Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 58
í aðlögunarferlinu: „Lengi býr að fyrstu gerð.“ aðstandendur þurfa ekki síður á skilningi og þolinmæði frá starfsfólki heim- ilanna að halda en íbúarnir og uppbyggileg tengsl milli starfs- fólks og íbúa og aðstandenda þeirra er lykillinn að hágæða - umönnun. Þá er nauðsynlegt að viðurkenna að þekking leik- manna er að minnsta kosti eins mikilvæg og þekking fag- manna. Þannig getur raunveruleg samvinna umönnunaraðila, starfsfólks og fjölskyldna hafist (júlíana Sigurveig guðjóns- dóttir, 2007b). Það getur tekið tíma en yfirleitt gengur aðlög- unarferlið ákaflega vel. Samfylgd Saga úr Sóltúni: Hún horfði á mig og brosti, ég fann að henni leið vel. Hún hafði ekki skilning á því hver ég var, hvaða hlutverk ég hafði, en hún brosti til mín og sagði: ,,Þú ert góður.“ Ég leit í þakk- lát augu hennar og hugsaði með mér að í vanmætti okkar hefði hlýjan og kærleikurinn greinilega skilað sér. Í Ba-ritgerð Margrétar Einarsdóttir (2015) er fjallað um þjón- andi leiðsögn í umönnun aldraðra og hve miklu máli það skiptir fyrir líðan hinna öldruðu hvernig umönnunaraðilar koma fram, hvernig samfylgd við veitum viðkomandi og hvernig vináttan birtist. Íbúi, sem finnur fyrir kærleika, sama hvernig heilsufar hans er, veit að fólkið í kringum hann er til staðar og vill honum vel. Það skapar öryggi sem er einn af grundvallarþáttunum í vellíðan. Viðkomandi finnur þegar umönnunaraðili er glaður og sýnir ástúð; það gerir tilveru hans viðráðanlegri og auðveldar alla tjáningu og samskipti. Vin- gjarnlegt augnaráð, hlýlegt bros og þolinmæði; allt þetta hefur áhrif á líðan íbúans. Nærvera Með því að sýna góðsemd og þolinmæði og vera hjálpfús og kærleiksríkur getur umönnunaraðili stuðlað að því að fólki finnist gott að vera í kringum hann. Streita og óþolinmæði vekur ótta og ugg hjá fólki og þess vegna er svo mikilvægt að halda ró sinni í allri umgengni við íbúa. Samfylgdin á Sóltúni einkennist þá af hlýrri nálægð. Með því að koma fram af hóg- værð en jafnframt myndugleika sköpum við traust og öryggi. röddin skiptir líka miklu máli í allri samfylgd. raddbeiting hefur áhrif, t.d. getur stafað hlýja og virðing frá raddblæ. Orðin, sem umönnunaraðilar nota, eiga að vera vönduð og jákvæð. Tala á blíðlega og skýrt til íbúans, því það stuðlar að öryggi og trausti, og síðast en ekki síst þarf að hlusta af þolinmæði. Hvað er sálgæsla? Mikilvægt er að gera greinarmun á sálfræðimeðferð og sál- gæslu. Meðferðarvinna er á höndum sálfræðinga sem greina á faglegan hátt andlega líðan fólks með aðferðum sálfræðinnar. Sálgæsla er hins vegar trúnaðarsamtal prests, djákna eða annars heilbrigðisstarfsfólks við hvern þann sem þarf á trúnaði að halda og kýs að leita til þeirra með vandamál sín, tilfinningar eða lífsreynslu. Í þessum orðum kristallast sálgæslan: að vera til staðar fyrir þá sem eru að fara í gegnum erfiða tíma. Það er vináttan sem við veitum með nærveru, hlustun og samfylgd. Þá skiptir máli að aðgengið sé gott, að djákna eða heilbrigðisstarfsmanni, að þörfinni sé sinnt þegar hún birtist. Sálgæslan byggist á heildstæðum mannskilningi, hún verður aldrei sundurgreind, hún er líkami, andi og sál í sínu félagslega umhverfi. Sálgæslan er jafnframt nokkurs konar brúargerð milli guðs og manns og manns og annars (Sigfinnur Þorleifs- son, 2001). Séra Solveig Lára guðmundsdóttir, sem hefur skrifað um þróun sálgæslu í starfi kirkjunnar, bendir á að sálgæslustarf sé í raun jafngamalt kirkjunni og að lykilorð hennar sé lífsreynsla. Í öllum sálgæslusamtölum er lífsreynslan nefnilega í brennidepli. Öll lífsreynsla er mikilvæg, hvort sem hún er neikvæð eða jákvæð. allt sem við höfum reynt hefur mótað okkur, gildi okkar og hugsun. Þess vegna eru orð skáldsins Einars Benediktssonar svo óendanlega mikilvæg: „aðgát skál höfð í nærveru sálar.“ Fyrirmynd sálgæslunnar fyrirmynd sálgæslunnar er kristur sjálfur og hvernig hann tók á móti ólíku fólki á öllum aldri og úr öllum stéttum, bæði körlum og konum, ungum sem öldnum. allt hans atferli ein- kenndist af skilyrðislausum kærleik, umhyggju og fullkominni virðingu fyrir þeim er hann mætti. jesú kunni vel það sem í dag er kallað þjónandi leiðsögn á íslensku (e. gentle teaching). Þeir sem sinna sálgæslu í þjónustu kirkjunnar eiga því að hafa þá lífssýn að allir menn séu mikilvægir, dýrmætir og guðs góða sköpun. guði þykir jafnvænt um okkur öll, hvort sem við erum ung eða gömul, menntuð eða ómenntuð, konur eða karlar. Í sálgæslu eru höfð að leiðarljósi orð jesú úr Matteus- arguðspjalli:  „allt sem þið gjörðuð einum minna minnstu bræðra og systra það hafið þið gert mér“ (Matt. 25:40). Eitt af þekktari samtölum jesú er við samverska konu við jakobsbrunninn en það er saga sem oft er horft til við sálgæslu. hvernig nálgast jesús þessa konu? jú, hann biður hana að gefa sér vatn að drekka. Þar með hefur hann öðlast traust hennar og samfylgdin og samtalið getur hafist. jesús hafði það innsæi jón jóhannsson og júlíana sigurveig guðjónsdóttir 58 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Í öllum sálgæslusamtölum er lífsreynslan nefni- lega í brennidepli. Öll lífsreynsla er mikilvæg, hvort sem hún er neikvæð eða jákvæð. Allt sem við höfum reynt hefur mótað okkur, gildi okkar og hugsun. Þess vegna eru orð skáldsins Einars Benediktssonar svo óendanlega mikilvæg: „Aðgát skál höfð í nærveru sálar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.