Heimsmynd - 01.10.1992, Page 20

Heimsmynd - 01.10.1992, Page 20
tæki sem annars vegar búa yfir sérþekkingu sem íslenskt hagkerfi er ríkara af en önnur hagkerfi og hins vegar fyrirtæki á sviði innflutnings eða þróunar nýrrar framleiðslutækni. Niðurstaðan er fyrirtæki annars vegar á sviði sjávarútvegs og hins vegar á sviði hátækni, einkum líf- og tölvutækni. Nýsköpunarvænlegri fyrirtækjatengsl má finna með því að kanna tengsl sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja í eftirtöldum at- vinnugreinum: rafmagnsvöru- og tækjagerð og viðgerð (370), smíði og viðgerð vísinda- og mælitækja (391), tölvuþjónustu, forritun og hugbúnaðarstarfsemi (atvinnugrein númer 848), málmsmíði, málm- vörugerð og vélsmiðjur (350), skipasmíði og viðgerðir (381), kaðla-, línu-, færa-, tauma- og netagerð (233) og loks sápugerð, lyfjagerð, kemísk framleiðsla (319). I atvinnugreinum 370 og 391 eru aðeins tvö fyrirtæki í rannsókn- inni, það er D.N.G. og Marel. Marel hefur fleiri tengingar en D.N.G. Fyrirtækið Marel tengist fyrirtækjunum D.N.G., GKS, Hagvirki, Miklagarði hf. Samskipum, Sjóvá-Almennum tryggingum og Smjör- líki. Ekkert þessara fyrirtækja er sjávarútvegsfyrirtæki. D.N.G. hefur aðeins eina tengingu við sjávarútvegsfyrirtæki þar sem það tengist fisk- vinnslugeiranum gegnum Granda. ÁJramhaldandi stöðnun Niðurstaðan af vangaveltunum hér að ofan um framtíð íslensks efnahagslífs er því að efnahagsþróunin muni öðru fremur byggjast á aukinni frystitogara- og djúphafstogaravæðingu. Sú þróun mun að öllu óbreyttu leiða til vaxandi samfélagslegra átaka. Um leið og fisk- vinnslan flyst í auknum mæli út á sjó með aukinni sjálfvirkni í vinnslu fisks eykst atvinnuleysi verulega I sjávarútvegi. Ofan á þennan vanda bætist að árlega koma 3.000 nýir einstaklingar inn á markaðinn, en á undanförnum árum hefur störfum fækkað. Vanþróun nýsköpunar- kerfisins verður til þess að flótti menntafólks úr landi verður viðvar- andi, en hann er þegar hafinn. Aðild að EES mun skipta miklu máli fyrir þetta fólk. Hins vegar mun EES-aðild skipta litlu máli fyrir ís- lenskan iðnað því samkeppnishæfni hans er lítil samanborið við iðnað nágrannalandanna, sem byggir á öflugum nýsköpunarkerfum.H í atvinnugrein 350 eru fjögur fyrirtæki í úrtaki rannsóknarinnar. Þrjú þeirra tengjast sjávarútvegsfyr- irtækjum I gegnum aðalstjórnir þeirra. Þannig tengist Oddi véla- smiðja Útgerðarfélagi Akureyringa og Otgerðarfélagi Dalvíkinga. Vél- smiðja Hornafjarðar tengist út- gerðarfyrirtækjunum Borgey, Eskey og Samstöðu. Auk þess teng- ist hún Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga sem rekur útgerð og fisk- vinnslu auk verslunar. Ofnasmiðj- an tengist fiskvinnslunni Sjófangi. Fyrirtækið Alpan tengist ekki sjáv- arútvegsfyrirtækjum með sama hætti og ofangreindar vélsmiðjur. Af þremur úrtaksfyrirtækjum í skipasmíðum og viðgerðum tengist aðeins eitt aðalstjórnum sjávarút- vegsfyrirtækja, það er Slippstöðin, sem tengist fiskvinnslunni Blika og Otgerðarfélagi Dalvíkinga. Hampiðjan og Nótastöðin eru einu úrtaksfyrirtækin í kaðla- línu-, færa-, tauma- og netagerð. Al þessum tveimur tengist aðeins Nótastöðin sjávarútvegsfyrirtæki í gegnum aðalstjórnir fyrirtækja, það er fiskvinnslunni Haraldi Böðvars- syni og Co. Engin tengsl eru milli aðal- stjórna fyrirtækja í sápugerð, lyfja- gerð, kemískri framleiðslu og sjáv- arútvegi. Af þessari upptalningu má draga þá ályktun að nýsköpunarnet fyrirtækja á Islandi þurfi að b; upp nánast frá grunni. Fjölstjórnamenn með yfirráð yfir 100 eða fleiri ársverkum. Einstaklingur Arsverk í Fjöldi úrtaks- fyrirttekja fyrirttekjum Guðjón B. Ólafsson 181135-3019, Laugarásvegi 20 366,7 8 Indriði Pálsson 4521-2882, Safamýri 16 362,5 5 Halldór H. Jónsson 3589-0718, Ægisíðu 88 331,3 4 Benedikt Sveinsson 310738-3879, Lindarflöt 51 274,4 4 Árni Vilhjálmsson 110532-3509, Hlyngerði 10 214,7 6 Thor Ó. Thors, Lágafelli, Mosfellssv. 199,1 3 Þorvaldur Guðmundsson 091211-4759, Háuhlíð 12 171,5 3 Einar Sveinsson 030448-2789, Bakkaflöt 10 168,4 3 Haraldur Gíslason 250242-3899, Birkihlíð 22 159,9 6 Brynjólfur Bjarnason 180746-3909, Bakkagerði 17 156,5 5 Sigurður Gils Björgvinsson 231143-5649, Keilufelli 22 153,9 3 Haraldur Sumarliðason 020737-2719 150,0 2 Kristján Ragnarsson 220638-4649, Seljugerði 7 108 148,1 3 Gunnar J. Friðriksson 120521-3499, Snekkjuvogi 13 146,7 5 Magnús Gauti Gautason 080850-2989, Suðurbyggð 27 144,3 6 Ásmundur Stefánsson Njörvasundi 38 140,7 2 Hörður Sigurgestsson Skeljatanga 1 140,5 3 Jón Ingvarsson Skildinganesi 38 139,4 2 Grétar B. Kristjánsson 150937-2569, Tungubakka 4 135,8 2 Jóhannes Sigvaldason 260836-2699, Hrafnagilsstræti 22 130,0 2 Hjalti Geir Kristjánsson 4179-5743, Bergstaðastræti 70 128,4 4 Gunnar Sverrir Ragnars 250438-4359, Eikarlundi 26 116,2 3 Jóhann G. Bergþórsson 121243-2299, Vesturvangi 5 113,3 4 Jóhann Óli Guðmundsson 020954-5829, Brekkugerði 6 113,1 2 Sigurður Jóhannesson 021031-2169, Hjarðarlundi 1 109,5 5 Sigurður Markússon 160929-3599, Kjalarlandi 19 108 108,8 3 Valgerður Sverrisdóttir 230350-4939, Lómatjörn 107,3 3 Þórarinn Sigurjónsson 260723-5459, Laugardæium 1 104,0 3 Ragnar Stefán Halldórsson 010929-, Laugarásvegi 12 103,9 2 Þröstur Ólafsson 041039-3109, Bræðraborgarstíg 21B 100,2 3 Arsverk hvers einstaklings eru mœld þannig að upp í fljölda ársverka einstakra fyrirtrekja, sem þeir eru stjómarmenn í, er deilt með fjölda stjómamianna. Stðan eru þau ársverk sem hverjum þeirra tilheyra í öllum fyrirtiekjum þeirra lögð saman. Miðað er vt 'ð fyrirtteki sem em 15 ársverk eða stterri. HEIMS 20 MYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.