Morgunblaðið - 10.10.2019, Page 66
66 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019
Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is
Allt til merkinga & pökkunar
Kemur með snertiskjá og WiFi Hægt er að fá ofninn í mörgum litum
TURBOCHEF ECO
er minnsti og sparneytnasti ofninn
frá TurboChef
Hentar sérstaklega vel fyrir kaffihús, bensínstöðvar og minni staði
sem eru með skyndibita.
GRINDAVÍK
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Útlitið er mjög gott. Við erum með
mjög spennandi hóp, góðan kjarna og
nýjan þjálfara sem er mjög metn-
aðarfullur og ég er mjög hrifinn af.
Við erum með ungt og ferskt lið,“
segir Sigtryggur Arnar Björnsson,
leikmaður Grindavíkur, um körfu-
boltatímabilið sem er nýhafið.
Grindvíkingar taka á móti Keflvík-
ingum í Suðurnesjaslag í kvöld og
vonast Arnar til þess að þá geti þeir
frumsýnt Bandaríkjamanninn Jamal
Olasewere, sem missti af tapleiknum
gegn Íslandsmeisturum KR í 1. um-
ferð. Auk Olasewere hefur Grindavík
meðal annars fengið til sín landsliðs-
manninn Dag Kár Jónsson og Björg-
vin Hafþór Ríkharðsson, og Ingvi Þór
Guðmundsson er nú með frá byrjun.
Þá er hinn 32 ára gamli Daníel Guðni
Guðmundsson orðinn aðalþjálfari í
stað Jóhanns Þórs Ólafssonar, eftir
að hafa aðstoðað Jóhann á síðustu
leiktíð, og Helgi Jónas Guðfinnsson
aðstoðarþjálfari.
„Dagur og Björgvin eru báðir mjög
sterkir leikmenn. Dagur er mjög góð-
ur leikstjórnandi og mér finnst mjög
gott að spila með honum. Hann getur
búið eitthvað til fyrir alla í liðinu.
Björgvin er mikill X-faktor sem getur
sprengt upp leiki og hjálpað okkur
mjög mikið. Það eru fáir sem ráða við
hraðann hjá honum. Ingvi er svo bú-
inn að vera hörkuduglegur í allt sum-
ar, hann var bara alltaf í íþróttahús-
inu og hann á klárlega eftir að vera
góður í vetur,“ segir Arnar, en þeir
Ingvi voru stigahæstir í leiknum við
KR í síðustu viku. Þar saknaði
Grindavík Olasewere:
„Hann er búinn að vera mjög lítið
með en miðað við það sem ég hef séð
er hann hörkugóður körfuboltamað-
ur. Hann er nautsterkur, með lágan
þyngdarpunkt sem hentar mjög vel í
þessa deild. Þó að hann sé ekki há-
vaxinn þá getur hann stigið menn út
og tekið fráköst þannig. Vonandi
verður hann með okkur sem fyrst.“
Andleysinu sagt stríð á hendur
Grindavík endaði í 8. sæti á síðustu
leiktíð en liðinu gekk illa að tengja
saman tvo sigra:
„Mér finnst meiri stemning yfir lið-
inu í byrjun tímabilsins núna en í
fyrra. Ég held að við stöndum okkur
betur í vetur, að minnsta kosti hef ég
betri tilfinningu fyrir þessu. Það er
betri andi í hópnum. Á síðasta tíma-
bili var eitthvert andleysi í okkur í
mörgum leikjum og óstöðugleikinn
var mikill. Ég get ekki sagt nákvæm-
lega til um af hverju þetta var en það
vantaði meiri stemningu í liðið. Þetta
er annað núna. Við byrjuðum
snemma að æfa, erum allir góðir fé-
lagar og duglegir að hittast, fórum í
æfingaferð til Spánar og erum búnir
að búa til góðan anda fyrir tímabilið,“
segir Arnar, og hann segir breytingar
einnig koma með nýju þjálfarateymi:
„Já, klárlega. Danni er ungur og
hefur ekki fengið mikinn séns til þess
að sanna sig. Hann vill nýta tækifær-
ið til að sýna hversu góður þjálfari
hann er, leggur mikinn metnað í sitt
og hjálpar okkur mikið. Helgi Jónas
gerir það sömuleiðis. Hann sér um
styrktarprógrammið enda hámennt-
aður í því og búinn að koma okkur í
hörkuform.“
Útlitið orðið
bjartara í
Grindavík
Morgunblaðið/Hari
Mikilvægur Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 16,3 stig að meðaltali í
leik fyrir Grindavík síðasta vetur, gaf 3,7 stoðsendingar og tók 4,8 fráköst.
Arnar segir meiri stemningu í liðinu
nú Gott fyrir alla að spila með Degi
Þjálfari: Daníel Guðni Guð-
mundsson.
Aðstoðarþjálfari: Helgi Jónas
Guðfinnsson.
Árangur 2018-19: 8. sæti og átta
liða úrslit.
Íslandsmeistari: 1996, 2012, 2013.
Bikarmeistari: 1995, 1998, 2000,
2006, 2014.
Grindavík tapaði fyrir KR á úti-
velli, 89:77, í fyrstu umferð deild-
arinnar og fær Keflavík í heim-
sókn í annarri umferðinni í kvöld.
BAKVERÐIR:
Björgvin Hafþór Ríkharðsson
Bragi Guðmundsson
Dagur Kár Jónsson
Ingvi Þór Guðmundsson
Kristófer Breki Gylfason
Nökkvi Már Nökkvason
Sigtryggur Arnar Björnsson
FRAMHERJAR:
Jamal Olasewere
Ólafur Ólafsson
Sverrir Týr Sverrisson
MIÐHERJAR:
Davíð Páll Hermannsson
Jens Valgeir Óskarsson
Lið Grindavíkur 2019-20
KOMNIR:
Björgvin Þór Ríkharðsson frá
Skallagrími
Dagur Kár Jónsson frá Flyers Wels
(Austurríki)
Davíð Páll Hermannsson frá Kefla-
vík
Jamal Olasewere frá Blu Basket
Treviglio (Ítalíu)
FARNIR:
Jordy Kuiper í Cáceres (Spáni)
Lewis Clinch, óvíst
Breytingar á liði Grindavíkur
Mín tilfinning fyrir vetrinum hjá Grindavík er sú
að stöðugleiki verði vandamál þar sem liðið geti
unnið bestu lið landsins á góðum degi en tapað
fyrir lakari liðunum á slæmum degi.
Bakvarðasveit liðsins er ein sú besta í deildinni
en liðið hefur ekki marga kosti í framherja- og
miðherjastöðunum.
Mér finnst því jafnvægið í liðinu ekki vera gott
en hvort þetta er endanlegur hópur verður að koma í ljós.
Það er ekkert lið sem er með jafn mikla ógn fyrir utan þriggja stiga
línuna og Grindavík.
Benedikt Guðmundsson
um Grindvíkinga
Janus Daði Smárason, landsliðs-
maður í handbolta, skoraði þrjú mörk
fyrir Aalborg þegar liðið styrkti stöðu
sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar
með 27:25-sigri á Holstebro í gær.
Ómar Ingi Magnússon er enn frá
keppni vegna höfuðmeiðsla frá því í vor.
Knattspyrnumarkvörðurinn Vignir
Jóhannesson hefur samið við Stjörn-
una fyrir næsta tímabil en hann hefur
verið í röðum FH þrjú síðustu ár. Vignir,
sem er 29 ára gamall, spilaði fimm leiki
með FH í úrvalsdeildinni í ár en hefur
fyrst og fremst verið í hlutverki vara-
markvarðar. Þar á undan varið hann
mark Selfoss eitt tímabil. Vignir á að
fylla skarð Guðjóns Orra Sigurjóns-
sonar sem er hættur hjá Garðabæj-
arliðinu og veita Haraldi Björnssyni
samkeppni um markvarðarstöðuna.
Elvar Már Friðriksson og félagar í
sænska liðinu Borås náðu ekki að kom-
ast áfram í riðlakeppni Evrópubik-
arkeppni FIBA í körfu-
bolta. Borås mætti
tyrkneska liðinu Pin-
ar Karsiyaka í tveim-
ur leikjum um sæti í
riðlakeppninni en
tapaði einvíginu
samtals 155:128.
Í seinni leiknum í
Tyrklandi í gær
skoraði Elvar 10
stig, tók tvö
fráköst og
gaf tvær
stoðsend-
ingar, en Bo-
rås tapaði leikn-
um 78:58.
Eitt
ogannað