Heimsmynd - 01.10.1992, Síða 61

Heimsmynd - 01.10.1992, Síða 61
Hann gerði tilraun til að myrða hana, reyndi að kyrkja hana og barði þangað til andlitið var eins og blóði vættur svampur. „Þetta var tilraun til man- ndráps. Ef ég hefði ekki verið konan hans, heldur konan úr næstu íbúð þá hefði verið tekið allt öðruvísi á málunum.“ „Maðurinn minn fyrrverandi grét oft undan föður sínum, en það stöðvaði hann ekki í að beita sína eigin fjölskyldu sama harðræði.“ Hvers vegna horfa fjölskylda, vinir og vandamenn upp á fórnarlömbin hverfa aftur til baka inn í vígi ofbeldis- mannsins? „Við tók hrika- leg tilfinningaflækja. Þetta var maðurinn minn. Hvað hafði gerst? Hvað var að honum? Var þetta kannski mér að kenna?“ Ikvennaathvarfið leita ekki aðeins eiginkonur, heldur einnig mæður sem hafa verið barðar af sonum sínum og unglingsstúlkur sem kærastarnir hafa mis- þyrmt hrottalega. Hún er hávaxin og glæsi- leg, virðist ákveðin og horfir beint í augu þess sem hún talar við. Maðurinn sem hún var gift í fimmtán ár misþyrmdi henni. Hann gerði tilraun til að myrða hana, reyndi að kyrkja hana og barði hana þangað til andlitið var eins og blóði vættur svampur. Þegar ná- grannarnir komu að henni frammi á gangi sást ekki í andlit hennar fyrir blóði og allar tennur voru lausar. Þegar hún hafði verið flutt á Borgarspítalann kom í ljós að höfuðkúpan hafði brákast. Foreldrar hennar grétu þegar þeir sáu dóttur sína og þriggja barna móður eftir þessa hrottafengnu meðferð tengdasonarins en ekkert gerðist. Hann sat grátandi í eldhúsinu þegar lögreglan kom á staðinn, íbúðin blóði drifin, rétt eins og dýri hefði verið slátrað. Hún og börnin dvöldu næstu mánuði erlendis, meðan mestu ummerkin í andliti hennar voru að hverfa en mörg ár á eftir varð hún að sofa með spangir til að reyna að rétta kjálka- beinin. Þegar haustaði að og börnin þurftu að fara aftur í skólann fluttu þau heim, heim til mannsins sem hafði reynt að myrða hana. Þegar þetta gerðist höfðu þau verið gift í sjö ár. Það liðu enn átta ár þangað til hún loks megnaði að brjótast undan kúgun og harðræði eiginmannsins. Hvers vegna er tilraun til morðs ekki kærð af yfirvöld- um þegar eiginkona á í hlut? Hvers vegna horfa fjölskylda, vinir og van- damenn upp á fórnarlambið hver- fa aftur til baka inn í vígi ofbeld- ismannsins, heimilið, þar sem hann fremur ódæðisverk sín í skjóli einkalífsins? Karlmenn beita konur og börn ofbeldi, kynferðislegu, líkamlegu og andlegu. Um þetta ofbeldi karlmanna er jafnan fjallað af sérfræðingum í mörgum aðgreindm málaflokkum eins og sifjaspellum, nauðg- unum og heimilisofbeldi. Rithöfundurinn Marilyn French bendir hins vegar á í bók sinni „The War Against Women“ að væri fjallað um alla þessa málaflokka undir sama hatti, það er sem ofbeldi karl- manna gegn konum, yrði umfang þessara glæpa og alvara augljósari. En hvers vegna finna karlmenn þannig til gagnvart konum að þeir misnota þær og beita þær of- beldi? Líkamlegir yfirburðir karlmanna eru óumdeilanlegir en það er ekki fyrst og fremst af þeirri ástæðu sem karlmenn misnota og kúga konur, held- ur er meginástæðan sú að þeir viðurkenna þær ekki sem jafningja. Dæmi þessa má sjá í samskiptum á vinnustöðum þar sem algengt er að karlmenn sýni starfsfélögum sínum af kvenkyni kynferðislega áreitni og tali niður til þeirra. Þetta er einmitt leið margra karl- manna til að upphefja sjálfa sig og undir- strika jafnframt þann mun sem í huga þeirra er milli karla og kvenna. Allt frá barnæsku venjast karlmenn því að sjá konur í þjónustu- hlutverkum. Þegar litið er til menningar- sögunnar er stutt síðan konur fengu borgara- leg réttindi líkt og atkvæðisrétt, jafnrétti til náms, rétt til að eiga og ráðstafa eignum og til að stunda þá vinnu sem hugur þeirra stóð til. Þegar formæður okkar giftust eiginmönnum sínum hétu þær þeim hlýðni og trúnaði til dauðadags. Hlutverk eiginkonu var að þjóna manni sínum til borðs og sængur, í augum þeirra sjálfra og annarra var konan fyrst og fremst til þjónustu og umönnunar á heimil- inu. Þrátt fyrir breyttar aðstæður og fullt jafn- rétti að lögum virðast konur enn þann dag í dag ganga sjálfviljugar inn í hlutverk for- mæðra sinna. Þegar karl og kona ganga í hjónaband eða hefja sambúð, þarf sjaldnast að hafa mörg orð um verkaskiptingu á heim- ilinu. Konan tekur með glöðu geði að sér flest það smálega sem fellur til daglega á heimil- inu, hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.