Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 91

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 91
bindiefni. Þessu er síðan troðið í hólka, gjarnan svínagarnir, lambagarnir, nautagarnir eða gervigarnir, sem eru þá oft búnar til úr eggja- hvítuefnum. Síðan eru pylsurnar ýmist notaðar nýjar eða reyktar. Fyrir vestan notaði ég eingöngu svínagarnir. Þær gat maður keypt hjá næsta kjötkaupmanni og þær eru mjög þjálar og nokkuð sterkar. Eft- ir að heim kom spurðist ég fýrir um svínagarn- ir hjá einum fjórum svínasláturhúsum, en fékk sömu svör alls staðar: Enginn spyr um þetta, þær eru þess vegna ekki hreinsaðar og öllu hent!! I bjúgnagerð og aðra pylsugerð hér eru mest notaðar gervigarnir eða plast (oj bara!) og utan um „pulsur" eru notaðar kindagarnir. Eg hef prófað tvær tegundir af gervigörn- um; þá sem mér líkar betur hef ég keypt hjá Kjötseli í Njarðvíkum, en þær fást vísast á fleiri stöðum. Síðan fást gervigarnir hjá heildverslun Valdimars Gíslasonar í Skeifunni, en þær finnst mér ekki eins þjálar og vilja fremur rifna. Báðar tegundir eru ætar og þola reykingu. En sem sagt - til að geta hafið pylsugerð þurfa menn að eiga hakkavél, handsnúna eða rafknúna, og á henni þarf að vera pylsuhorn. Ef Steikt Itölskpylsa ásamt meÖLeti. menn eiga ekki slíkt má notast við poka af rjómasprautu með stút. Þræðið síðan görnina upp á stútinn og troðið kjötinu í. Svo er nauð- synlegt að eiga sláturgarn til þess að binda fýrir pylsurnar. Sjálf á ég bæði handsnúna pólska járnhakkavél (sjá mynd) og rafknúna hrærivél með hakkara - báðar eru góðar. Það fýlgja fleiri grófleikar af gatajárninu með handhakkaran- um og það er oft gaman að hafa grófleika á kjöti og fitu mismunandi. Hér á eftir læt ég fýlgja nokkrar uppskriftir að pylsum og hug- Pólski handhakkarinn! myndir um hvernig má nota þær. Eitt er víst - þegar þið hafið borðað nýja, heimalagaða grillaða pylsu, þá vitið þið hvern- ig almennilegir sperðlar bragðast! I öllu falli veit maður hvað fer í heimalagaðar pylsur og maður ræður fitumagninu sjálfur. Það er af mörgum uppskriftum að taka og ákvað ég að velja pylsur sem ég nota oft sjálf. Hafi menn brennandi áhuga á efninu bendi ég á þrjár bækur: „The Savoury Sausage“ eftir Lindu Merinoff, „Hot links and country flavo- urs“ eftir Bruce Aidells og Denis Kelly, og „Great sausage recipes and meat curing“ eftir Rytek Kutas. Allar eru þessar bækur bandarísk- ar og má áreiðanlega panta í gegnum bókabúð- ir hér. Sjálf hef ég mest notað bók Bruce Aidells - hann rekur reyndar risastórt pylsu- gerðarfýrirtæki í San Fransisco og kann sína list vel. Fyrst er uppskrift að ítölskum kryddpyls- um; „Sweet Italian sausage" og „Hot Italian sausage". Þær er hægt að nota lausar í pasta- rétti, chili con carne, „stuffing“ fýrir fugla og fleira, það er hakkið er ekki sett í garnir. Þá má nota þær eins og hamborgara og steikja á pönnu eða grilla. Síðast en ekki síst - troða í garnir og grilla á útigrilli eða steikja. Borða síð- an með góðu kartöflusalati. Síðan er önnur pylsa, andouille, sem er ómissandi í matargerð þeirra Kajúna frá Suður- Loisiana. Þessi pylsa er reykt, síðan notuð í súpur og kássur til bragðbætis. Þá má nefna „Chorizo" sem er spönsk pylsa, ómissandi í spánskar omelettur (tortillas). Hún er notuð fersk og reykt. Þá verður að fýlgja uppskrift að „bratw- urst“. Hún er best grilluð, einnig góð soðin og síðan brúnuð í smjöri. Síðast læt ég fýlgja upp- skrift að fimm-bauna-súpu með „andouille“- pylsu og pasta með ítalskri pylsu. Mild ítölsk fennel pylsa (Italian sweet fennel sausage). 11/2 kgszdnlgöt, t.d. ftnakkí *ða Cœ.ri 325g svínaspH/(spd<k) 4 ftakj/aðir fivítfautfsgeirar 4 tsCg gróft saCt 2 msfg fenndfra. 1 msf. nýmalaður svartur pipar 1/4 tsf. aCCrahantía 1 msf. oregano 1/2 boCCi rauðvin Hakkið saman svínakjöt og spekk. Bætið í hvítlauk, kryddi, salti og rauðvíni, blandið vel saman í höndunum. Mótið í borgara eða troð- ið í miðlungsstórar garnir, hafið hverja pylsu ca. 10-15 cm á lengd, hnýtið með sláturgarni á milli. Geymist í þrjá daga í kæli, 2-3 mánuði í frysti. Sterk ítölsk pylsa (Hot Italian sausage) 1 1/2 fg svínalgöt 325g svínaspeff 1 msf, fiaffaður fvítCaufur 4 tsf. gróft saCt 2 msf. fmndfrœ 1 tsf, cayenne pipar 1 msf. cfiCipiparfCögur 2 tsf, maCaður svartur pipar 2 mslgpemocC, samfmcca, eða annar CHgör með anisbragði (má sCeppa) 1/4 boCCi faCt vatn Blandið öllu saman nema vatni og hakkið. Vætið í með vatninu og hnoðið vel. Troðið í garnir eða notið laust. Þessi uppskrift gefur 4 kg af pylsum. Andoillepylsa að hætti Kajúna 2 msf, saxaður hvítCaufur 2 msíggróft saCt 1 msf, maCaður svartur pipar 1 tsf, cftiCipiparfCögur 2 tsf, cayenne pipar 3 msf, paprifa 1/4 tsf, masi (mace) 1/2 tsk, timian 2 msf, syfur 1 tsf, nítrítsöCt (fást ÍSS ogfCdra fgötbúðum) 2 1/2 fgfeitt svínafgöt - magurt ogfeitt sfidð að (nota mcetti einnigfjóra fituta magurt svínafgöt og einn fcCuta svínaspeff) 1/2 boCCi faCt vatn Blandið saman hvítlauk, salti, kryddi, sykri og nítrítsöltum. Setjið svínakjötið og spekkið í sitt hvort ílátið, skiptið kryddinu á milli og nuddið vel inn í kjötið og spekkið. Kælið í ís- skáp yfir nótt. Hakkið spekkið fínt og kjötið grófara, blandið síðan öllu saman, bætið í vatni og hnoðið vel saman. TroOjið í garnir, látið hanga á þurrum og köldum stað yfir nótt til að þorna. Þessa pylsu þarf að setja í reyk. Ég hef skipt við Reykofninn í Kópavogi með góðum árangri, en vafalaust eru til fleiri staðir sem reykja kjöt. Þeir hafa einnig látið pylsurnar hanga fýrir mig til að þorna. Þetta er kaldreyk- ing og þess vegna verður að nota rotvarnarefni, svo sem nítrítsölt, hana þarf einnig að sjóða fýrir neyslu. Þessi uppskrift gefur 2 1/2 kg af tilbúinni pylsu. Chorizo 750g svínafjöt, magurt 250g svínaspeff 1 msf, diiliduft (cftiíipo'wder) 1/2 tsf, svarturpipar 1/2 tsf, córianderduft 1 tsf. cuminduft 1/2 tsf, cuminfrœ HEIMS 91 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.