Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 10
afleiðingar eineltis geta verið mjög alvarlegar en allt að fimmtungur starfsfólks hefur orðið fyrir einelti í starfi að því er fram kom í erindi dr. Ástu Snorradóttur, hjúkrunar- og félagsfræðings og lektors við félagsráðgjafadeild háskóla Íslands á ráðstefnunni hjúkrun 2017. Erindi hennar „Einelti á íslenskum vinnustöðum og áhrif á heilsu og líðan starfsfólks“ var hluti af erindalotunni Starfsumhverfi. Ásta kynnti rannsókn á einelti á íslenskum vinnustöðum sem hafði að markmiði að varpa ljósi á birtingarmyndir eineltis, hverjar afleiðingar eineltis væru fyrir þol- endur á vinnustað og fyrir heilsu þeirra og líðan. Markmið rannsóknarinnar var að heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem starfa að vinnuvernd geti betur stuðlað að forvörnum gegn einelti. Heilbrigt starfsumhverfi fær stöðugt meira vægi Ásta vann að rannsókninni ásamt fyrrverandi samstarfsfólki sínu hjá Vinnueftirlitinu, en heilbrigt félagslegt starfsumhverfi er eitt af viðfangsefnum Vinnueftirlitsins og hefur fengið stöðugt meira vægi og athygli síðastliðin ár. Einelti er enda algengt og sýna íslenskar rannsóknir að 8–20% starfsfólks greina frá að það hafi orðið fyrir ein - elti í starfi. afleiðingar eineltis geta verið alvarlegar. Þær geta verið bæði langvinnar og skammvinnar. Það er algengast að þær leiði til verri geðheilsu en geta líka haft áhrif á líkamlega heilsu. Einelti getur haft áhrif á starfshæfni og það eru þekkt dæmi um að fólk hafi misst starfsgetu vegna þess. Dr. Ásta lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að koma í veg fyrir einelti með aðgerðum á vinnustað og sagði: „… forvarnir eru aðalmálið hér,“ því það er alltaf erfitt að vinna með eineltismál eftir að það er komið fram. aðspurð um starfsumhverfi heilbrigðisþjónustunnar benti hún á að þar væri afar mikilvægt að sinna vel félagslegu starfsumhverfi og tók sem dæmi hið mikla álag sem þar ríkir. Slíkt er áhættuþáttur erfiðra og neikvæðra samskipta — þar á meðal eineltis. Niðurlæging og vanlíðan meðal þolenda eineltis Einelti er skilgreint sem ofbeldi eða áreitni og einkennist af síendurtekinni hegðun sem varir yfir ákveðinn tíma og er til þess fallin að valda skaða. reglugerð nr. 1000/2004, sem fjallaði um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum, opnaði opinberan farveg fyrir starfsfólk til að koma fram með kvörtun til Vinnueftirlitsins um einelti sem og annað ofbeldi á vinnustöðum. 10 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 „Forvarnir eru aðalmálið hér“ Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir Ásta Snorradóttir, lektor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Einelti er enda algengt og sýna íslenskar rannsóknir að 8–20% starfsfólks greina frá að það hafi orðið fyrir einelti í starfi. Af- leiðingar eineltis geta verið alvarlegar. Þær geta verið bæði lang- vinnar og skammvinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.