Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 8
Áhugi á ráðstefnunni var mikill og skráðu sig til þátttöku rúmlega 230 hjúkrun- arfræðingar. Dagskráin var mjög fjölbreytt en boðið var upp á rúmlega 50 fyrirlestra, 14 vinnusmiðjur og kynnt voru 36 veggspjöld. að þessu sinni var lögð sérstök áhersla á vinnusmiðjur. Voru þær mjög vinsælar og var upppantað í flestar þeirra. framsögu- erindin og veggspjöldin endurspegluðu vel fjölbreytt fagsvið hjúkrunar og sýndu niðurstöður rannsókna, sem kynntar voru, mikla grósku í þróun hjúkrunar á öllum sviðum. Á ráðstefnunni kynntu fyrirtæki vörur sínar og mátti þar finna ýmsar nýj - ungar sem hjúkrunarfræðingarnir kunnu vel að meta. gestafyrirlesari ráðstefnunnar var dr. Tiny jaarsma, prófessor í hjúkrun við há- skólann í Linköping í Svíþjóð. hún, ásamt kollegum frá Bandaríkjunum og Svíþjóð, hefur m.a. sett fram kenningu um sjálfsumönnun meðal langveikra sjúklinga og útbúið kvarðann „The European heart failure Self-care Behavior Scale“ sem hefur verið þýddur á 21 tungumál. Dr. Tiny hélt fyrirlestur við setningu ráðstefnunnar auk þess sem hún stýrði vinnusmiðju sem hún kallaði „Sjálfsumönnun og langvarandi veikindi: hvernig er unnið með sjálfsumönnun í daglegum störfum.“ Í fyrirlestrinum kynnti hún hvernig nota má nýjustu tækni og tækniþróunina til að auka sjálfs - umönnun sjúklinga og á hvern hátt megi takast á við þau vandamál sem því fylgja. Brautryðjendastarf Ingibjargar R. Magnúsdóttur Í tengslum við ráðstefnuna var dagskrá til heiðurs ingibjörgu r. Magnúsdóttur, heiðursfélaga í fíh. Þar var henni þakkað framlag hennar og brautryðjendastörf að hjúkrunarmálum hér á landi. Má þar nefna framlag hennar til breytinga á hjúkrunar- náminu, breytingar á lögum um ábyrgð hjúkrunarfræðinga á starfi og að koma yfir- stjórn hjúkrunar í hendur hjúkrunarfræðinga sjálfra, aukinn veg hjúkrunar í heil - brigðisþjónustunni og kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga. að lokum var úthlutað styrk úr rannsóknarsjóði hennar en hann hlaut að þessu sinni hafdís Skúladóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild háskólans á akureyri. Við slit ráðstefnunnar hélt Árelía Eydís guðmundsdóttir, dósent við hÍ og rithöf- undur, tölu sem hún kallaði „Þroskaðri, sterkari og glaðari með hverju árinu“. góður rómur var gerður að ráðstefnunni og fóru þátttakendur þaðan glaðari og fróðari en þegar þeir komu. Á næstu síðum er fjallað um efni nokkurra erinda og vinnusmiðja á ráðstefnunni. 8 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Fjölbreytt og fróðleg dagskrá á Hjúkrun 2017 Aðalbjörg Finnbogadóttir Við athöfnina var úthlutað styrk úr rannsóknar - sjóði Ingibjargar en hann hlaut Hafdís Skúla- dóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild Háskól - ans á Akureyri. Ráðstefnan Hjúkrun 2017, Fram í sviðsljósið, var haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 28.–29. september síðastliðinn. Ráð - stefnan var samstarfsverkefni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hjúkrunar fræðideilda Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands, Landspítala og Heilsugæslu höfuð borgar svæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.