Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 91

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 91
ekkert að koma hingað … mér fannst enginn tilgangur að vera að koma. Ungmennin töldu lítil samskipti á milli fagaðila í barnaþjónustu og fullorðinsþjónustu og fannst þjónustan ósamhæfð og ósam- felld eða eins og Bjarni sagði: „Það vantar þessa samvinnu á milli barna- og fullorðinsdeilda, það er bara eins og hún sé engin.“ Flest þeirra fundu fyrir missi og söknuði, í mismiklum mæli þó, þegar tengslin við meðferðaraðila barnadeilda rofnuðu. Í fullorðinsþjónustu fundu ungmennin fyrir auknum kröfum um sjálfsábyrgð og mörgum fannst þau ekki vera tilbúin til að takast á við þær í byrjun. Fáum fannst flutningur- inn auðveldur og breytingarnar strax jákvæðar. Þeim fannst meiri sérhæfing í fullorðinsþjónustu, læknirinn þekkja heilsu- vandamál þeirra betur en barnalæknirinn og voru ánægð með að starfsfólk kom fram við þau eins og fullorðna. Trausti er með sjúkdóm sem krefst mikillar sérþekkingar, hann sagði eftirfar- andi: „… þarna var kominn læknir sem var færari í að ,,díla“ við stærri skrokka, þannig að þar með vissi ég að ég ætti í raun miklu frekar að vera þar heldur en á Barnaspítalanum.“ Með tímanum aðlöguðust ungmennin öll breyttum aðstæð - um að eigin mati og tóku aukna ábyrgð á eigin heilsu. Sjúk- dómsástand þeirra og innlagnir á spítala höfðu þó áhrif á hversu fljótt og vel þeim gekk að aðlagast í fullorðinsþjónustu. Hannes sagði: „Ég er mjög sáttur í dag, þetta gengur vel, ég er einkennalaus eða með lítil einkenni.“ Það sem hjálpaði þeim fyrst og fremst að aðlagast var stuðningur foreldra. Barna- læknar einstaka einstaklinga fylgdust með þeim eftir að þeir komu í fullorðinsþjónustu og þeim fannst það auka öryggi sitt. Þetta eru svo ólíkir heimar Ungmennunum fannst mikill munur vera á barnaþjónustu og fullorðinsþjónustu. Munurinn fólst aðallega í mismuni á eðli samskipta við starfsfólk, þjónustu, viðhorfum starfsfólks, um- hverfi og aðstöðu. Í dag hafa þau öll myndað gott samband við meðferðaraðila sína en finnst þó samskipti við heilbrigðisstarfs- fólk fullorðinsþjónustu almennt ópersónulegri en í barnaþjón- ustu, lítill tími gefast fyrir sjúklinga og starfsfólkið vera undir miklu álagi. Guðnýju fannst ekki litið á hana heildrænt í full- orðinsþjónustu heldur eingöngu vera einblínt á sjúkdóminn: Þeim er alveg sama þótt þú sért í skóla, nú ert þú bara á sjúkra- húsi. Þau hafa ekki einu sinni spurt hvort ég sé í skóla, þeim er bara alveg sama, þannig að maður verður bara sjálfur að reyna að koma sér áfram og læra sem er samt ekkert auðvelt. Tinna varð aftur á móti fljótt ánægð með samskiptin í full- orðinsþjónustu: Mér finnst bara mjög þægilegt að vera á fullorðinsdeild. Það er hugsað rosalega vel um mann, svona eins og á Barnaspítalanum. Þegar maður er kominn á fullorðinsdeild er borin aðeins meiri virðing fyrir manni. Það er talað við mann eins og maður sé full- orðinn. Katrín gat alltaf treyst á góða eftirfylgni í barnaþjónustu og að brugðist væri strax við ef vandamál kæmu upp en hún bar ekki sama traust til fullorðinsþjónustunnar: Það sem mér fannst best á barnadeildinni var að ef ég var lasin þá fékk ég meðferð … læknirinn hringdi í mig og sagði mér ef ég þurfti að fara á meðferð og hann gerði það strax … á full- orðinsdeild þá þarf ég að hringja sjálf þó að þeir segist ætla að hringja í mann þegar upplýsingarnar koma. Ég fæ aldrei þessar upplýsingar nema ég ýti á það sjálf, það veldur mér óöryggi. Í barnaþjónustunni var gert ráð fyrir að foreldrar ungmenn- anna væru með þeim og tækju virkan þátt í meðferðinni en í fullorðinsþjónustu var ekki gert ráð fyrir fjölskyldunni og ætl - ast til að þau tækju ábyrgð á eigin heilsu. Guðný lýsti reynslu sinni á eftirfarandi hátt: Mamma hefur gengið í gegnum þetta með mér allt saman og stundum þegar stofugangur er [á fullorðinsdeild] þá hefur hún verið rekin út … þá fer maður alveg í mínus … þannig að þau vilja meira svona að maður sé bara fullorðinn og standi í þessu sjálfur … Ungmennunum fannst aðstæður á fullorðinsdeildum lélegar miðað við á barnadeildum, umhverfið kuldalegt, lítið vera um afþreyingu og skipulagið ómarkvisst og ekki taka mið af þörfum þeirra. Árni sagðist heppinn ef hann fengi rúm og þyrfti ekki að liggja frammi á gangi þegar hann kæmi í meðferð í fullorðinsþjónustu: „… Áður en ég fer inn á spítalann núna þá hugsa ég: Vonandi fæ ég rúm, vonandi fæ ég rúm, svo verð ég geðveikt feginn ef ég fæ rúm og herbergi …“ Það sem myndi auðvelda flutninginn Öll ungmennin komu með tillögur að því sem betur mætti fara við flutninginn. Þeim fannst að auka þyrfti undirbúninginn til muna, bæta tengsl á milli fagaðila í barnaþjónustu og full- orðinsþjónustu og bæta aðstöðu á fullorðinsdeildum. Þau töluðu um að þegar ákvörðun væri tekin um flutning þyrfti að taka mið af því hversu tilbúnir einstaklingarnir væru til þess að flytja en ekki horfa eingöngu á líffræðilegan aldur. Sunna sagði: „Það þarf að hafa betri fræðslu, svona segja sjúklingunum hvað er öðruvísi á barnadeildinni og fullorðinsdeildinni … reyna að koma í veg fyrir þessa óvissu þegar verið er að skipta yfir …“ Sum ungmennin töluðu um að þau hefðu viljað hafa möguleika á að velja á milli lækna í fullorðinsþjónustu og að meðferðar - aðilar í barnaþjónustu þyrftu að gera meiri kröfur til ungmenna svo þau væru betur undirbúin fyrir auknar kröfur í fullorðins - þjónustu. Til að auka samskiptin á milli þjónustusviða bentu þau á mikilvægi tengiliðs sem væri málsvari fjölskyldunnar og fylgdi henni yfir í fullorðinsþjónustu. Þau töldu einnig að und- irbúningsfundir og heimsóknir á fullorðinsdeildir myndu auðvelda flutninginn til muna eins og Margrét sagði: „Ég held að þetta myndi verða auðveldara ef það væri svona fundur þar sem þú ert kynnt fyrir nýja lækninum … og hafa svona aðeins meiri fylgd yfir, ekki bara nú ert þú komin yfir, bæ …“ Ung- mennin töluðu um að gera þyrfti ráð fyrir fjölskyldunni á full- orðinsdeildum, minnka álag á starfsfólk og auka rými fyrir sjúklinga. Þeim fannst að skipulagið þyrfti að vera markvissara og miða að þörfum skjólstæðinga. Sum nefndu að koma þyrfti á jafningjastuðningi í fullorðinsþjónustu og sérdeild fyrir ungt fólk. Guðný sagði þetta: „Það þarf að reyna að raða á stofurnar ritrýnd grein • peer reviewed paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.