Heimsmynd - 01.10.1992, Page 14

Heimsmynd - 01.10.1992, Page 14
4 ^ ^ 'fH ^ C %' íl ^ ^ \ ^ J Hið óborganlega par: Steinunn Ólína og Jóhann í hlutverkum Elísu ogprófessorsins. JÓLASMELLUR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Henrý og Elísa ganga aftur á fjölum Þjóðleikhússins Jólaleikrit Þjóðleikhússins verður að þessu sinni söngleikurinn My Fair Lady en æfingar hefjast nú í október og áætlað er að frumsýna á annan í jólum. Leikritið var áður sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir þrjátíu árum. I aðalhlutverkum verða Jóhann Sigurðarson leikari og söngvari og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en þau fóru sem kunnugt er einnig með aðalhlutverkin saman í Söngvaseið sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir tæplega tveimur árum í leikstjórn Benedikts Arnasonar. Guðjón Pedersen Þríeykið Hafliði Arngrímsson, Guðjón Pedersen og Grétar Reynisson, sem hlaut Menningarverðlaun DV í fýrra fyrir túlkun sína á Rómeó og Júlíu á fjölum Þjóðleikhússins mun láta ljós sitt skína í Borgarleikhúsinu í vetur, nú með uppfærslu á leikritinu, Strœtið eftir Jim Cartwright og er áætlað að frumsýna 8. október í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. í samtali við HEIMSMYND sagði Guðjón Pedersen: „í leikritinu fær áhorfandinn að skyggnast inn í líf íbúa í fátæktarhverfi á Norður-Bretlandi þar sem mikið atvinnuleysi og vonleysi er ríkjandi en höfund- ur leikritsins, Jim Cartwright, er einmitt alinn upp í Lancashire. Það er sögumaður sem leikinn er af Ingvari E. Sigurðssyni sem leiðir áhorfandann um skuggaveröld hverfisins og áhorfandinn fær innsýn í gleði, sorgir og mannlega niðurlægingu þeirra sem þar búa. Leikritið er ekki neinn félagsmálapakki. Höfundur gæðir persónurnar lífi og gefur þeim öllum von, síðast en ekki síst dregur hann upp fyndnar hliðar á þessu sérstæða samfélagi og það er ekki síst kímnigáfan sem þarf að skila sér í uppfærslunni annars hefur okkur mistekist.“ Nú hefúr þetta verk verið sýnt mjög víða við góðar undirtektír. Mega áhorfendur eiga von á að þið þrír sem hafið skapað ykkur sérstakan leikhússtíl farið nýjar leiðir í þessari uppfærslu? „I öllum uppfærslum er að sjálfsögðu sterkur samnefnari eða rauður þráður en ég held að verkið bjóði upp á það að hver fari sínar eigin leiðir þannig að ég held að ég verði að svara þessu játandi." Nú fjallar þetta leikrit eins og áður er sagt um kreppu, niðurlægingu og vonleysi; er það valið með hliðsjón af þjóðfélagsástandinu, einskonar tilbrigði við söngleikjastef leikhús- anna sem einnig hefúr verið kennt við kreppu? „Þjóðfélagið er að taka gífurlegum breytingum frá því jafna og stöðuga ástandi sem hefur verið ríkjandi nú til fjöldamargra ára og það kreppir að hjá öllum, ekki síst hjá leikhúsfólki en við erum ekki undanþegin þeirri staðreynd að það er erfitt að láta enda ná saman. Þá er gaman að hugsa um fólk sem þekkir kreppu og samdrátt ekki síst ef það fæðist í fátækt. En þetta verk er þó ekki raun- sæisverk í hefðbundnum skilningi sem er afskaplega þungur í vöfum. Þetta leikrit sýnir skoplegri hliðina á málinu líka.“ Fegursta sýning veraldar Þeir sem eiga leið til New York á næstu mánuðum ættu að huga að sýningu á verkum Henri Matisse sem stendur til 12. janúar, 1993 í Museum of Modern Art. Þarna eru til sýnis yfir 400 verk, þar af 275 málverk, 50 klippimyndir, höggmyndir og teikningar meistarans en þessi sýning er einstök og fer ekki víðar. Henri Matisse (1869-1954) er einn af merkustu málurum 20. aldarinnar og frumkvöðull fauvismans (1905) en Jón Stefánsson var nemandi hans. Matisse hefur stundum verið nefndur lífs- nautnamaður nútímamyndlistar. En mikil þversögn þótti einkenna smáborgaralegt líf hans annars vegar og hina litríku, stórkostlegu list hins vegar. Listfræðingurinn Flam heldur því fram að Matisse hafi átt í nánu sambandi við fyrirsætur sínar og verkin endurspegli djúpar ástríður. Sýningin í MoMA er sú viðamesta sem haldin hefur verið á verkum Matisse, sem Newsweek segir að hafi málað á sama hátt og Guð skapaði blómin. Hjákona og magnolíublóm, 1924. Náið samband? HEIMS 14 MYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.