Morgunblaðið - 10.10.2019, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 10.10.2019, Qupperneq 66
66 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar Kemur með snertiskjá og WiFi Hægt er að fá ofninn í mörgum litum TURBOCHEF ECO er minnsti og sparneytnasti ofninn frá TurboChef Hentar sérstaklega vel fyrir kaffihús, bensínstöðvar og minni staði sem eru með skyndibita. GRINDAVÍK Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Útlitið er mjög gott. Við erum með mjög spennandi hóp, góðan kjarna og nýjan þjálfara sem er mjög metn- aðarfullur og ég er mjög hrifinn af. Við erum með ungt og ferskt lið,“ segir Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Grindavíkur, um körfu- boltatímabilið sem er nýhafið. Grindvíkingar taka á móti Keflvík- ingum í Suðurnesjaslag í kvöld og vonast Arnar til þess að þá geti þeir frumsýnt Bandaríkjamanninn Jamal Olasewere, sem missti af tapleiknum gegn Íslandsmeisturum KR í 1. um- ferð. Auk Olasewere hefur Grindavík meðal annars fengið til sín landsliðs- manninn Dag Kár Jónsson og Björg- vin Hafþór Ríkharðsson, og Ingvi Þór Guðmundsson er nú með frá byrjun. Þá er hinn 32 ára gamli Daníel Guðni Guðmundsson orðinn aðalþjálfari í stað Jóhanns Þórs Ólafssonar, eftir að hafa aðstoðað Jóhann á síðustu leiktíð, og Helgi Jónas Guðfinnsson aðstoðarþjálfari. „Dagur og Björgvin eru báðir mjög sterkir leikmenn. Dagur er mjög góð- ur leikstjórnandi og mér finnst mjög gott að spila með honum. Hann getur búið eitthvað til fyrir alla í liðinu. Björgvin er mikill X-faktor sem getur sprengt upp leiki og hjálpað okkur mjög mikið. Það eru fáir sem ráða við hraðann hjá honum. Ingvi er svo bú- inn að vera hörkuduglegur í allt sum- ar, hann var bara alltaf í íþróttahús- inu og hann á klárlega eftir að vera góður í vetur,“ segir Arnar, en þeir Ingvi voru stigahæstir í leiknum við KR í síðustu viku. Þar saknaði Grindavík Olasewere: „Hann er búinn að vera mjög lítið með en miðað við það sem ég hef séð er hann hörkugóður körfuboltamað- ur. Hann er nautsterkur, með lágan þyngdarpunkt sem hentar mjög vel í þessa deild. Þó að hann sé ekki há- vaxinn þá getur hann stigið menn út og tekið fráköst þannig. Vonandi verður hann með okkur sem fyrst.“ Andleysinu sagt stríð á hendur Grindavík endaði í 8. sæti á síðustu leiktíð en liðinu gekk illa að tengja saman tvo sigra: „Mér finnst meiri stemning yfir lið- inu í byrjun tímabilsins núna en í fyrra. Ég held að við stöndum okkur betur í vetur, að minnsta kosti hef ég betri tilfinningu fyrir þessu. Það er betri andi í hópnum. Á síðasta tíma- bili var eitthvert andleysi í okkur í mörgum leikjum og óstöðugleikinn var mikill. Ég get ekki sagt nákvæm- lega til um af hverju þetta var en það vantaði meiri stemningu í liðið. Þetta er annað núna. Við byrjuðum snemma að æfa, erum allir góðir fé- lagar og duglegir að hittast, fórum í æfingaferð til Spánar og erum búnir að búa til góðan anda fyrir tímabilið,“ segir Arnar, og hann segir breytingar einnig koma með nýju þjálfarateymi: „Já, klárlega. Danni er ungur og hefur ekki fengið mikinn séns til þess að sanna sig. Hann vill nýta tækifær- ið til að sýna hversu góður þjálfari hann er, leggur mikinn metnað í sitt og hjálpar okkur mikið. Helgi Jónas gerir það sömuleiðis. Hann sér um styrktarprógrammið enda hámennt- aður í því og búinn að koma okkur í hörkuform.“ Útlitið orðið bjartara í Grindavík Morgunblaðið/Hari Mikilvægur Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik fyrir Grindavík síðasta vetur, gaf 3,7 stoðsendingar og tók 4,8 fráköst.  Arnar segir meiri stemningu í liðinu nú  Gott fyrir alla að spila með Degi Þjálfari: Daníel Guðni Guð- mundsson. Aðstoðarþjálfari: Helgi Jónas Guðfinnsson. Árangur 2018-19: 8. sæti og átta liða úrslit. Íslandsmeistari: 1996, 2012, 2013. Bikarmeistari: 1995, 1998, 2000, 2006, 2014.  Grindavík tapaði fyrir KR á úti- velli, 89:77, í fyrstu umferð deild- arinnar og fær Keflavík í heim- sókn í annarri umferðinni í kvöld. BAKVERÐIR: Björgvin Hafþór Ríkharðsson Bragi Guðmundsson Dagur Kár Jónsson Ingvi Þór Guðmundsson Kristófer Breki Gylfason Nökkvi Már Nökkvason Sigtryggur Arnar Björnsson FRAMHERJAR: Jamal Olasewere Ólafur Ólafsson Sverrir Týr Sverrisson MIÐHERJAR: Davíð Páll Hermannsson Jens Valgeir Óskarsson Lið Grindavíkur 2019-20 KOMNIR: Björgvin Þór Ríkharðsson frá Skallagrími Dagur Kár Jónsson frá Flyers Wels (Austurríki) Davíð Páll Hermannsson frá Kefla- vík Jamal Olasewere frá Blu Basket Treviglio (Ítalíu) FARNIR: Jordy Kuiper í Cáceres (Spáni) Lewis Clinch, óvíst Breytingar á liði Grindavíkur  Mín tilfinning fyrir vetrinum hjá Grindavík er sú að stöðugleiki verði vandamál þar sem liðið geti unnið bestu lið landsins á góðum degi en tapað fyrir lakari liðunum á slæmum degi.  Bakvarðasveit liðsins er ein sú besta í deildinni en liðið hefur ekki marga kosti í framherja- og miðherjastöðunum.  Mér finnst því jafnvægið í liðinu ekki vera gott en hvort þetta er endanlegur hópur verður að koma í ljós.  Það er ekkert lið sem er með jafn mikla ógn fyrir utan þriggja stiga línuna og Grindavík. Benedikt Guðmundsson um Grindvíkinga  Janus Daði Smárason, landsliðs- maður í handbolta, skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg þegar liðið styrkti stöðu sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27:25-sigri á Holstebro í gær. Ómar Ingi Magnússon er enn frá keppni vegna höfuðmeiðsla frá því í vor.  Knattspyrnumarkvörðurinn Vignir Jóhannesson hefur samið við Stjörn- una fyrir næsta tímabil en hann hefur verið í röðum FH þrjú síðustu ár. Vignir, sem er 29 ára gamall, spilaði fimm leiki með FH í úrvalsdeildinni í ár en hefur fyrst og fremst verið í hlutverki vara- markvarðar. Þar á undan varið hann mark Selfoss eitt tímabil. Vignir á að fylla skarð Guðjóns Orra Sigurjóns- sonar sem er hættur hjá Garðabæj- arliðinu og veita Haraldi Björnssyni samkeppni um markvarðarstöðuna.  Elvar Már Friðriksson og félagar í sænska liðinu Borås náðu ekki að kom- ast áfram í riðlakeppni Evrópubik- arkeppni FIBA í körfu- bolta. Borås mætti tyrkneska liðinu Pin- ar Karsiyaka í tveim- ur leikjum um sæti í riðlakeppninni en tapaði einvíginu samtals 155:128. Í seinni leiknum í Tyrklandi í gær skoraði Elvar 10 stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsend- ingar, en Bo- rås tapaði leikn- um 78:58. Eitt ogannað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.