
„Þær eru nú svo margar góðar en ætli mynd-
in Midnight Express hafi ekki haft mest
áhrif á mig.“
Hvaða matur flnnst þér bestur?
„Mér þykir allur matur góður. Ég myndi
ekki slá hendinni á móti saltkjöti og baun-
um. Síðan er það vitanlega jólamaturinn,
pekingönd.“
Hverju sérðu mest eftir?
„Ég sé ekki eftir neinu.“
Hvaða hlut vildir þú helst eignast?
„Ég vildi eiga Höfða og helst flytja
þangað inn á morgun.“
Hverjir eru helstu veikleikar þínir?
„Þeir eru nú eflaust þó nokkrir. Til
dæmis mikil matarást og það hvað mér
þykir leiðinlegt að fara að sofa á
kvöldin og síðan að vakna þegar ég er
loksins sofnaður."
Er eitthvað í fari þínu sem þú ert sér-
lega sáttur við?
„Já, ég tel mig tiltölulega sanngjar-
nan og víðsýnan og hafa sterka rétt-
lætiskennd."
En ósáttur?
„Það hvað ég get verið tilætlunarsamur.“
Hver er ánægjulegasta stundin í lífi þínu?
„Gleðilegasta stundin í lífi mínu var þegar ég eignaðist börnin mín
tvö, Gest Kolbein og Birnu Hjaltalín. Þetta er eflaust ansi hefðbundið
svar en engu að síður satt.“
Við hvað ertu hræddur?
„Myrkrið, myrkraverk og Saddam Hussein.“D
VOGIN
Vogin er merki
októbermánaðar (23.
september til 22. októ-
ber). Vogin er í eðli
sínu opin og jákvæð.
Hún er að öllu jöfnu
róleg og þægileg í um-
gengni en tekur samt
sem áður frumkvæði,
sérstaklega í málum er
varða félagslega og
hugmyndafræðilega
þætti. Að sögn Gunn-
laugs Guðmundssonar
stjörnuspekings er
skapferli vogarinnar
best lýst með orðum
eins og ljúf, þægileg,
fáguð, kurteis og mild.
Vogin er merki sam-
vinnu. Hún á senni-
lega erfiðara með að
þola einveru en nokk-
urt annað merki. Þörf
hennar fyrir samstarf
og yfirvegun gerir það
að verkum að hún
reynir að vera þægileg
við alla.
Vogin er rómantísk
í ástum. Umhverfi
ástarleikja þarf því að
vera aðlaðandi. Kerta-
ljós, tónlist, góður ilm-
ur, fegurð og mýkt
þurfa að vera til stað-
ar. Þá skipta upp-
byggilegar samræður
einnig miklu.
Vogin hefur sterka
réttlætiskennd. Hún
vill vera réttlát og taka
mið af ólíkum sjónar-
hornum áður en
ákvörðun er tekin.
Hún veltir því hverju
máli vel og vandlega
fyrir sér og er fyrir vik-
ið oft lengi að taka
ákvarðanir. Það þýðir
lítið að ætla sér að
reka á eftir voginni,
hún þarf sinn tíma.
Þekktir einstakling-
ar fæddir í vogarmerk-
inu: Friðrik Sóphus-
son, Svava Jakobs-
dóttir, Parísarbúarnir
Albert Guðmundsson
og Helga Björnsson,
Jóhanna Sigurðardótt-
ir, Kristín Halldórs-
dóttir og John Lenn-
on.D
26 HEIMSMYND