Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 4

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 4
4 www.virk.is S TA R FS E N D U R H Æ FI N G A R S JÓ Ð U R samstarfi sínu við VIRK hafa um 70% snúið aftur á vinnumarkað eða eru að leita sér að starfi. Starfsemi VIRK er fyrst og fremst fjárfesting í fólki sem felst í því að gera því kleift að vera áfram á vinnumarkaði þrátt fyrir áföll. Mikil samstaða er um þróun starfsem- innar meðal aðstandenda VIRK. Þjónusta VIRK hefur bætt úr brýnni þörf og einstaklingar fengið þjónustu sem þeir áttu ekki kost á áður. Sá stuðningur hefur hjálpað bæði þeim og samfélaginu öllu. Mikið hefur verið rætt um fjölgun öryrkja á undanförnum árum en samfélagið hefur mátt þola stóraukinn kostnað vegna hennar. Sú staðreynd að þjónusta eins og VIRK veitir var ekki til staðar hefur án efa haft sitt að segja um þessa miklu fjölgun á undanförnum árum. Næstu skref í uppbyggingu VIRK eru að þróa markvisst þjónustu við einstaklinga sem eru í langtímaveikindum en þó á launaskrá hjá sínum vinnuveitanda og uppbygging þjónustu við einstaklinga sem eru að koma inn á örorkulífeyri hjá lífeyrissjóðum. Ákveðið hefur verið að setja af stað sérstakt þróunarverkefni með völdum fyrirtækjum og stofnunum Uppbygging VIRK, Starfsendurhæfingar- sjóðs, hélt markvisst áfram á árinu 2010. Ráðgjöfum fjölgaði og þjónustan jókst. Mánaðarleg útgjöld þrefölduðust frá upphafi til loka árs 2010 og áætlanir gera ráð fyrir mikilli aukningu í starfseminni á árinu 2011. Starfsemi VIRK hefur þróast áfram í góðu samræmi við væntingar aðstandenda sjóðsins sem eru aðilar vinnumarkaðarins, bæði í einkageiranum og hinum opinbera geira. Fyrsti markhópurinn fyrir þjónustu VIRK samanstóð af þeim einstakling- um sem fengu veikindagreiðslur frá sjúkrasjóðum stéttarfélaganna. Síðan hefur VIRK í auknum mæli beint sjónum að öðrum hópum, s.s. þeim sem eru á veikindalaunum í langtímaveikindum hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þá hófst samstarf við lífeyrissjóði á árinu 2010 en það mun verða fyrirferðarmeira í starfseminni þegar lög um greiðsluþátt- töku þeirra verða afgreidd. Á stuttum starfstíma VIRK hefur strax mátt merkja árangur af starfinu. Færri hafa farið á örorku en áður og um 1700 einstaklingar hafa fengið þjónustu. Af þeim 428 einstaklingum sem hafa lokið Ávarp formanns Vilhjálmur Egilsson formaður stjórnar VIRK Starfsemi VIRK er fyrst og fremst fjárfesting í fólki.“ vegna þjónustu við langtímaveika. Á næstu 2–3 árum verður með faglegum hætti leitað bestu lausna fyrir þennan hóp um hvernig þróa megi uppbyggilegt aðhald með fjarvistum, þjónustu og endurkomu til vinnu. Á meðan á þessu þróunarverkefni stendur og í framhaldi af því munu aðstandendur VIRK og aðilar vinnumarkaðarins, taka þátt og fylgjast með og fjalla um hvort og hvernig þurfi að aðlaga réttindakerfi vinnumarkaðarins að þessu ferli þannig að það verði sem árangursríkast. Það er samfellt viðfangsefni að efla vitneskju og vitund á vinnumarkaðnum um VIRK bæði hjá stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja og stofnana. Að þessu verður markvisst unnið á næstu misserum þannig að sem flestir viti af starfseminni og þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Almennt hefur starfsemi VIRK verið vel tekið og mikilvægi hennar viðurkennt. Miklu máli skiptir að fólk sem þarf á þjónustu VIRK að halda fái hana sem fyrst þegar þörfin verður til því að þá eru mestar líkur á að árangur náist.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.