Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 24
Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur er alsæl nýkomin á eftir- laun. Hún er langt frá því að vera sest í helgan stein en um þessar mundir er hún í óða önn að undirbúa opnun gistiheimilis í húsi þeirra hjóna. Þess á milli undirbýr hún fyrirlestra um kynlíf sem hún heldur reglulega fyrir hópa með kynningu á unaðstækjum sem hún sjálf flytur inn og geta áhugasamir kynnt sér vörurnar hennar á vefsíðu hennar, halldorabjarna.is. Hún hef vanið sig á að grípa tæki- færin sem henni bjóðast og hún sér því ekki eftir neinu. 24 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Setið fyrir svörum … Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur. Fullkomin hamingja er? heilbrigð og samheldin fjöl- skylda. Hvað hræðist þú mest? að keyra yfir óbrúuð vatns- föll. Fyrirmyndin? jákvæðir, framsýnir frumkvöðlar bæði karlkyns og kvenkyns og þar á meðal er mamma mín heitin, helga jónsdóttir. Eftirlætismáltækið? allt er fer- tugum fært, það sem fertugur getur gerir sextugur betur. Hver er þinn helsti kostur? Lífsgleði og bjartsýni. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? hjúkrunarfræðingur, flugfreyja og lögfræðingur. Eftirlætismaturinn? ind- verskur. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari ann- arra? undirferli og óheiðarleika. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? að hafa skipulagt og opnað bæklunardeild fSa og rekið hana fyrstu þrjú árin. að hafa náð í gegn tób- aksvarnalögunum sem enn eru í gildi meðan ég var formaður tóbaksvarnanefndar Íslands. Þessi lög breyttu svo um munaði umhverfi reyklausra einstaklinga og lík- lega eru þau grunnur að milljarða sparnaði í heilbrigðis- kerfinu til framtíðar. Eftirminnilegasta ferðalagið? Til kúbu 2002. Ofmetnasta dyggðin? Dugnaður sem keyrir alltof marga á vegg. Hver er þinn helsti löstur? Þegar at- hyglisbresturinn ber mig ofurliði. Hverjum dáist þú mest að? Barnabörnunum mínum fimm. Eftirlætishöfundur- inn? jim rohn. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? „Snill- ingur“ sem fólk notar í tíma og ótíma. Mesta eftirsjáin? Ég hef vanið mig á að grípa tækifærin sem mér bjóðast og sé því ekki eftir neinu. Eftirlætisleikfangið? hryssan mín hún Sól glóðafeykisdóttir. Stóra ástin í lífinu? atli minn og strákarnir mínir tveir, Bjarni og guðlaugur. Hvaða eigin- leika vildirðu helst hafa? Ég gæti bætt á mig meiri þolin - mæði. Þitt helsta afrek? Synir mínir, Bjarni og guð - laugur atlasynir. Eftirlætisdýrið? Íslenski fjárhundurinn sem ég ræktaði í 35 ár. Hvar vildir þú helst búa? Á Spáni. Hvað er skemmtilegast? Tína bláber og aðalbláber í fallegu veðri. Hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? Einlægni og traust. Eftirlætiskvikmyndin? Leyndarmálið. Markmið í lífinu? fjárhagslegt sjálfstæði og heilbrigði. Að lokum? Ég er óendanlega þakklát fyrir það að hafa haldið mig við 95 ára regluna þrátt fyrir gylliboð um það hversu miklu hærri eftirlaun yrðu í a-sjóðnum. Það gaf mér tækifæri til að ganga út þegar okkur hjúkrunarfræðingum var gróflega mismunað í samningum. Það var samið við lækna og settur kjaradómur á okkur. Þetta var ekki gert einu sinni heldur tvisvar þegar samið var aftur við lækna og fram- lengdur kjaradómur á okkur. Á þessum tímapunkti tók ég ákvörðun að ganga út um leið og ég gæti og gerði það 1. júlí 2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.