Heimsmynd - 01.10.1992, Qupperneq 64

Heimsmynd - 01.10.1992, Qupperneq 64
fékk engin meðlög eða mæðralaun. En okkur leið vel, þótt við hefðum litla peninga og ættum ekkert innbú. Lögfræðingar mínir reyndu að semja við hann en allt kom fyrir ekki. Þegar skilnaðurinn loks gekk í gegn reyndi hann að koma í veg fyrir sölu íbúðarinnar með öllum ráðum og stal svo innbúinu. Ef ég hefði ætlað að krefja hann um þessa hluti hefði ég orðið að sanna að þeir hefðu einhvern tímann verið til með því meðal annars að sýna kvittanir. Það var búið að lama mig algjörlega fjárhagslega, en okkur leið vel.“ Eftir skilnaðinn hafa fyrrverandi eiginmaður og fjölskylda hans gert flest sem í þeirra valdi stóð til að gera henni lífið leitt. „Þau fara með hvert klögumálið á fætur öðru í ráðuneytið. Það sendir síðan málið til barnaverndarnefndar sem rannsakar mig og heimili mitt. Það er hægt að halda þessu áfram endalaust, og það hafa þau gert. Fyrst er reynt að koma manni á kaldan klaka fjárhagslega og svo er byrjað á börnunum. Það hefur afskaplega slæm áhrif á börn þegar verið að er að leika sér að því að vera stöðugt að hóta að taka þau af heimilinu. Þótt þessu hafði verið beint gegn mér kom það verst við þau.“ Eftir að hafa slitið sig lausa úr hjónabandi þar sem hún bjó við kúgun og líkamlegar misþyrmingar tók við sambúð með manni sem var ofdrykkjumaður. Ekkert lát virtist ætla að vera á óhamingju hennar því á síðasta ári rændi fyrrverandi maður hennar börnunum í þrígang. „Ég var orðin eins og hundelt dýr. Annað hvort var að leita til kvennaathvarfsins eða fara yfir í annan heim. Eg hafði reynt sjálfsvíg og naumlega lifað af. Til þessa hafði mér ekki fundist ég eiga neitt erindi í Kvennaathvarfið, það væri enginn staður fyrir mig. Sú skoðun er mjög útbreidd að þangað leiti aðeins konur úr lægri stéttum þjóðfélagsins en það er alrangt. Fjölskylduofbeldi er ekki stéttbundið. Sjálf dvaldi ég í Kvennaathvarfinu í þrjá mánuði og þær konur sem ég kynntist þarna voru yfirleitt menntaðar og í ábyrgðarstöðum, þetta voru dugnaðarkonur sem áttu myndarbörn en voru bara svo óheppnar að vera giftar ómennum.“ Ofbeldi gagnvart konum er mun algengara en flestir gera sér grein fyrir. Engin kona vill láta berja sig og því reyna þær að dylja það sem fram fer innan veggja heimilisins. Tölur frá Kvennaathvarfinu í Reykjavík sýna svo ekki verður um villst að hér er um verulegt vandamál að ræða. I byrjun ágústmánaðar höfðu hund- raðníutíu og fjórar konur leitað skjóls þar það sem af var árinu, eða nálægt því sami fjöldi kvenna og leitaði þangað allt árið á undan. Konur leita hins vegar fæstar til Kvennaathvarfsins fyrr en málin eru komin á mjög alvarlegt stig, jafnvel svo að þær óttast um líf sitt. En þangað leita ekki aðeins eiginkonur, heldur einnig mæður sem hafa verið barðar af sonum sínum og unglingsstúlkur sem kærastarnir hafa misþyrmt hrottalega. Konur úr öllum stéttum geta orðið fyrir ofbeldi eiginmanna sinna, ólíkt því sem margir telja eru það ekki aðeins lítið menntaðar og uppburðarlitlar konur sem verða fyrir því að þeim er misþyrmt. I þessum hópi eru ekki síður menntaðar konur, svo sem læknar, lögfræðingar, viðskiptafræðingar og kennarar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að það eru ekki konurnar sem eru gallaðar heldur mennirnir sem berja þær.H DÆMI UM ÁVERKA Á KONUM SEM LEITUÐU TIL KVENNAATHVARFSINS Á SÍÐASTA ÁRI. Mar á baki og hálsi, brotinn úlnliður og brákuð hnéskel. Mar, glóðarauga og tognaður háls. Rifbeinsbrot, heilahristingur og nefbrot. Djúpir skurðir á baki eftir spörk og hnífsstungu. Nefbrot, kjálkabrot, kinnbeinsbrot og glóðarauga. Klór, tognun og mar. Handleggsbrot og glóðarauga, miklir áverkar í andliti og brunasár. Handleggsbrot, mar og kúlur á höfði. Mar um allan líkamann. HEIMS B4 MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.