Morgunblaðið - 10.10.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.10.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 109.995 SÉRTILBOÐ Í NÓVEMBER & DESEMBER GranCanaria 20. nóvember í 7 nætur Turbo Club Apartmentsaaa ALLT INNIFALIÐ SÍÐAN 1969 FLOTTUSTU BÚNINGARNIR ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA FRAMLEIÐSLU EÐAMERKINGAR 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS TIL MERKINGA EÐA EKKI SENNILEGA FJÖLHÆFASTI FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS ÞÓVÍÐARVÆRI LEITAÐ! Brautarholti 24 · 105 Reykjavík · S.: 562 6464 · henson@henson.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vettvangsrannsóknin á Landssíma- reitnum í miðbæ Reykjavíkur sem fram fór 2016-2018 leiddi í ljós mannvist og mannvirki allt frá fyrstu tíð Íslandsbyggðar til okkar daga. Þetta kemur fram í lokaorðum áfangaskýrslu sem Vala Garðars- dóttir, fornleifafræðingur og stjórn- andi rannsóknarinnar, hefur sent Minjastofnun. Úrvinnslu er ekki lokið og munu ítarlegri niðurstöður, greiningar og túlkanir birtast í lokaskýrslu. Stefnt er að því að birta lokaniðurstöður í riti í lok ársins 2021. Óhefðbundinn uppgröftur Í inngangi segir að uppgröfturinn hafi verið að mörgu leyti óhefðbund- inn og miklar tafir orðið vegna ófyr- irséðra þátta. Mikil umræða skap- aðist um rannsóknina í fjölmiðlum á þessum tíma. Verkið náði yfir tæp- lega þriggja ára tímabil og störfuðu tólf manns við uppgröftinn. Landssímareiturinn er alls tæp- lega 2.000 fermetrar að flatarmáli og voru grafnir upp um 2.600 rúm- metrar. Þar eð um þéttbýlisupp- gröft var að ræða var grafið á af- mörkuðu svæði og var grafið niður á náttúruleg jarðlög þar sem enga mannvist var lengur að finna, það er niður á forsöguleg jarðlög. Þarna fundust mannvistarlög, garðlög, torfveggir frá landnámi, eldstæði og hleðslur frá miðöldum, leifar af mannvirki frá tímum Inn- réttinganna á 18. öld, brotakenndar leifar af húsum Schierbecks land- læknis en umfangsmestar voru leif- ar af kirkjugarðinum Víkurgarði. Ætla má að jarðneskar leifar þrjátíu kynslóða Reykvíkinga hvíli í garð- inum. Alls voru greind ellefu mannvirki og 38 grafir við fornleifarannsókn- ina. Mannvirkin voru af ýmsum stærðum og gerðum og allt frá land- námi og fram á fyrri hluta 20. aldar í bland við yngri minjar sem ekki telj- ast til fornleifa samkvæmt 100 ára reglunni sem gildir um fornleifar í landinu. Erfitt var að greina hlut- verk og aldur margra mannvirkj- anna vegna seinni tíma rasks. Ýmsar framkvæmdir hafa verið þarna eftir að kirkjugarðurinn var aflagður. Fjölda grafa var raskað við þær framkvæmdir, sérstaklega vegna lagnavinnu og var allt svæðið sundurskorið eftir þær. Fjölbreytt mannlíf Fundanúmer voru 134 en fjöldi gripa var meiri. Grisjað var á staðn- um og ekki teknir gripir úr hreyfð- um jarðlögum nema sérstök ástæða væri til. Búið er að skila öllum grip- um og sýnum til Þjóðminjasafns Ís- lands og hafa allir gripir verið skráðir í Sarp, gagnagrunn Þjóð- minjasafns Íslands. „Umfang þeirra minja sem rann- sakaðar voru gefur til kynna fjöl- breytt mannlíf og ríka verkmenn- ingu í Kvosinni. Þrátt fyrir að flest ef ekki öll mannvirkin hafi verið sundurskorin af framkvæmdum í ár- anna rás má sjá brotakennda mynd af mannvirkjum og mannlífi í Reykjavík á liðnum öldum,“ segir m.a. í skýrslunni. Mynd frá liðnum öldum kom í ljós  Áfangaskýrsla um Landssímareit  Umfang minja gefur til kynna fjölbreytt mannlíf og verkmenningu Morgunblaðið/Hari Mótmæli Margir mótmæltu því að hótel yrði byggt í Víkurgarði. Fornleifarannsókn var gerð á svæðinu og nú liggur áfangaskýrsla um hana fyrir. Stefnt er að því að birta lokaniðurstöður rannsóknanna í riti í lok ársins 2021. Friðarsúlan í Viðey var tendruð í gærkvöldi, á afmælis- degi John Lennon, eins og gert hefur verið í þrettán ár. Friðarsúlan mun lýsa til 8. desember, sem er dánar- dægur Lennons. Súlan er hugarfóstur Yoko Ono lista- manns og er hugsuð sem leiðarljós fyrir heimsfrið. Kveikt var á ljósinu klukkan átta í gærkvöldi við at- höfn í Viðey og var lagið Imagine leikið undir eins og venja er. Yoko Ono var ekki viðstödd að þessu sinni. Árleg athöfn í Viðey Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðarsúlan lýsir upp kvöldhimininn Tveir af þremur fulltrúum í skipu- lagsnefnd Reykhólahrepps leggja til við sveitarstjórn að fallið verði frá því að setja Teigsskógarleið á aðalskipulag hreppsins, eins og unnið hefur verið að. Þess í stað verði farin leið sem tengi Reykhóla- þorpið við Vestfjarðaveg. Full- trúarnir halda sig við fyrri afstöðu en þeir urðu undir þegar meirihluti sveitarstjórnar ákvað að fara Teigsskógarleiðina. Afgreiða á skipulagstillöguna í sveitarstjórn í næstu viku. Verði hún samþykkt getur Vegagerðin sótt um fram- kvæmdaleyfi. Vilja falla frá áformum um Teigsskógarleið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.