Morgunblaðið - 10.10.2019, Page 69

Morgunblaðið - 10.10.2019, Page 69
ÍÞRÓTTIR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 HANDBOLTI Olísdeild karla ÍBV – Selfoss ........................................ 29:30 Haukar – FH ........................................ 29:29 Staðan: ÍR 5 5 0 0 160:133 10 Haukar 5 4 1 0 130:118 9 ÍBV 5 4 0 1 136:124 8 Afturelding 5 4 0 1 133:122 8 Selfoss 5 3 1 1 146:146 7 FH 5 2 1 2 132:131 5 KA 5 2 0 3 137:136 4 Valur 5 1 1 3 120:120 3 Fjölnir 5 1 1 3 127:143 3 Fram 5 1 0 4 111:121 2 Stjarnan 5 0 1 4 117:139 1 HK 5 0 0 5 123:139 0 Þýskaland Blomberg-Lippe – Leverkusen.......... 36:24  Hildigunnur Einarsdóttir var ekki á meðal markaskorara Leverkusen. Neckarsulmer – Thüringer................ 21:40  Birna Berg Haraldsdóttir var ekki á meðal markaskorara Neckarsulmer. Danmörk Holstebro – Aalborg............................ 25:27  Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Skjern – GOG ....................................... 36:32  Elvar Örn Jónsson skoraði 1 mark fyrir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 4 af 15 skotum sem hann fékk á sig í mark- inu. Patrekur Jóhannesson þjálfar liðið.  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir GOG en Óðinn Þór Ríkharðsson ekk- ert. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 2 skot af 12 sem hann fékk á sig í marki liðsins.  Efstu lið: Aalborg 13, Bjerringbro/Silke- borg 9, Ribe-Esbjerg 9, Holstebro 8, GOG 8, SönderjyskE 8, Skjern 7, Aarhus 6. Esbjerg – Horsens ............................... 27:21  Rut Jónsdóttir var ekki á meðal marka- skorara Esbjerg. Frakkland Bourg-de-Péage – Brest Bretagne ... 20:36  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor- aði 3 mörk fyrir Bourg-de-Péage. Noregur Kolstad – Elverum............................... 30:30  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir Elverum. Nærbö – Drammen.............................. 26:27  Óskar Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir Drammen. Svíþjóð Alingsås – Lugi .................................... 24:21  Aron Dagur Pálsson var ekki á meðal markaskorara Alingsås. Meistaradeild Evrópu A-riðill: Flensburg – Zagreb ............................. 20:17  Staðan: Flensburg 7, Aalborg 6, París SG 6, Barcelona 4, Pick Szeged 3, Elverum 0, Celje Lasko 0, Zagreb 0. ÁSVELLIR/EYJAR Bjarni Helgason Guðmundur Tómas Sigfússon Einar Rafn Eiðsson tryggði FH 29:29-jafntefli við Hauka í frábær- um Hafnarfjarðarslag í Olísdeild- inni í handbolta í gærkvöld. Óhætt er að segja að leikur Hafnarfjarðarliðanna hafi verið spennandi en Haukum tókst þó að búa sér til þriggja marka forskot fyrir lok fyrri hálfleiks, 14:11. Það forskot var hins vegar fljótt að hverfa því FH-ingar komu vel gír- aðir í seinni hálfleikinn og jöfnuðu metin á fjórum mínútum. Þeir komust svo yfir með marki Ás- björns Friðrikssonar úr hraðaupp- hlaupi 20 mínútum fyrir leikslok, 20:19, en Haukar náðu forystunni fljótt aftur. Einar Pétur Pétursson virtist vera að tryggja Haukum sigur þeg- ar hann skoraði hálfri mínútu fyrir leikslok, en nafni hans var ekki á sama máli eins og fyrr segir. Selfyssingar magnaðir í 45 mínútur en högnuðust á mistökum Selfyssingar stöðvuðu sig- urgöngu Eyjamanna í gærkvöldi þegar liðið vann magnaðan eins marks sigur í Vestmannaeyjum, 29:30. Selfyssingar lögðu grunninn að sigrinum á fyrstu 45 mínútunum þar sem liðið spilaði magnaðan handbolta, þeir leiddu 20:26 þegar korter var eftir. Kristján Örn Kristjánsson og Hákon Daði Styrmisson skoruðu hvor um sig 9 mörk fyrir Eyja- menn, hjá gestunum var Atli Ævar Ingólfsson með átta mörk en þeir Hergeir Grímsson og Haukur Þrastarson gerðu sex mörk hvor. Selfyssingar eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þeir léku fyrstu 45 mínútur leiksins en þeir voru í raun búnir að kasta sigrinum frá sér undir lokin. Þá voru Eyjamenn í sókn og 30 sekúndur eftir, en þá voru skref dæmd á Dag Arnarsson, þegar hann var þó aðeins búinn að taka tvö skref. Rándýr dómur en einhverjir veltu því fyrir sér hvort dæmd hefði verið leiktöf á Dag, en hann hélt á boltanum í 2 sekúndur. Eyjamenn eru vissulega æfir yfir dómnum enda telja þeir að þeir hafi verið rændir stigunum tveim- ur, þar sem liðið hefði verið í frá- bærri stöðu til að vinna leikinn, með boltann og 30 sekúndur eftir. Dómarar leiksins áttu virkilega slakan leik og bitnaði það á báðum liðum á löngum köflum í leiknum. Margir óskiljanlegir dómar litu dagsins ljós og létu stuðningsmenn beggja liða klóra sér í hausnum. Það skal þó tekið fram að þrátt fyrir þessa frammistöðu í leiknum hafa báðir þessir dómarar, Bjarki Bóasson og Bóas Börkur Bóasson, dæmt fjöldann allan af góðum leikj- um. Selfyssingar eru komnir með sjö stig og eru því einungis einu stigi á eftir ÍBV, sem hafði unnið fyrstu fjóra leiki sína. Leiksins verður minnst fyrir þessi afdrifaríku dómaramistök en þá einnig fyrir mikið af töpuðum boltum en bæði lið gáfu boltann oftar en ekki á andstæðinga sína í sóknum sínum. Selfyssingar spila Evrópuleik á laugardaginn og ef þeir ná að færa fyrstu 45 mínútur þessa leiks yfir á laugardag eru þeim allir vegir fær- ir. Grímur Hergeirsson og Haukur Þrastarson biðluðu báðir til stuðn- ingsmanna í viðtali eftir leik um að fylla kofann á laugardag þegar sænska liðið Malmö kemur í heim- sókn. Hafnarfjarðarslagurinn var af bestu gerð  Selfoss vann sætan sigur í Eyjum fyrir Evrópuleik  Dýrkeypt dómaramistök Morgunblaðið/Árni Sæberg Rimma Bjarni Ófeigur Valdimarsson skýtur að marki Hauka en Vignir Svavarsson tekur hraustlega á honum. Vestmannaeyjar, Olísdeild karla, miðvikudag 9. október 2019. Gangur leiksins: 1:2, 3:6, 5:7, 7:10, 10:13, 13:15, 14:19, 17:23, 20:26, 24:27, 27:28, 29:30. Mörk ÍBV: Kristján Örn Kristjánsson 9, Hákon Daði Styrmisson 9/4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Elliði Snær Viðarsson 3, Theódór Sigurbjörns- son 2, Petar Jokanovic 1, Fannar Friðgeirsson 1. Varin skot: Petar Jokanovic 3, Björn Viðar Björnsson 1. ÍBV – SELFOSS 29:30 Utan vallar: 8 mínútur Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 8, Hergeir Grímsson 6/2, Haukur Þrastarson 6, Guðjón Baldur Óm- arsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 3, Magnús Öder Einarsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 1. Varin skot: Einar Baldvin Baldvins- son 9/1. Utan vallar: 16 mínútur Dómarar: Bjarki Bóasson og Bóas Börkur Bóasson. Áhorfendur: 520. Ásvellir, Olísdeild karla, miðvikudag 9. október 2019. Gangur leiksins: 2:3, 6:5, 6:7, 9:7, 12:8, 14:11, 15:15, 17:15, 18:20, 22:21, 25:22, 26:25, 28:29, 29:29. Mörk Hauka: Adam Haukur Baum- ruk 7, Einar Pétur Pétursson 6, Ólaf- ur Ægir Ólafsson 4/3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Vignir Svav- arsson 3, Atli Már Báruson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Ásgeir Örn Hall- grímsson 1, Jason Guðnason 1. HAUKAR – FH 29:29 Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 15/2. Utan vallar: 12 mínútur Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 9/2, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7, Arnar Freyr Ársælsson 6, Einar Rafn Eiðs- son 3, Ágúst Birgisson 2, Einar Örn Sindrason 1, Birgir Már Birgisson 1. Varin skot: Phil Döhler 8. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrast- arson og Svavar Ólafur Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.