Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 81

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 81
lífskvarði spáir fyrir um óstöðugleika heilsufars (Hirdes o.fl., 2003; Mor o.fl., 2011) en þörf er á að rannsaka betur réttmæti þunglyndiskvarða (Burrows o.fl., 2000) og verkjakvarða (Fisher o.fl., 2002). Siðfræði Upplýsts samþykkis var ekki aflað þar sem gögnin voru fengin úr RAI-gagnagrunninum en ekki safnað sérstaklega fyrir þessa rannsókn og því ekki rætt við sjúklinga eða aðstandendur þeirra. Unnið var með ópersónugreinanleg gögn. Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin hjá Embætti landlæknis (leyfisnúmer 1303070/5.6.1/gkg), Vísindasiðanefnd (VSNb2013030008/03. 15) og Persónuvernd (2013030392HKG/—). Tölfræðileg úrvinnsla Gagnaúrvinnsla fór fram með tölfræðiforritinu IBM SPSS Stat- istics for Windows, útgáfu 21.0. Með því voru reiknuð út tíðni, miðgildi, spönn, meðaltöl og staðalfrávik. Með lýsandi tölfræði var skoðaður munur á íbúum sem höfðu lífslíkur hálft ár eða minna og annarra íbúa en til þess voru notuð marktektarpróf. Reiknað var t-próf óháðra hópa þegar fylgibreyturnar voru jafnbilabreytur og skoðað hvort marktækur munur væri á staðalfrávikum hópanna. Kí-kvaðrat var reiknað þegar fylgi- breyturnar voru nafnbreytur eða raðbreytur og borin saman raun- og væntitíðni. Miðað var við 95% marktektarmörk. Niðurstöður Meðalaldur einstaklinganna í úrtakinu var 84,7 ár, (sf=8,22; miðgildi=86; spönn=20-106 ár), rétt um helmingur eða 50,7% voru í aldurshópnum 80-89 ára (n=1184), konur voru í meiri- hluta eða 65,6% (n=1532). Lítill sem enginn munur var á hlut- falli kynja eftir lífslíkum íbúa. Um 5% allra íbúa voru metnir með minni lífslíkur, 8,6% íbúa sem voru 90 ára og eldri og 3,6% íbúa sem voru yngri (sjá töflu 2). Heilsufar, færni, einkenni og meðferðarmarkmið Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu marktækt verra heilsufar íbúa með minni lífslíkur, metið með lífskvarða (p<0,001), vit- rænum kvarða (p<0,001) og þunglyndiskvarða (p=0,027), í samanburði við aðra íbúa (sjá töflu 3). Færni þeirra var einnig verri í samanburði við aðra íbúa metin með löngum ADL- kvarða (p<0,001) og virknikvarða (p<0,001) (sjá töflu 3). Byltur voru einnig algengari (27,9%) en meðal annarra íbúa (12,8%), χ2 (1, N=2336)=20,7 (p<0,001). ritrýnd grein • peer reviewed paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 81 Tafla 1. Skýringar á kvörðum sem tilheyra interRAI-mælitækinu Lífskvarði (e. The changes in health, end-stage disease, signs, and symptoms scale) var settur fram til að bera kennsl á óstöðugleika heilsufars íbúa hjúkrun- arheimila og spáir þannig fyrir um lífslíkur. Kvarðinn er frá núll, sem þýðir enginn óstöðugleiki, og upp í fimm sem merkir mjög mikill óstöðugleiki heilsufars og hætta á andláti (Hirdes o.fl., 2003). Vitrænn kvarði (e. The cognitive performance scale) sameinar upplýsingar um meðvitund og virkni. Kvarðinn er frá núll, sem þýðir óskert vitræn geta, til sex sem er verulega skert vitræn geta (InterRAI, 2016). Þunglyndiskvarði (e. Depression rating scale) er notaður til að skima eftir þunglyndi. Kvarðinn sýnir núll þegar ekkert þunglyndi mælist en hækkar eftir því sem þunglyndið er alvarlegra upp í 14, þar sem þrír merkir vægt þunglyndi en 14 merkir mjög alvarlegt þunglyndi (Burrows o.fl., 2000). Langur ADL-kvarði (e. ADL long scale) flokkar færni til daglegra athafna. Hann sýnir núll þegar einstaklingur er sjálfbjarga og fer upp í 28 þegar einstaklingur er algjörlega háður öðrum með daglegar athafnir (Carpenter o.fl., 2006). Virknikvarði (e. Index of social engagement) sýnir núll þegar viðkomandi ræður ekki við einföldustu félagsvirkni en sex þegar mikið frumkvæði er til félags- legrar virkni (InterRAI, 2016). Verkjakvarði (e. Pain scale) gefur til kynna tíðni og styrk verkja íbúa á hjúkrunarheimilum. Kvarðinn er frá núll til þriggja þar sem núll er enginn verkur og þrír óbærilegir verkir (Fries o.fl., 2001). Tafla 2. Lýsing á þátttakendum (N=2337) Breyta Lífslíkur hálft ár eða minna Lífslíkur meiri en hálft ár n % n % Aldur 66 ára og yngri 2 1,8 63 2,8 67–79 ára 9 8,1 423 19,0 80–89 ára 48 43,2 1163 51,1 90 ára og eldri 52 46,8 603 27,1 Kyn Karl 41 36,9 764 34,3 Kona 70 63,1 1461 65,7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.