Heimsmynd - 01.10.1992, Side 91

Heimsmynd - 01.10.1992, Side 91
bindiefni. Þessu er síðan troðið í hólka, gjarnan svínagarnir, lambagarnir, nautagarnir eða gervigarnir, sem eru þá oft búnar til úr eggja- hvítuefnum. Síðan eru pylsurnar ýmist notaðar nýjar eða reyktar. Fyrir vestan notaði ég eingöngu svínagarnir. Þær gat maður keypt hjá næsta kjötkaupmanni og þær eru mjög þjálar og nokkuð sterkar. Eft- ir að heim kom spurðist ég fýrir um svínagarn- ir hjá einum fjórum svínasláturhúsum, en fékk sömu svör alls staðar: Enginn spyr um þetta, þær eru þess vegna ekki hreinsaðar og öllu hent!! I bjúgnagerð og aðra pylsugerð hér eru mest notaðar gervigarnir eða plast (oj bara!) og utan um „pulsur" eru notaðar kindagarnir. Eg hef prófað tvær tegundir af gervigörn- um; þá sem mér líkar betur hef ég keypt hjá Kjötseli í Njarðvíkum, en þær fást vísast á fleiri stöðum. Síðan fást gervigarnir hjá heildverslun Valdimars Gíslasonar í Skeifunni, en þær finnst mér ekki eins þjálar og vilja fremur rifna. Báðar tegundir eru ætar og þola reykingu. En sem sagt - til að geta hafið pylsugerð þurfa menn að eiga hakkavél, handsnúna eða rafknúna, og á henni þarf að vera pylsuhorn. Ef Steikt Itölskpylsa ásamt meÖLeti. menn eiga ekki slíkt má notast við poka af rjómasprautu með stút. Þræðið síðan görnina upp á stútinn og troðið kjötinu í. Svo er nauð- synlegt að eiga sláturgarn til þess að binda fýrir pylsurnar. Sjálf á ég bæði handsnúna pólska járnhakkavél (sjá mynd) og rafknúna hrærivél með hakkara - báðar eru góðar. Það fýlgja fleiri grófleikar af gatajárninu með handhakkaran- um og það er oft gaman að hafa grófleika á kjöti og fitu mismunandi. Hér á eftir læt ég fýlgja nokkrar uppskriftir að pylsum og hug- Pólski handhakkarinn! myndir um hvernig má nota þær. Eitt er víst - þegar þið hafið borðað nýja, heimalagaða grillaða pylsu, þá vitið þið hvern- ig almennilegir sperðlar bragðast! I öllu falli veit maður hvað fer í heimalagaðar pylsur og maður ræður fitumagninu sjálfur. Það er af mörgum uppskriftum að taka og ákvað ég að velja pylsur sem ég nota oft sjálf. Hafi menn brennandi áhuga á efninu bendi ég á þrjár bækur: „The Savoury Sausage“ eftir Lindu Merinoff, „Hot links and country flavo- urs“ eftir Bruce Aidells og Denis Kelly, og „Great sausage recipes and meat curing“ eftir Rytek Kutas. Allar eru þessar bækur bandarísk- ar og má áreiðanlega panta í gegnum bókabúð- ir hér. Sjálf hef ég mest notað bók Bruce Aidells - hann rekur reyndar risastórt pylsu- gerðarfýrirtæki í San Fransisco og kann sína list vel. Fyrst er uppskrift að ítölskum kryddpyls- um; „Sweet Italian sausage" og „Hot Italian sausage". Þær er hægt að nota lausar í pasta- rétti, chili con carne, „stuffing“ fýrir fugla og fleira, það er hakkið er ekki sett í garnir. Þá má nota þær eins og hamborgara og steikja á pönnu eða grilla. Síðast en ekki síst - troða í garnir og grilla á útigrilli eða steikja. Borða síð- an með góðu kartöflusalati. Síðan er önnur pylsa, andouille, sem er ómissandi í matargerð þeirra Kajúna frá Suður- Loisiana. Þessi pylsa er reykt, síðan notuð í súpur og kássur til bragðbætis. Þá má nefna „Chorizo" sem er spönsk pylsa, ómissandi í spánskar omelettur (tortillas). Hún er notuð fersk og reykt. Þá verður að fýlgja uppskrift að „bratw- urst“. Hún er best grilluð, einnig góð soðin og síðan brúnuð í smjöri. Síðast læt ég fýlgja upp- skrift að fimm-bauna-súpu með „andouille“- pylsu og pasta með ítalskri pylsu. Mild ítölsk fennel pylsa (Italian sweet fennel sausage). 11/2 kgszdnlgöt, t.d. ftnakkí *ða Cœ.ri 325g svínaspH/(spd<k) 4 ftakj/aðir fivítfautfsgeirar 4 tsCg gróft saCt 2 msfg fenndfra. 1 msf. nýmalaður svartur pipar 1/4 tsf. aCCrahantía 1 msf. oregano 1/2 boCCi rauðvin Hakkið saman svínakjöt og spekk. Bætið í hvítlauk, kryddi, salti og rauðvíni, blandið vel saman í höndunum. Mótið í borgara eða troð- ið í miðlungsstórar garnir, hafið hverja pylsu ca. 10-15 cm á lengd, hnýtið með sláturgarni á milli. Geymist í þrjá daga í kæli, 2-3 mánuði í frysti. Sterk ítölsk pylsa (Hot Italian sausage) 1 1/2 fg svínalgöt 325g svínaspeff 1 msf, fiaffaður fvítCaufur 4 tsf. gróft saCt 2 msf. fmndfrœ 1 tsf, cayenne pipar 1 msf. cfiCipiparfCögur 2 tsf, maCaður svartur pipar 2 mslgpemocC, samfmcca, eða annar CHgör með anisbragði (má sCeppa) 1/4 boCCi faCt vatn Blandið öllu saman nema vatni og hakkið. Vætið í með vatninu og hnoðið vel. Troðið í garnir eða notið laust. Þessi uppskrift gefur 4 kg af pylsum. Andoillepylsa að hætti Kajúna 2 msf, saxaður hvítCaufur 2 msíggróft saCt 1 msf, maCaður svartur pipar 1 tsf, cftiCipiparfCögur 2 tsf, cayenne pipar 3 msf, paprifa 1/4 tsf, masi (mace) 1/2 tsk, timian 2 msf, syfur 1 tsf, nítrítsöCt (fást ÍSS ogfCdra fgötbúðum) 2 1/2 fgfeitt svínafgöt - magurt ogfeitt sfidð að (nota mcetti einnigfjóra fituta magurt svínafgöt og einn fcCuta svínaspeff) 1/2 boCCi faCt vatn Blandið saman hvítlauk, salti, kryddi, sykri og nítrítsöltum. Setjið svínakjötið og spekkið í sitt hvort ílátið, skiptið kryddinu á milli og nuddið vel inn í kjötið og spekkið. Kælið í ís- skáp yfir nótt. Hakkið spekkið fínt og kjötið grófara, blandið síðan öllu saman, bætið í vatni og hnoðið vel saman. TroOjið í garnir, látið hanga á þurrum og köldum stað yfir nótt til að þorna. Þessa pylsu þarf að setja í reyk. Ég hef skipt við Reykofninn í Kópavogi með góðum árangri, en vafalaust eru til fleiri staðir sem reykja kjöt. Þeir hafa einnig látið pylsurnar hanga fýrir mig til að þorna. Þetta er kaldreyk- ing og þess vegna verður að nota rotvarnarefni, svo sem nítrítsölt, hana þarf einnig að sjóða fýrir neyslu. Þessi uppskrift gefur 2 1/2 kg af tilbúinni pylsu. Chorizo 750g svínafjöt, magurt 250g svínaspeff 1 msf, diiliduft (cftiíipo'wder) 1/2 tsf, svarturpipar 1/2 tsf, córianderduft 1 tsf. cuminduft 1/2 tsf, cuminfrœ HEIMS 91 MYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.