Heimsmynd - 01.10.1992, Side 42

Heimsmynd - 01.10.1992, Side 42
eftir Þóru Kristínu Asgeirsdóttur [ m y n d I i s l ] lili „Ég hef lengi haft áhuga á myndlist,” sagði Ríkharður Hördal forvörður í Morkinskinnu í samtali við HEIMSMYND. En Ríkharður var beðinn um að deila uppáhaldsmálverkinu sínu með lesendum blaðsins að þessu sinni. „Ég lauk BA-námi í sögu við háskóla í Kanada og kom upphaflega til landsins sem erlendur námsmaður og styrkþegi við Háskóla Islands, Það fór þó svo að ég ílengdist á Islandi og lauk héðan candmac-prófi í bókmenntum og fór því næst að kenna við fram- haldsskóla. Með kennslunni sótti ég tíma í listasögu hjá Birni Th. Björnssyni og setti það reyndar sem skilyrði í kennslunni að eiga frí á fimmtudögum til að missa ekki þessa tíma. Á fyrirlestrum hjá Birni má segja að áhugi minn á myndlist hafi algerlega tekið við stjórninni og á þeim tíma byrjaði ég að leggja drög að málverkasafni mínu. Fyrstu fyrirlestrarnir hjá Birni sem ég sótti fjölluðu um endur- reisnartímabilið og það er einkum það tímabil sem hefur heillað mig í listasögunni. Ég lét verða af því að fara í pílagrímsför til Flórens á þessum tíma með bókina Líf listamanna eftir Vasare (samtímamann Michelancelos) upp á vasann og sú bók nýttist mér sem fjársjóðskort um borgina og ég lét algerlega heillast og hef komið þangað fimm sinnum síðan, alltaf um vetur þegar ferðamannastraumurinn er í lág- marki. Ahugi minn á myndlist þróaðist hratt eftir þetta og ég innrit- aðist í nám í Kaupmannahöfn þar sem ég lærði til forvarðar og starf- aði eftir það um tíma við viðgerðir á Munksafninu í Ósló en þegar ég kom heim árið 1982 fór ég af stað með fyrirtækið Morkinskinnu. Ein fyrsta myndin sem ég fékk til viðgerðar hér heima var myndin „Frokost ude í den grönne", eftir Jón Stefánsson. Einhverra hluta vegna kemur þessi mynd alltaf upp í hugann þegar ég er spurður hvort ég eigi mér uppáhaldsmynd og ég skal reyna að útskýra hvers HEIMS 42 MYND HEIMSMYND: BONNI

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.