Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 68
 Tilkynnt hefur verið um marga faraldra ónæmra baktería sem rekja má til sjúkra- húsrúma, sængurfatnaðar og rúmdýna, þar með talið faraldra af völdum MÓSa, VÓE og ESBL-myndandi baktería (Creamer og humphreys, 2008). Við það að taka sæng- urver utan af sængum eða setja ver á sængur þyrlast upp mikið magn ryks sem inni- heldur húðflögur, bakteríur, hár og annað sem getur hæglega borist á milli sjúklinga eða til starfsfólks. Þá getur hreinn rúmfatnaður smitast af bakteríum vegna óhreininda á fatnaði starfsmanna sem eru að setja hreint á sængurnar, og þar með er sjúklingurinn berskjaldaður fyrir bakteríum (Pinon o.fl., 2013). Sængurveralausar sængur geta stuðlað að auknu öryggi meðal sjúklinga þar sem þeim fylgja ekki sængurveraskipti og þar með fela þær í sér minni líkur á snertismiti. Stundum fylgir falskt öryggi sængurveraskiptum, t.d. þegar skipt er um sængurver á líkamsvessamenguðum sængum, en sængurveralausar sængur fara strax í þvott við mengun og eru því öruggari að þessu leyti. Eins fela þær í sér tímasparnað fyrir heil- brigðisstofnanir þar sem ekki þarf að setja ver utan um þær, handtökum við að búa um fækkar og það losnar um tíma starfs manna til að sinna sjúklingum. Þá eru sæng- urveralausar sængur betri fyrir starfsfólkið þar sem minni líkur eru á að starfsfólk smitist af sýklum og auk þess er mun minna álag á axlir starfsfólksins. Handhreinsun í langermafatnaði er nú meira sullið aldrei er sú góða vísa of oft kveðin að handhreinsun sé mikilvægasta atriðið í for- vörnum gegn snertismiti, bæði beinu og óbeinu. Til þess að handhreinsun sé fullnægj- andi er nauðsynlegt að starfsmenn heilbrigðisstofnana beri hvorki úr né skart á höndum sér né séu með gervineglur eða naglalakk. Þá hafa niðurstöður rannsókna sýnt að ómögulegt er að fylgja reglum um rétta handhreinsun eftir ef ermar vinnu- fatnaðar ná niður að úlnliðum líkt og á langerma læknasloppum. Sýnt hefur verið fram á fylgni á milli mengaðra handa og magns örvera á langerma sloppum. rann- sókn, sem var gerð á 119 starfsmönnum gjörgæsludeildar, sýndi að 17% starfsmanna voru með mengaðar hendur stuttu eftir handhreinsun og voru þeir starfsmenn líklegri til að vera í langerma sloppum (Bearman o.fl., 2014). Þá sýna rannsóknir einnig að sjaldnar er skipt um langerma sloppa fyrir hverja vakt en annan starfsmannafatnað og um leið er sýnt fram á að örveruflóran eykst verulega á fatnaði sem er ekki þveginn eftir hverja vakt (Treakle o.fl., 2009). Í löndunum í kringum okkur, sem við berum okkur gjarnan saman við, eru í gildi leiðbeiningar frá opinberum aðilum um vinnufatnað og skart á höndum starfsmanna til að minnka hættu á sýkingu af vinnufatnaði og auðvelda handhreinsun. Árið 2007 setti heilbrigðisráðuneytið í Englandi fram leiðbeiningar um vinnufatnað og skart á höndum, og voru leiðbeiningarnar uppfærðar 2010. Þar kemur fram að heil brigðis - starfs menn, sem sinna sjúklingum, skuli klæðast vinnufatnaði með stuttum ermum og forðast hálsbindi og vinnusloppa með löngum ermum (uk Department of health, 2010). Danir gerðu það sama þegar stjórn heilbrigðismála gaf út leiðbeiningar sem kveða á um að allir heilbrigðisstarfsmenn, sem sinna sjúklingum, eigi að vera í stut- terma vinnufatnaði ásamt því að vera úr- og skartlausir (Sundhedsstyrelsen, 2011). Þá hafa norð menn og Svíar tekið upp sömu vinnubrögð (folke helsein stituttet, 2016, Vård handboken, 2017). þórdís hulda tómasdóttir 68 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Í löndunum í kringum okkur, sem við berum okkur gjarnan saman við, eru í gildi leiðbeiningar frá opinberum aðilum um vinnufatnað og skart á höndum starfsmanna til að minnka hættu á sýkingu af vinnufatnaði og auðvelda handhreinsun. Sængurveralausar sængur geta stuðlað að auknu öryggi með al sjúklinga þar sem þeim fylgja ekki sængurveraskipti og þar með fela þær í sér minni líkur á snertismiti.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.