Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 47
nýlegar doktorsvarnir í hjúkrunarfræði tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 47 Gagnsemi sjónhimnusúrefnismælinga við mat á súrefnisbúskap í systemísku blóðrásinni Meginmarkmið doktorsritgerðar Þórunnar Scheving Elíasdóttur var að meta hvort hægt sé að nota sjónhimnusúrefnismælingar til að áætla súrefnismettun í miðlægri blóðrás sem hingað til hefur ekki verið mögulegt nema með ífarandi inngripum. Sam- felld mæling á súrefnismettun slagæðablóðs með púlsoximæli er staðlað verklag við vöktun sjúklinga, t.a.m á gjörgæslu, við bráðar aðstæður á vettvangi og við svæfingar og slævingar á skurðstofum. Slíkar mælingar takmarkast við útæðar (peripheral cir- culation) og geta verið óáreiðanlegar þegar líkaminn dregur úr blóðflæði til útlima, t.d. í losti eftir alvarlega áverka og bráða sjúkdóma. Sjónhimnan er hluti miðtauga- kerfisins og eru sjónhimnuæðar því miðlægar æðar sem samsvara súrefnisástandi miðtaugakerfisins að nokkru leyti. Sjónhimnusúrefnismælingar álitlegur kostur við mat á súrefnismettun nýbura Súrefnismettun sjónhimnuæða var mæld hjá fólki með miðbláæðarlokun sem veldur staðbundnum súrefnisskorti í innri sjónhimnunni; hjá sjúklingum með alvarlega lang- vinna lungnateppu sem einkennist af kerfisbundnum súrefnisskorti og hjá heil- brigðum einstaklingum til að meta kerfisbundin áhrif innandaðs súrefnis. að auki voru teknar myndir af nýburum með leysiskanna-augnbotnamyndavél og fyrr- greindum hugbúnaði sem búið var að aðlaga leysiskannatækninni til útreikninga á æðavídd og ljósþéttnihlutfalli í slag- og bláæðlingum en sjónhimnusúrefnismælingar hafa ekki áður verið notaðar hjá ungum börnum. niðurstöðurnar sýna að sjónhimnusúrefnismælirinn er næmur fyrir staðbundnum og kerfisbundnum breytingum á súrefnismettun í miðlægum æðum. rannsóknin á ungbörnunum gefur vísbendingar um að sjónhimnusúrefnismælingar séu álitlegur kostur við mat á súrefnismettun nýbura. umsjónarkennari í verkefninu var dr. guðrún kristjánsdóttir, prófessor við hjúkr- unarfræðideild háskóla Íslands, og leiðbeinandi var dr. Einar Stefánsson, prófessor við Læknadeild háskóla Íslands. auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Charles Vacchiano, prófessor við Duke-háskólann í Bandaríkjunum, dr. Þórarinn gíslason, prófessor við Læknadeild háskóla Íslands, og dr. gísli heimir Sigurðsson, prófessor við sömu deild. andmælendur voru dr. Lars Michael Larsen, prófessor við kaupmannahafnarháskóla, og dr. Ársæll Már arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið háskóla Íslands. Dr. Þórunn Scheving Elíasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.