Heimsmynd - 01.10.1992, Page 12

Heimsmynd - 01.10.1992, Page 12
[ 10 SÓLON ÍSLANDUS Kreppan virðist hitta fólk ærið misjafnlega fyrir eins og gengur og gerist og áfengisneysla stendur til dæmis í miklum blóma. Þeir eru einnig æ fleiri sem að sjá sinn hag í því að hjálpa fólki að hella sig fullt með því að finna réttu stemmninguna. Þannig hefur bæst við enn einn skemmti- staðurinn í hjarta bæjarins nefni- lega Sólon íslandus á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Sá er þó ekki bara skemmtistaður því að á neðri hæð hússins verður kaffihús þar sem verða fram bornir léttir réttir og á veggjunum gefur að líta valin sýnishorn úr íslenskri myndlist. Efri hæðin verður griðastaður jazzunnenda og jafnvel mun vera í bígerð að bjóða upp á klassíska tónlist. Hommar og lesbíur leita sér einnig að skemmtistað síðan Moulin Rouge í kjallara keisarans dó drottni sínum en í þessu húsnæði hafa skemmtistaðir jafnan haft ríka tilhneigingu til þess að klessukeyra sig eða gufa upp hverju sem um er að kenna. Aftur í gamla stíllnn Veitingahúsið Torfan er eitt af fyrstu veitingahúsunum sem spruttu upp í kringum 1980 og ollu straumhvörfum í veitingahúsalífi hér á landi. Aður þótti munaður að fara út á veitingahús, fólk klæddi sig uppá og fór út að borða af sérstöku tilefni. Nú er öldin önnur. Reykjavík er full af ólíkum veitingahúsum og mörg þeirra skipta ört um eigendur. Nú hafa nýir eigendur tekið við Torfunni, tvær ungar konur með ferskar hugmyndir sem bera sterkar taugar til hússins en önnur þeirra rak Gallerí Langbrók ásamt fleirum á upphafsárum Torfunnar. Steinunn Bergsteinsdóttir og Anna S. Jóhannesdóttir hafa nefnt Torfuna upp á nýtt og fundu nafnið Búmannsklukkan. „Við erum með margar gamlar klukkur þarna inni og þær eru allar klukkutíma á undan. Hér áður fyrr stilltu bændur klukkurnar sínar of fljótt, einum til tveimur tímum á undan, til að nýta birtuna sem best. Þá var talað um búmannsklukkur og þessi siður var víðar við lýði, til dæmis um Evrópu alla en þar er klukkunni enn flýtt á vorin. Á Búmannsklukkunni hefur gamli stíllinn verið hafinn til vegs og virðingar. Veggirnir eru málaðir í ljósum ferskjulit, gamaldags blúndugardínur eru fyrir gluggum og öll húsgögnin eru frá því um aldamót eða eldri. Eitthvað við andrúmsloftið minnir örlítið á kvikmyndina Gestaboð Babette. Kannski er það svartklædd þjónustustúlkan eða íburðarmiklir fiskréttirnir, stífhvítir dúkar og gömul gólf. Það er a.m.k. enginn pastablær yfir þessum stað, engin Memphisáhrif og í raun afar fátt sem minnir á nútímann ef litið er framhjá klæðnaði gestanna. „Ég þoli ekki þegar fólk svarar: Ég veit ekki. Þau þrjú orð eru ekki til í mínum orðaforða og ég held að hann sé eins,“ segir Virginia Kelley húsmóðir í Hot Springs, Arkansas um son sinn Bill Clinton. Hún fullvissar fjölmiðla um að sonur sinn sé góður maður og að bandarískir blökkumenn hafi aldrei átt annan eins málsvara í forsetakosningum og nú. Bill, sem er fæddur 19. ágúst 1946, er sonur Virginiu og Williams Jefferson Blythe III, ferðasölumanns en hann dó í bílslysi áður en Bill fæddist. Virgina skyldi barnungan son sinn eftir í umsjá foreldra sinna til að geta aflað sér menntunar í hjúkrun. Hún lauk námi þegar Bill litli var fjögurra ára og hafði þá gengið að eiga Roger Clinton bílasala. Hann ættleiddi Bill en hjónin eignuðust síðan soninn Roger yngri þegar Bill var tíu ára. Roger var drykkjusjúklingar og fjöl- skyldan átti erfiða daga. En að sögn Virginu var Bill litli duglegur, námsfús og réttsýnn frá unga aldri. Móðir Clintons er 69 ára. Hún gengur í kúrekastígvélum með kögri, er með fölsk aunahár og með hring á hverjum fingri. Hún hefur séð á eftir þremur eiginmönnum f gröfina, fjórum ef Roger Clinton er talinn tvi- svar því hún giftist honum aftur rétt áður en hann dó úr krabbameini. Núverandi eigin- maður hennar er Richard Kelley. Því hefur verið fleygt í kosningaslagnum nú að barátta þeirra Bush og Clintons minni á Lee og Grant úr þrælastríðinu. Lee var tákn íhaldsaflanna og Grant hins nýja tíma. Bush er fulltrúi kynslóðar seinni heimsstyrjaldarinnar en Clinton er afkvæmi nútímans, Víetnams, erfiðs hjónabands, konu á framabraut og mömmu í kúrekastígvélum. ÓVENJUMARGAR SKÁLDSÖGUR EFTIR KONUR Óvenjumargar skáldsögur eftir konur verða í jólabókaflóðinu nú: Bókin Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur, ffamtíðarskáldsögan Júlía eftir Þórunni Valdemarsdóttur, skáldsagan, Svartir brúðarkjólar eftir Kristínu Ómarsdóttur auk viðtalsbókar eftir Berglindi Gunnarsdóttur við Allsherjargoðann Sveinbjörn Beinteinsson. SIGRÚN BJARTSÝN Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, sem hlaut nýlega Bjartsýnisverðlaun Bröstes, sendir frá sér geisladisk fyrir jólin ásamt Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara og inniheldur hann tuttugu íslensk lög sem Atli Heimir Sveinsson útsetti sérstaklega fyrir þær stöllur. Meðal annarra laga á plötunni má finna: Eg lít í anda lifina tífi, A sprengisandi og Eg bifi að heilsa. HEIMS 12 MYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.