Morgunblaðið - 10.10.2019, Side 54

Morgunblaðið - 10.10.2019, Side 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 ✝ Halldór I.Elíasson fædd- ist á Ísafirði 16. júlí 1939. Hann lést á Landspítalanum 1. október 2019. Foreldrar hans voru hjónin Elías K. Ingimarsson, f. 11.1. 1903, d. 4.8. 1965, bóndi, út- gerðarmaður, kaupfélagsstjóri og frystihússtjóri í Hnífsdal og síð- ar verkstjóri í sænska frystihús- inu í Reykjavík frá 1958, og Guðný Rósa Jónasdóttir, f. 28.12. 1906, d. 22.3. 1987, hjúkrunar- fræðingur og húsfreyja í Hnífs- dal og Reykjavík. Systkini Hall- dórs eru Jónas J., f. 26.5. 1938, prófessor emeritus í verkfræði við Háskóla Íslands; Þorvarður R., f. 9.7. 1940, fyrrv. skólameist- ari Verslunarskóla Íslands; Elías B., f. 13.3. 1942, fyrrv. yfirverk- fræðingur hjá Landsvirkjun, og Margrét, f. 13.12. 1946, listmál- ari í Svíþjóð. Halldór kvæntist 25.3. 1970 Björgu Cortes Stefánsdóttur, f. 2.9. 1947, BA í þýsku, kennara og læknaritara. Foreldrar við Háskólann í Marburg í Þýskalandi, lauk diplómaprófi í stærðfræði frá háskólanum í Göttingen 1963 og Dr.rer.nat.- prófi frá Háskólanum í Mainz 1964. Veturinn 1964-65 var Hall- dór stundakennari við MR. Árið 1965-67 var hann félagi við Princeton og 1966-67 aðstoðar- prófessor við Brown University á Rhode Island. Sérfræðingur á Raunvísindastofnun HÍ 1967-70 og dósent við HÍ 1967-69, gisti- prófessor við Háskólann í Bonn í Þýskalandi 1970-71 og við War- wick University í Englandi 1971- 72, dósent við verkfræði- og raunvísindadeild HÍ 1972-73 og prófessor þar frá 1973. Hann var í leyfum frá HÍ og starfaði við Kaupmannahafnarháskóla 1975- 76, við Háskólann í Bonn 1984, við Háskólann í Warwick 1990- 91 og við Háskólann í Bonn 1997- 98. Halldór birti margar stærð- fræðigreinar í viðurkenndum stærðfræðitímaritum. Var rit- stjóri Mathematica Scandinavica f.h. Íslands 1973-97, formaður stærðfræðiskorar verkfræði- og raunvísindadeildar HÍ 1973-75 og 1989-91, var forstöðumaður stærðfræðistofu Raunvísinda- stofnunar HÍ 1977-81, varafor- seti verkfræði- og raunvísinda- deildar 1979-81 og deildarforseti 1981-83. Útför Halldórs fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 10. október 2019, klukkan 11. hennar voru hjónin Stefán V. Þor- steinsson, f. 2.6. 1919, d. 30.10. 2012, feldskeri í Reykja- vík, og Anna Mar- grét Cortes, f. 18.8. 1921, d. 12.5. 2014, húsmóðir og dag- móðir í Reykjavík. Börn Halldórs og Bjargar eru: 1) Stefán V., f. 8.12. 1968, stúdent frá MR, starfar hjá Tollgæslunni; 2) dr. med. Anna M., f. 18.9. 1973, sérfræðilæknir í Blóðbankanum. Eiginmaður hennar er dr. Haraldur D. Þor- valdsson, f. 27.10. 1973, tölv- unarfræðingur. Börn þeirra eru: Halldór Alexander, f. 2001, Jök- ull Ari, f. 2003, og Hugrún Eva, f. 2007; 3) Steinar I., f. 13.5. 1975, M.Sc., byggingarverk- fræðingur, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun. Eiginkona hans er Xue Li, f. 23.12. 1978, BA í al- þjóðaviðskiptum. Börn þeirra eru Ari Cortes Li og Aron Cortes Li, f. 2015. Halldór varð stúdent frá MA vorið 1959 og hóf um haustið nám í eðlisfræði og stærðfræði Eiginmaður minn, Halldór I. Elíasson stærðfræðingur, er lát- inn eftir erfið veikindi. Tíminn hefur flogið áfram og næstum 50 ár liðin síðan við hittumst. Við gift- um okkur í mars 1970 og fluttum til Bonn í Þýskalandi í lok ágúst sama ár. Það var alveg ljóst frá upphafi okkar kynna að líf Halldórs sner- ist um stærðfræðina, enda mjög áhugasamur og virkur alla tíð í þeirri grein stærðfræðinnar sem hann hafði valið sér, þar til um 65 ára aldurinn að bera fór á sjúk- dómi þeim er varð honum að ald- urtila. Hann var í góðum tengslum við stærðfræðinga erlendis, sér- staklega í Þýskalandi, fylgdist vel með á sínu sviði og sótti ráðstefn- ur hvenær sem færi gafst. Blekið var varla þornað á hjúskapar- vottorðinu, ef svo má að orði kom- ast, þegar hann var þotinn á ráð- stefnu á frönsku rivíerunni og við göntuðumst oft með það síðan að hann hefði farið einn í brúðkaups- ferðina. Það er ógleymanlegt að hafa ferðast með Halldóri á stærð- fræðiþing, á staði eins og Trieste á Ítalíu, Interlaken í Sviss og Ober- wolfach, á áttunda áratugnum og dveljast með honum í rannsókn- arleyfum á ýmsum stöðum. Hann nýtti rannsóknarleyfin mjög vel og dvaldi þá oftast í Þýskalandi, en einnig í Bretlandi, Danmörku og víðar. Þrátt fyrir miklar annir við kennslu og rannsóknir lagði hann sig fram um að sinna börn- unum og miðla til þeirra þekkingu sinni á ýmsum sviðum. Ég og börnin fengum góða innsýn í þann heim sem hann lifði og hrærðist í, heim stærðfræðinnar, því fjöl- skyldan fylgdi oftast með í rann- sóknarleyfunum. Það fór alls stað- ar vel um okkur, enda urðu þetta eftirminnilegar ferðir. Halldór naut þess að hafa fjölskylduna hjá sér og sýndi þannig að hann var ekki bara stærðfræðingur af lífi og sál heldur líka mikill fjöl- skyldumaður. Fyrir hans tilstilli urðu þessi ár viðburðarík og skemmtileg og fyrir það erum við þakklát. Halldór gaf því börnun- um gott veganesti út í lífið. Á Ís- landi fannst okkur gaman að fara í tjaldferðalög á meðan börnin voru yngri og er okkur t.d. minnisstæð ferð sem við fórum til Hnífsdals, en þar var hann fæddur og bjó til sex ára aldurs. Húsbúnaður og húsbyggingar voru ekki beint á áhugasviði stærðfræðingsins, en það kom sér vel fyrir mig, eiginkonuna, sem fékk að ráða því sem ég vildi ráða á þvi sviði. Halldór skoraðist þó aldrei undan því að taka til hend- inni. Hann og pabbi minn hlóðu t.d. og múruðu milliveggi í íbúð- inni okkar auk þess sem Halldór hjálpaði börnunum þegar þau fóru að búa, lagði parket og setti upp innihurðir í þeirra húsum. Hann lá aldrei á liði sínu og gerði það sem í hans valdi stóð til að okkur liði sem best. Það var því hið mesta gæfuspor þegar leiðir okkar Hall- dórs lágu saman forðum daga. Hvíl í friði, elsku Halldór, friður Guðs þig blessi. Takk fyrir allt og allt, takk fyrir ógleymanleg ár. Björg. Það er skrítið að hugsa til þess að pabbi sé fallinn frá. Það var alltaf notalegt að vera í návist hans, aldrei neitt stress, aðeins ró- legheit. Við sátum gjarnan saman drjúga stund án þess að segja orð, djúpt sokknir í eigin hugsanir. Svo upp úr þurru varpaði annar okkar fram spurningu og hófust þá hrókasamræður. Aldrei komst maður upp með að bera á borð illa rökstuddar fullyrðingar. En samt hafði pabbi einstakt lag á því að láta manni líða eins og maður væri jafningi hans og gleyma því að maður væri að rökræða við af- burðagreindan mann, algjört stærðfræðiséní. Pabbi var prófessor af guðs náð og engin tilviljun að hann hlaut stöðuveitinguna rúmlega þrítugur að aldri. Hann sinnti stærðfræð- inni af mikilli ástríðu og einbeitni. Hvert sem hann fór fylgdu honum stærðfræðiútreikningarnir og auðvitað skrifblokk og blýantur. Á meðan hann tottaði pípuna fékk blýanturinn að hvíla á eyranu. En augun viku aldrei af blöðunum sem sátu í kjöltu hans og lágu jafnvel á víð og dreif á gólfinu. Út- reikningar dagsins fengu svo að hvíla á náttborðinu. Stærðfræðin átti hug hans allan. Eða næstum því allan. Ætli stærsta afrek mitt hafi ekki verið að smita pabba af golfbakteríunni og slíta hann frá stærðfræðinni um stundarsakir á morgnana. Hann vakti mig, óharðnaðan ung- linginn, dag hvern fyrir allar aldir, gaf mér kannski séns á einu mjólkurglasi og svo var haldið rakleiðis út á völl. Auðvitað fyrstir á svæðið. Ekki var kríunum skemmt að fá pabba í heimsókn. Hann nefnilega gaf sig aldrei, og það sást. Golfið var líklega eina íþróttin þar sem ég stóð fetinu framar en pabbi. Pabbi hafði gaman af því að spila á spil, en eins og stærðfræð- ina tók hann spilamennskuna föst- um tökum og stúderaði oft á tíðum skák og brids af miklum móð. Hann var nánast óvinnandi vígi á skákborðinu, jafnvel þótt hann gæfi eftir drottninguna í upphafi. Í bridsi var hann ekkert auðveld- ari viðureignar, jafnvel þótt ég hafi notið góðs af því að spila reglulega við einn af heimsmeist- urunum. Það var aðdáunarvert hve ein- beittur pabbi var í starfi og lífinu almennt. Hann lét fátt trufla sig, en hann var líka staðfastur. Þegar hann tók stefnubreytingu í lífinu og hætti að reykja þá var það gert með trompi. Einn daginn lagði hann pípuna frá sér og snerti hana ekki aftur. Engir nikótínplástrar eða tyggjó til aðlögunar, bara ein- beittur vilji. Þegar pabbi hætti störfum hjá Háskóla Íslands varð fjölskyldan varla vör við það. Þrátt fyrir veik- indin hélt hann rannsóknarvinnu sinni ótrauður áfram. Helsta við- fangsefnið síðustu æviárin var að reikna hreyfingu öreinda með stærðfræðilegum aðferðum. Reglulega tók hann mig afsíðis til að fara yfir nýjustu niðurstöðurn- ar og þá var pabbi kallinn aldeilis í essinu sínu. Það er mikill missir að pabba. Hann kenndi mér að vera óhræddur við að fara mínar eigin leiðir og gleyma aldrei að vera gagnrýninn í hugsun. Ráðlegging- ar hans hafa ætíð gefist vel og ég veit fyrir víst að þær munu reyn- ast mér vel til æviloka. Megir þú hvíla í friði og ég kveð þig með hlýju í hjarta. Þinn sonur, Steinar Ingimar. Mig langar að setja nokkur orð á blað til að minnast elsku föður míns og þakka honum samfylgd- ina. Þegar ég var barn þótti mér hann stundum strangur faðir enda var hann sjálfur ekki alinn upp við neitt dekur. Hann hafði gaman af að segja sögur frá dvöl sinni í sveit sem barn þegar hann þurfti að ganga 10 km í skóla og fékk ekki að standa upp frá kvöld- matarborði fyrr en diskurinn var tómur. Þegar hann var sjö ára fluttist fjölskylda hans frá Hnífsdal þaðan sem hann var ættaður og rifjaði pabbi stundum glettinn upp áflog þeirra bræðra við drengi á Skaga- strönd og Akureyri, en það var víst ekki alltaf vel tekið á móti að- fluttum börnum á þeim tíma. Hann rifjaði líka upp þegar hann hóf nám við Menntaskólann á Akureyri, en þá var undirbúning- urinn úr barnaskólanum í sveit- inni svo slakur að hann fór beint í tossabekk. Pabbi lét það ekki á sig fá heldur vann sig upp í efsta bekkinn og náði mjög góðum ár- angri, sérstaklega í raungreinum sem síðar urðu hans ævistarf. Einnig hafði pabbi alltaf mikinn áhuga á skáklistinni og að spila brids. Þau voru ófá skiptin sem við systkinin spiluðum á spil við pabba heima, svo sem rommí, rússa og brids. Það voru ánægju- legar samverustundir. Pabbi vann alltaf talsvert heima en stærðfræðin fylgdi hon- um hvert sem hann fór. Pabbi sitj- andi í hægindastól í sjónvarpshol- inu með skrifblokk, blýant, reykjandi pípu og hugsandi um stærðfræði er sterk minning. Hann sagði alltaf að hann gæti einbeitt sér við hvaða aðstæður og í hvernig hávaða sem væri en það kom sér örugglega oft vel. Aldrei man ég eftir að hann hafi krafist hljóðs eða þaggað niður í okkur systkinunum. Þótt hugur pabba væri oft bundinn stærðfræði og öðrum verkefnum var hann mikill fjöl- skyldumaður og lét aldrei sitt eftir liggja þegar hjálpar var þörf. Þeg- ar barnabörnin komu í heiminn var hann mikil hjálparhella. Meðal annars kom hann þegar við dvöld- um erlendis við nám og dvaldi hjá okkur nokkra mánuði í senn þegar börnin voru nýfædd. Án hans hjálpar hefði lífið verið mun erf- iðara. Þegar við snerum svo aftur til landsins eftir nám var hann óþreytandi við að skutla barna- börnum í hinar ýmsu tómstundir. Aldrei gerði hann mikið úr sínu framlagi þótt honum blöskraði stundum hvað nútímabörn væru upptekin. Síðustu árin var heilsan því miður tekin að bila svo hann hafði ekki krafta til þess að beita sér að fullu, hvorki við stærðfræðina né önnur áhugamál. Við höfðum þó lengi gaman af því að fara saman í gönguferðir, gjarnan út að golf- vellinum á Nesinu. Þá ræddi hann oft um rannsóknir sínar þótt við- mælandinn gæti ekki alltaf fylgt honum eftir í háfleygum fræðum. Nú getum við ekki lengur notið samvista við pabba en við þökkum fyrir allt það sem hann gaf okkur. Við söknum hans. Anna Margrét og fjölskylda. Það líður sjálfsagt nokkur tími áður en við bræður skiljum til fulls að Dóri sé dáinn. Við lékum okkur mikið saman í æsku, stunduðum veiðar í fjósinu á Bakka í Hnífsdal, rifum hesthús á Skagaströnd og gengum svo í menntaskóla á Akureyri. Við vorum allir gáfaðir, að minnsta kosti fannst okkur það sjálfum. Og ekki vantaði frænkur og frændur til að ýta undir þá skoðun. En hvað sem um okkur hina má segja þá vantaði ekkert upp á gáfurnar hjá Dóra. Hann fór í gegnum menntaskóla með pre í öllu, meira að segja íþróttum sem við hinir sinntum lítt. Enda fékk hann stærsta styrk sem til var á tímum þegar námsstyrkir voru álíka algengir og þrumur úr heið- skíru lofti. Leið hans lá til Þýskalands þar sem hann varð doktor í stærð- fræði á mettíma. Hann kenndi í MR í tvö ár og varð fljótt þekktur fyrir margt. Einhverju sinni var einn okkar að keppa í hraðskák, þar sem tefldar voru tvær á tíu, og mætti Magnúsi frönskukenn- ara – Manga franska, blessuð sé minning hans – og tapaðist fyrri skákin. Meðan verið var að stilla upp í þá næstu hallaði sessunaut- urinn sér að Manga og hvíslaði: „Passaðu þig á honum þessum, hann er bróðir Halldórs.“ Mangi hrökk svo ónotalega við að hann tapaði næstu skák. Leið Dóra lá upp í Háskóla þar sem hann varð prófessor í stærð- fræði. Margir gamlir nemendur hans hafa lýst honum sem besta kennara sem þeir nokkurn tíma hafa haft. Þegar Jónas einhvern tíma strandaði í skrifum um grunnvatn kom Dóri og hellti nokkrum tegrum út í grunn- vatnið. Úr varð grein sem birtist í International Journal of Engin- eering Science. Hann átti margar slíkar einn og sjálfur. Dóri var sá fremsti í sinni grein stærðfræðinnar, sem var honum ekki bara áhugamál heldur einnig ástríða. Á seinni árum vann hann þrotlaust við stærðfræðilegar út- færslur á lögmálum eðlisfræðinn- ar milli þess sem hann var heima- vinnandi afi við að gæta barnabarna sinna og skutla þeim milli íþrótta og skóla. Við bræður spiluðum brids vikulega alla lausa mánuði ársins. Á seinasta bridskvöldi okkar sagði Dóri: „Ég byrjaði of seint að sinna eðlisfræðinni.“ Við bræður vottum eiginkonu hans, börnum og barnabörnum alla okkar samúð. Þau voru honum kærust í líf- inu. Jónas, Þorvarður og Elías. Kveðja frá Raunvísinda- stofnun Háskólans Halldór I. Elíasson, prófessor emeritus, lagði stund á eðlisfræði og stærðfræði við Háskólann í Marburg í Þýskalandi. Hann lauk diplómprófi í stærðfræði frá Há- skólanum í Göttingen 1963 og dr. rer.nat. prófi í sömu grein frá Há- skólanum í Mainz 1964. Halldór starfaði sem sérfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans árin 1967-1970 og var jafnframt dósent í hlutastarfi árin 1967- 1969. Hann var dósent við Verk- fræði- og raunvísindadeild Há- skóla Íslands 1972-1973, síðar Raunvísindadeild, og prófessor frá 1973 og allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Rann- sóknir sínar stundaði Halldór við stærðfræðistofu Raunvísinda- stofnunar alla tíð. Halldór var mikilvirkur fræði- maður, leiðbeinandi og kennari og eftir hann liggur fjöldi fræði- greina í viðurkenndum erlendum stærðfræðitímaritum. Halldór gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var m.a. ritstjóri tímaritsins Mathematica Scandinavica 1973- 1975 og 1989-1991, formaður stærðfræðiskorar Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Ís- lands 1973-1975 og 1989-1991, forstöðumaður stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar árin 1977- 1981, varaforseti Verkfræði- og raunvísindadeildar 1979-1981 og deildarforseti 1981-1983. Hann átti sæti í Rannsóknarráði Ís- lands um árabil, var formaður náttúruvísindadeildar Vísinda- ráðs og sat í stjórn ráðsins 1991- 1994. Halldór var félagi í banda- ríska stærðfræðifélaginu frá 1967 og Vísindafélagi Íslendinga. Halldór lá ekki á skoðunum sínum og birti fjölda greina um vettvang dagsins í dagblöðum. Fyrir hönd starfsmanna og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans þakka ég Halldóri I. Elíassyni farsæla samferð og votta aðstandendum hans inni- lega samúð. Hafliði Pétur Gíslason, formaður stjórnar. Halldór Ingimar Elíasson Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa, GUNNLAUGS ÚLFARS GUNNLAUGSSONAR pípulagningameistara, Norðurhópi 28, Grindavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og starfsfólk krabbameinsdeildar 11B á Land- spítalanum fyrir alúð og góða umönnun í veikindum hans. Kristín Gísladóttir Eva Rut Gunnlaugsdóttir Þorbjörn Hrannar Sigfússon Gunný Gunnlaugsdóttir Þorfinnur Gunnlaugsson Ágústa Jóna Heiðdal Sunna Sigurósk Gísladóttir Gylfi Gígja Geirsson Valur, Ágústa, Mikael Máni og Matthildur Lilja Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, KJARTANS KONRÁÐS ÚLFARSSONAR, Boðaþingi 24, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Boðans, Hrafnistu Kópavogi. Margrét Andersdóttir Anders Kjartansson Dagbjört Þuríður Oddsdóttir María I. Kjartansdóttir Andrés Eyberg Jóhannsson Úlfar Kjartansson Ingunn Heiðrún Óladóttir og barnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elsku eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GÍGJU SÆBJARGAR KRISTINSDÓTTUR frá Hrísey, Ólafsvegi 5, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hornbrekku fyrir alúð, hlýhug og góða umönnun í veikindum hennar. Jón Steindór Ásgeirsson Hafdís Jónsdóttir Guðmundur Ólafsson Gunnlaugur Jónsson Guðrún Ólafsdóttir Guðlaug Jónsdóttir Sveinn Ingvason Kristinn Jónsson Sigrún B. Einarsdóttir Sigríður S. Jónsdóttir Ásbjörn M. Jónsson Katrín Jónsdóttir Vignir Þ. Siggeirsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.