Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 48
48 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar. Sjúkdómar í meltingarfærum, hjarta- og æðasjúkdómar, efnaskipta sjúk - dómar, frjósemisvandamál, ofþyngd og auknar líkur á áfengisdrykkju ásamt mis - notkun svefnlyfja og róandi lyfja eru allt þekktir áhættuþættir vaktavinnunnar. Þá eru vísbendingar um að vaktavinnufólk sé í meiri hættu en aðrir að fá ákveðnar tegundir krabbameina. Meirihluti hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra um allan heim vinnur vaktavinnu og því ákváðum við í námi okkar í lýðheilsuvísindum að skoða sérstaklega áhrif hennar á heilsu og lífsgæði. Með þessum skrifum okkar er markmiðið að upplýsa vaktavinnufólk og stjórnendur vinnustaða um áhrif vaktavinnu á líðan og heilsu starfsmanna og jafnframt að varpa ljósi á þau úrræði sem hafa reynst best til að draga úr alvarlegum afleiðingum vaktavinnu. Svefn Svefn er ein af grunnþörfum mannsins og nauðsynlegur til að halda góðri heilsu. Á meðan við sofum eiga mörg mikilvæg ferli sér stað sem stuðla að endurnýjun og enduruppbyggingu í frumum líkamans (niu o.fl., 2011). Okkur er eiginlegt að sofa á ákveðnum tíma sólarhrings þegar líkamshiti er lægstur og önnur líkamsstarfsemi í lágmarki. Svefn hefur nánast sömu uppbyggingu hjá öllum sem sofa eðlilega og ótruflaðir en hann skiptist í fimm stig: fjögur svokölluð nrEM-stig (e. non-rapid eye movements), sem einkennast af lítilli vöðvaspennu og hægum rúllandi augnhreyf - ingum, og loks rEM-stig (e. rapid eye movements) sem er fimmta stigið, en þar má greina hraðar augnhreyfingar og algera slökun beinagrindarvöðva. hver maður ver að meðaltali í kringum 75% svefns í nrEM-stigin og 25% í draumsvefni eða rEM-svefni (Brown o.fl., 2012). fyrst eftir að hann sofnar er aðeins um léttan svefn að ræða. Á þriðja og fjórða stigi getur reynst erfitt að vekja við - komandi, en það er þó erfiðast þegar hann er kominn í rEM-svefn. Þá er um mestu slökun að ræða. Þetta svefnmynstur endurtekur sig svo á um 90–100 mín. fresti meðan sofið er (Vander o.fl., 1994). fræðimenn hafa bent á að þriðja, fjórða og fimmta stig séu mikilvægust og verði einstaklingur fyrir truflun á þeim stigum geti slíkt dregið úr árvekni og athygli, haft neikvæð áhrif á minni, ákvarðanatöku og jafnvel stuðlað að áhættuhegðun og lélegri dómgreind (Brown o.fl., 2012). Skertur svefn hefur víðtæk áhrif á daglegt líf og getur bitnað á starfshæfni fólks (fallis o.fl., 2011; Marquié o.fl., 2014; niu o.fl., 2011), fjölskyldu- og félagslífi (kryger, 2007). Enn fremur hefur langvarandi svefnleysi neikvæð áhrif á lífsgæði og andlega og líkamlega heilsu (Costa o.fl., 2010; Marquié o.fl., 2014; Peate, 2007). Svefn og vaktavinna Björk Bragadóttir, Embla Ýr Guðmundsdóttir, Fanný B.M. Jóhannsdóttir, Harpa Júlía Sævarsdóttir og Hjördís Jóhannesdóttir Á meðan við sofum eiga mörg mikilvæg ferli sér stað sem stuðla að endurnýjun og enduruppbyggingu í frumum líkamans. Okkur er eiginlegt að sofa á ákveðnum tíma sólarhrings þegar líkamshiti er lægstur og önnur líkamsstarfsemi í lágmarki. Björk Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur á Chelsea Westmins- ter Hospital í Lond - on og á Land spítala. Hjördís Jóhannes- dóttir, hjúkrunar - fræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítala. Embla Ýr Guðmunds - dóttir, ljós móðir á fæð inga vakt Land - spítala. Fanný B.M. Jóhanns- dóttir, hjúkrunar - fræðingur og sölu - stjóri hjá Inter ehf. Harpa Júlía Sævars- dóttir, aðstoðardeild- arstjóri á hjartagátt Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.