Morgunblaðið - 10.10.2019, Page 62

Morgunblaðið - 10.10.2019, Page 62
Ísland vaknar Ásgeir Páll, Kristín Sif og Jón Axel eru stjórnendur þáttarins. „Það að fá Ísland vaknar til okkar í Vogue fyrir heimilið í beina útsend- ingu var algjört æði, enda eru þau algjörir snillingar. Hér var mikið fjör og vonandi náðum við að leyfa þeim að upplifa útvarp pínulítið öðruvísi enda sendu þau beint út úr Ergomotion-rúmum,“ segir Steinn Kári Ragnarsson hjá Vogue búð- inni. Ísland vaknar-teymið var líka ánægt með að fá að senda þáttinn út uppi í rúmi. „Þetta var ótrúlega gaman. Ekkert okkar hefur áður sent út úr rúmi þó að ýmislegt hafi verið prófað í gegnum tíðina. Við vorum heppin og fengum frábær rúm að liggja í, gátum lyft bakinu og komið okkur vel fyrir,“ sagði Jón Axel sem hefur marga fjöruna sopið í útvarpi. „Við vorum einmitt að ræða það eftir á að við gætum alveg vanist þessu og spurning um að koma sér bara upp búnaði heima og senda bara út úr rúminu,“ bætti Ás- geir Páll við en hann stjórnaði út- sendingunni úr Vogue búðinni og hafði veg og vanda af því að allt skil- aði sér til hlustenda. Íslandsmót í hrotum Samhliða útsendingunni var stað- ið fyrir Íslandsmótinu í hrotum þar sem hlustendum gafst kostur á að senda hroturnar sínar, maka eða annarra fjölskyldumeðlima eða vina inn og freista þess að vinna Ergo- motion-rúm frá Vogue búðinni að verðmæti vel yfir 600.000 kr. „Inn- sendingar fóru fram úr björtustu vonum og það var mikil vinna að fara í gegnum allar hroturnar, en að lokum stóðu mjög óvenjulegar hrot- ur Kára Þorleifssonar uppi sem sigurvegari,“ segir Ásgeir Páll, sem hefur legið yfir upptökum af hrotum undanfarnar vikur. Kári kom í Vogue búðina í vik- unni og fékk nýja rúmið afhent og var hann að vonum ánægður með þennan glæsilega vinning og sömu- leiðis með titilinn, að vera Íslands- meistari í hrotum. „Tilfinningin að vera Íslandsmeistari í hrotum er yndisleg, loksins borgaði það sig að hrjóta svona,“ segir Kári sem skammast sín ekkert fyrir að hrjóta. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég sendi upptökuna inn sjálfur, það er ekkert feimnismál hjá mér að ég hrjóti,“ bætti Kári við sem sagðist að- spurður jafnvel vera til í að taka þátt í hrotukeppni á víðari vett- vangi, t.d. á heimsmeistaramóti. Hrotubanarúm á leiðinni Steinn Kári er stoltur af Ergomo- tion-rúmunum sem Kári fékk í vinn- ing. „Ergomotion eru stillanleg heilsurúm sem geta gert svefngæði þín meiri, með öllum þeim mögu- leikum sem þau bjóða upp á. Hægt er að fá allt frá mjög einföldum vönduðum og góðum rúmum yfir í stillanleg rúm sem gera allt sem hugurinn girnist og meira til,“ segir Steinn sem er svo að fá spennandi nýjung á nýju ári fyrir þá sem hrjóta. „Væntanlegt á nýju ári er rúm frá Ergomotion með „hrotu- bana“, rúmið hlustar á þig sofa, að- stoðar þig við að hrjóta ekki, mælir svefninn þinn, gæði hans og fleira og fleira,“ segir Steinn og er ljóst að hrjótarar þessa lands geta látið sig hlakka til. Bein útsending uppi í rúmi Það var mikið líf í morgunþætti K100, Ísland vakn- ar, í síðustu viku þegar þátturinn var sendur beint út úr Vogue búðinni. Þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif hlömmuðu sér upp í Ergomotion-rúm og sendu þáttinn beint út úr rúminu í náttfötum. Reynsluboltar Ásgeir Páll og Jón Axel hafa prófað ýmislegt, en aldrei áður að senda útvarpsþátt beint úr rúminu! Ergomotion Kári mátar rúmið ásamt kærustunni sinni Evelínu sem greini- lega er bjartsýn á betri svefn í nýju rúmi og kannski minni hrotur. Gleði Það er alltaf gaman þar sem K100 er, í rúminu sem annars staðar. Hrotuplástur Jón Axel prófaði plástur í beinni sem á að draga úr hrotum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Reykjavik Raincoats LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.reykjavikraincoats.com info@reykjavikraincoats.com Sími: 5711177

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.