Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 89

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 89
fyrir vali í úrtak voru að einstaklingar væru í árgöngum 1990– 1996, hefðu greinst að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir 18 ára aldur með langvinnan líkamlegan heilsuvanda, hefðu flust á milli þjónustusviða og hefðu áhuga og andlega og vits- munalega getu til að tjá sig um reynslu sína. Þátttakendur rann- sóknarinnar voru ellefu ungmenni á aldrinum 20–26 ára, sjö konur og fjórir karlmenn. Þau voru á aldrinum 18–20 ára þegar þau fluttu yfir í fullorðinsþjónustu. Ungmennin tilheyrðu ýms - um sérgreinum LSH en fimm þeirra glímdu við fleiri en einn sjúkdóm. Heilsuvandamál þeirra voru tengd meltingu, nýrum, lifur, lungum, innkirtlum, stoðkerfi, ónæmiskerfi, hjarta og blóðmyndun. Aldur ungmennanna við greiningu heilsuvandans var frá fæðingu til 16 ára aldurs. Þau höfðu öll þurft að leggjast inn á barnadeildir þó misjafnt væri hversu oft og hversu lengi. Fjögur ungmennanna höfðu þurft að leggjast inn á fullorðins- deildir vegna versnunar á heilsuvandanum. Ungmennin áttu það öll sameiginlegt að fá góðan stuðning frá foreldrum. Gagnasöfnun og gagnagreining Gagnasöfnun byggðist á opnum viðtölum. Fyrsta spurningin var opin og í takt við rannsóknarspurninguna. Til að ná fram dýpt í samræðurnar var stuðst við viðtalsramma. Mettun var náð eftir viðtöl við níu þátttakendur. Fyrsti höfundur greinar- innar tók öll viðtölin. Tekið var eitt viðtal við níu þátttakendur og tvö við tvo þeirra. Lengd viðtala var 45–75 mínútur. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð orðrétt og síðan greind samkvæmt greiningaraðferð Vancouver-skólans. Í töflu 3 er yfirlit yfir þrep rannsóknarferlis Vancouver-skólans og var þeim fylgt í rann- sókninni. Í hverju þrepi var farið aftur og aftur í gegnum sjö meginþætti sem byggjast á vitrænni hugsun: Að vera kyrr, að ígrunda, að koma auga á, að velja, að túlka, að raða saman og að sannreyna (Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Siðfræði Þátttakendur þurftu að taka þátt í rannsókninni af fúsum og frjálsum vilja og fengu þeir kynningarbréf fyrir viðtölin þar sem rannsókninni var lýst og þeim kynntur réttur þeirra. Rannsak- endur gengu úr skugga um að þátttakendur skildu eðli viðtals- ins áður en það byrjaði og fengu undirskrift þeirra fyrir upp - lýstu samþykki. Til að tryggja nafnleynd fengu þátttakendur ný nöfn. Þess var gætt að engum væri lýst þannig að hægt væri að rekja lýsinguna til viðkomandi persónu og í sumum tilvikum var staðháttum eða orðalagi breytt lítillega, án þess að það hefði efnislega áhrif á frásögn viðkomandi. Hljóðrituðum og vél- rituðum gögnum var eytt að lokinni vinnslu. Fengið var leyfi fyrir framkvæmd rannsóknarinnar hjá siðanefnd LSH (49/2014), framkvæmdastjóra lækninga á LSH og framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs LSH, auk þess sem rannsóknin var til- kynnt til Persónuverndar (S7132/2014). Niðurstöður „Maður er bara táningur 18 ára“ lýsir reynslu ungmenna með langvinnan heilsuvanda af flutningi frá barnaþjónustu til full- ritrýnd grein • peer reviewed paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 89 Tafla 3. Tólf þrep Vancouver-skólans og hvernig þeim var fylgt í rannsókninni Þrep í rannsóknarferlinu* Það sem var gert í rannsókninni 1. Val á samræðufélögum (úrtakið) Þátttakendur voru ellefu ungmenni sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku. Þeir voru valdir með tilgangsúrtaki 2. Undirbúningur hugans (áður en samræður hefjast) Fyrirframgerðar hugmyndir um fyrirbærið voru ígrundaðar og settar með- vitað til hliðar 3. Þátttaka í samræðum (gagnasöfnun) Tekið var eitt viðtal við níu þátttakendur og tvö við tvo þeirra 4. Skerpt vitund varðandi hugmyndir og hugtök Viðtölin voru hljóðrituð og skrifuð orðrétt upp. Unnið var samhliða að gagnasöfnun og gagnagreiningu 5. Þemagreining (kóðun) Rannsakendur lásu viðtölin margsinnis til að greina kjarnann í frásögn hvers þátttakanda. Greind voru yfir- og undirþemu 6. Greiningarlíkan smíðað fyrir hvern þátttakanda Rannsakendur fundu rauða þráðinn í frásögn hvers þátttakanda, drógu fram meginþemun í frásögnum þeirra og gerðu greiningarlíkan fyrir hvern og einn 7. Staðfesting á hverju greiningarlíkani með viðkomandi þátttakanda Haft var samband við þátttakendur og greiningarlíkan hvers og eins borið undir viðkomandi. Þeir staðfestu allir túlkunina 8. Heildargreiningarlíkan smíðað úr öllum einstaklingsgreiningar- Rannsakendur báru saman greiningarlíkön hvers og eins þátttakanda og líkönunum smíðuðu eitt heildargreiningarlíkan með sameiginlegum þemum 9. Heildargreiningarlíkanið borið saman við rannsóknargögnin Rannsakendur lásu öll viðtölin yfir enn á ný og báru þau saman við heildar- (rituðu viðtölin) greiningarlíkanið til að tryggja samræmi í niðurstöðunum 10. Aðalþema sett fram til að lýsa fyrirbærinu (niðurstöðunum) „Maður er bara táningur 18 ára“ — reynsla ungmenna með langvinnan í hnotskurn heilsuvanda af flutningi frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala 11. Staðfesting á heildargreiningarlíkani og aðalþema með einhverjum Haft var samband við tvo þátttakendur og heildargreiningarlíkanið og viðmælendum aðalþemað borið undir þá. Þeir voru sammála túlkun rannsakenda 12. Niðurstöður rannsóknarinnar skrifaðar upp þannig að viðhorf Trúverðugleiki niðurstaðna var aukinn með því að vitna beint í þátttakendur allra komi fram í niðurstöðum. Tryggt var að viðhorf allra kæmu fram *Sigríður Halldórsdóttir, 2013, bls. 286
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.