Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 68
 Tilkynnt hefur verið um marga faraldra ónæmra baktería sem rekja má til sjúkra- húsrúma, sængurfatnaðar og rúmdýna, þar með talið faraldra af völdum MÓSa, VÓE og ESBL-myndandi baktería (Creamer og humphreys, 2008). Við það að taka sæng- urver utan af sængum eða setja ver á sængur þyrlast upp mikið magn ryks sem inni- heldur húðflögur, bakteríur, hár og annað sem getur hæglega borist á milli sjúklinga eða til starfsfólks. Þá getur hreinn rúmfatnaður smitast af bakteríum vegna óhreininda á fatnaði starfsmanna sem eru að setja hreint á sængurnar, og þar með er sjúklingurinn berskjaldaður fyrir bakteríum (Pinon o.fl., 2013). Sængurveralausar sængur geta stuðlað að auknu öryggi meðal sjúklinga þar sem þeim fylgja ekki sængurveraskipti og þar með fela þær í sér minni líkur á snertismiti. Stundum fylgir falskt öryggi sængurveraskiptum, t.d. þegar skipt er um sængurver á líkamsvessamenguðum sængum, en sængurveralausar sængur fara strax í þvott við mengun og eru því öruggari að þessu leyti. Eins fela þær í sér tímasparnað fyrir heil- brigðisstofnanir þar sem ekki þarf að setja ver utan um þær, handtökum við að búa um fækkar og það losnar um tíma starfs manna til að sinna sjúklingum. Þá eru sæng- urveralausar sængur betri fyrir starfsfólkið þar sem minni líkur eru á að starfsfólk smitist af sýklum og auk þess er mun minna álag á axlir starfsfólksins. Handhreinsun í langermafatnaði er nú meira sullið aldrei er sú góða vísa of oft kveðin að handhreinsun sé mikilvægasta atriðið í for- vörnum gegn snertismiti, bæði beinu og óbeinu. Til þess að handhreinsun sé fullnægj- andi er nauðsynlegt að starfsmenn heilbrigðisstofnana beri hvorki úr né skart á höndum sér né séu með gervineglur eða naglalakk. Þá hafa niðurstöður rannsókna sýnt að ómögulegt er að fylgja reglum um rétta handhreinsun eftir ef ermar vinnu- fatnaðar ná niður að úlnliðum líkt og á langerma læknasloppum. Sýnt hefur verið fram á fylgni á milli mengaðra handa og magns örvera á langerma sloppum. rann- sókn, sem var gerð á 119 starfsmönnum gjörgæsludeildar, sýndi að 17% starfsmanna voru með mengaðar hendur stuttu eftir handhreinsun og voru þeir starfsmenn líklegri til að vera í langerma sloppum (Bearman o.fl., 2014). Þá sýna rannsóknir einnig að sjaldnar er skipt um langerma sloppa fyrir hverja vakt en annan starfsmannafatnað og um leið er sýnt fram á að örveruflóran eykst verulega á fatnaði sem er ekki þveginn eftir hverja vakt (Treakle o.fl., 2009). Í löndunum í kringum okkur, sem við berum okkur gjarnan saman við, eru í gildi leiðbeiningar frá opinberum aðilum um vinnufatnað og skart á höndum starfsmanna til að minnka hættu á sýkingu af vinnufatnaði og auðvelda handhreinsun. Árið 2007 setti heilbrigðisráðuneytið í Englandi fram leiðbeiningar um vinnufatnað og skart á höndum, og voru leiðbeiningarnar uppfærðar 2010. Þar kemur fram að heil brigðis - starfs menn, sem sinna sjúklingum, skuli klæðast vinnufatnaði með stuttum ermum og forðast hálsbindi og vinnusloppa með löngum ermum (uk Department of health, 2010). Danir gerðu það sama þegar stjórn heilbrigðismála gaf út leiðbeiningar sem kveða á um að allir heilbrigðisstarfsmenn, sem sinna sjúklingum, eigi að vera í stut- terma vinnufatnaði ásamt því að vera úr- og skartlausir (Sundhedsstyrelsen, 2011). Þá hafa norð menn og Svíar tekið upp sömu vinnubrögð (folke helsein stituttet, 2016, Vård handboken, 2017). þórdís hulda tómasdóttir 68 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Í löndunum í kringum okkur, sem við berum okkur gjarnan saman við, eru í gildi leiðbeiningar frá opinberum aðilum um vinnufatnað og skart á höndum starfsmanna til að minnka hættu á sýkingu af vinnufatnaði og auðvelda handhreinsun. Sængurveralausar sængur geta stuðlað að auknu öryggi með al sjúklinga þar sem þeim fylgja ekki sængurveraskipti og þar með fela þær í sér minni líkur á snertismiti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.