Morgunblaðið - 10.10.2019, Page 28

Morgunblaðið - 10.10.2019, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Opið virka daga kl. 10-18, lokað laugardaga Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Nýjar vörur Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum fyrir fáeinum vikum og hafa nú fjöl- margar sveitir víða um heim tekið þátt, en þá stilla menn sér upp með öllum sínum búnaði líkt og um Tetris-spil væri að ræða,“ segir Ásgeir og bætir við að hann telji víst að Landhelgisgæslan sé fyrst til þess að taka þátt í æðinu hér á landi. Á meðfylgjandi mynd má sjá björgunarþyrluna TF-EIR, sem er af gerðinni Airbus H225, búnað áhafnarinnar og loks áhöfnina sjálfa. Eru þetta frá hægri þeir Sigurður Ásgeirsson flugstjóri, Jóhannes Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Eitt nýjasta æðið á netinu, Tetris- áskorunin svokallaða, hefur nú náð hingað til lands. Er það þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands sem hér sést ásamt búnaði sínum í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykja- víkurflugvelli. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands, segir gjörninginn fyrst hafa byrjað í september síðastliðnum. „Þetta er mikið æði sem hófst Jóhannesson flugmaður, Elvar Steinn Þorvaldsson, sig- og stýri- maður, Kristján Björn Arnar spil- maður og Magnús Pálmar Jónsson, stýri- og sigmaður. „Þetta er mjög skemmtilegt æði, nú er bara tímaspursmál hvenær lögreglan og slökkvilið taka þátt,“ segir Ásgeir og hlær við. Uppátækið hófst í Sviss Þennan óvenjulega gjörning má rekja til tveggja lögreglumanna í Zürich í Sviss sem 1. september sl. birtu ljósmynd á Facebook og Instagram sem sýnir þá ásamt öllum búnaði liggja við hlið lögreglu- bifreiðar. Síðan þá hafa fjölmargar starfsstéttir birt sambærilegar myndir á netinu, m.a. hermenn frá Bandaríkjunum, slökkviliðsmenn frá Ítalíu, flugmenn frá Hollandi og sjúkraflutningamenn frá Kanada. Nær daglega bætast nýjar myndir í hópinn frá öllum heimshornum, en áhugasamir geta leitað að myndum á samfélagsmiðlum undir leitarorðinu „Tetris Challenge“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Netæði Þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands sýnir hér búnað sinn á skemmtilegan hátt, allt frá froskalöppum til flókins tölvubúnaðar og hjartastuðtækis. Búnaður og áhöfn til sýnis  Landhelgisgæslan tekur þátt í Tetris-áskoruninni  Verður slökkviliðið næst? Ljósmynd/Lögreglan í Sviss Fyrstir Lögreglan í Sviss hóf þetta mikla æði með þessari mynd í september. Ljósmynd/Flugher Bandaríkjanna BNA Hermenn á Minot-herflugvellinum í Bandaríkjunum tóku einnig þátt. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.