Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 93

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 93
Niðurstöður rannsóknar van Staa og félaga (2011) sýna að ung- menni, sem eru tilbúin að taka aukna sjálfsábyrgð, telja megin - kosti fullorðinsþjónustu vera aukna áherslu á að þau séu þátt - takendur í ákvörðunum er lúta að eigin meðferð. Aðlögun og aukin sjálfsábyrgð Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að öll ungmennin töldu sig hafa aðlagast breyttu umhverfi og aðstæðum í fullorðins - þjónustu. Mörg þeirra voru þó ósátt við ýmislegt í fullorðins - þjónustunni og horfðu með eftirsjá til barna þjónustunnar. Flest þurftu tíma til að átta sig á nýju umhverfi, kynnast nýju starfs- fólki og öðlast öryggiskennd sem ætla má að hefði gengið fljótar fyrir sig með betri undirbúningi og samfellu í þjónustu. Sambærilegar niðurstöður er að finna í fyrirbærafræðilegri rannsókn Bryant og félaga (2011) á fjórtán ungmennum með sigðkornablóðleysi en hún sýndi að ungmenni eru í flestum til- fellum sátt við heilbrigðisþjónustu fullorðinna eftir að hafa kynnst starfsfólki og vanist því að aðstæður og viðhorf eru frá- brugðin því sem tíðkast í barnaþjónustu. Þörf á úrbótum Öll ungmennin höfðu skoðun á því hvað þyrfti að bæta í heil- brigðisþjónustunni til að auðvelda flutning í fullorðinsþjónustu. Hugmyndir þeirra að úrbótum samræmast leiðbeiningum breska hjúkrunarfélagsins (Royal College of Nursing, 2013) um undirstöður góðra starfshátta við yfirfærslu. Nokkur ung- mennin töluðu um að þörf væri á sérdeildum og jafnvel sér- spítala fyrir ungmenni. Watson (2005) talar um í umfjöllun sinni að erfitt sé að hafa sérstakar ungmennadeildir nema á mjög stórum spítölum. Hann telur raunhæfara að leggja áherslu á að skapa andrúmsloft, umhverfi og aðstæður á fullorðins- deildum sem henti ungmennum. Í leiðbeiningum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (World Health Organization, 2009) um skipulagningu heilbrigðisþjónustu fyrir ungmenni er talið best að nota þjónustu sem nú þegar er til staðar og gera hana ungmennavænni. Styrkur og takmarkanir Til að sannreyna niðurstöður og auka réttmæti rannsóknar- innar var unnið eftir þrepum Vancouver-skólans. Það eykur réttmæti rannsóknar að rannsakendur eru reyndir hjúkrun- arfræðingar á sviði rannsóknarefnisins, auk þess sem tveir þeirra eru einnig reyndir rannsakendur. Rannsóknargögn voru greind um leið og þeim var safnað til að ljóst væri hvaða þekk- ing hefði safnast og hvaða þætti þyrfti að skoða nánar. Lögð var áhersla á að þátttakendur væru góðir fulltrúar fyrir þýðið. Til að auka trúverðugleika og gæta þess að rannsóknargögnin væru rétt skilin voru niðurstöðurnar bornar undir þátttak- endur. Takmarkanir rannsóknarinnar eru að niðurstöður byggjast á reynslu og frásögn ellefu ungmenna. Úrtakið kann að hafa verið of einsleitt en þátttakendur sækja allir þjónustu á LSH og eru nánast allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Notað var til- gangsúrtak og því aðeins valdir einstaklingar sem að mati fagaðila höfðu áhuga og getu til að tjá sig um viðfangsefnið. Það kann að hafa útilokað aðra einstaklinga sem eru tilbúnir að tjá sig um viðfangsefnið og hefðu dýpkað þekkinguna sem fékkst í rannsókninni enn frekar. Takmarkanir rannsóknar- innar liggja einnig í því að viðfangsefnið hefur lítið verið rann- sakað á Íslandi og því er ekki hægt að bera niðurstöðurnar saman við sambærilegar rannsóknir hérlendis. Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum enda er það ekki tilgangur rann- sóknarinnar heldur að efla þekkingu og dýpka skilning á viðfangsefninu. Lokaorð Ákveðnar vísbendingar komu fram sem gefa tilefni til þess að álykta að með því að standa að ákveðnum úrbótum og byggja upp markvissa yfirfærsluáætlun sé hægt að bæta gæði þjónustu og um leið líðan ungmenna. Viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til þessa skjólstæðingahóps þurfa að breytast. Brýnt er að skoða viðfangsefnið nánar og út frá fleiri sjónarhornum til að draga úr hindrunum, tryggja samhæfð vinnubrögð og finna út hvaða leiðir eru vænlegastar til úrbóta. Rannsakendur vona að í framtíðinni verði skilvirkt yfirfærsluferli fyrir ungmenni með langvinnan heilsuvanda talið nauðsynlegt og sjálfsagt innan heilbrigðisstofnana á Íslandi. Þakkir Þátttakendur í rannsókninni voru ellefu ungmenni sem voru tilbúin að deila með okkur reynslu sinni og gera þannig rann- sóknina að veruleika. Höfundar þakka þeim fyrir framlag þeirra og þátttöku. Þá ber að þakka vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og vísindasjóði Landspítala fyrir styrki til verkefnisins. Heimildir Ahlberg, K. (2010). Ungdom med kronisk sjukdom. Barnläkaren, (1/2010), 13–14. Berg-Kelly, K. (2010). Transition: Bridge over troubled water? Acta Paedi- atrica, 99, 1782–1784. Blum, R.W.M., Garrel, D., Hodgman, C.., Jorissen, T.W., Okinow, N.A., Orr, D.P., o.fl. (1993). Transition from child-centered to adult health-care sys- tems for adolescents with chronic conditions: A position paper of the So- ciety for Adolescent Medicine. Journal of Adolescent Health, 14 (7), 570–576. Bryant, R., Young, A., Cesario, S., og Binder, B. (2011). Transition of chroni- cally ill youth to adult health care: Experience of youth with hemoglo- binopathy. Journal of Pediatric Health Care, 25 (5), 275–283. Elísabet Konráðsdóttir (2012). Ungmenni með langvinnan heilsuvanda og fjölskyldur þeirra. Umhyggja, 16 (2), 10–11. Fegran, L., Hall, E.O.C., Uhrenfeldt, L., Aagaard, H., og Ludvigsen, M.S. (2014). ‘Adolescents and young adults’ transition experiences when trans- ferring from paediatric to adult care: A qualitative metasynthesis. Interna- tional Journal of Nursing Studies, 51 (1), 123–135. Fjóla Katrín Steinsdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Arna Guðmundsdóttir, Stein - unn Arnardóttir, Jakob Smári og Eiríkur Örn Arnarson (2008). Ungt fólk með sykursýki tegund 1: Fylgni sálfélagslegra þátta, blóðsykursstjórnunar, þunglyndis og kvíða. Læknablaðið, 94 (12), 823–829. Government of Western Australia — Department of Health (2009). Paediatric ritrýnd grein • peer reviewed paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.