Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 38
Ég vil byrja á því að þakka helenu Bragadóttur fyrir að skora á mig að skrifa þanka - strik og ýta þannig við mér að reyna að skrifa eitthvað annað en skólaverkefni. Í dag starfa ég í bráðateymi geðsviðs þar sem ég sinni bæði vöktum á bráðaþjónustu og skammtímaeftirfylgd eftir bráðakomu. Þessi þankastrik munu fjalla um aðstandendur fólks með alvarlegan tvíþættan vanda og ég mun fjalla um hvernig ég hef skoðað stöðu þeirra bæði í gegnum störf mín á Landspítala og í námi. Mikilvægt að huga að aðstandendum Ég var svo heppin að taka fyrstu skref mín innan Landspítala með helenu og fleiri snillingum á gömlu 12E fyrir rúmum tíu árum. Þar var mikið lagt upp úr því að sjúk- lingar og aðstandendur þeirra fengju fræðslu bæði við innskrift og útskrift og hversu miklu máli það skipti fyrir bataferlið. Síðan hef ég nýtt nokkur verkefni bæði í grunn- og framhaldsnámi mínu til að skoða hlutverk aðstandenda almennt á þeim deildum sem ég hef unnið á hverju sinni. Á bráðamóttökunni í fossvogi skoðaði ég möguleik- ann á viðveru aðstandenda í endurlífgun. Á sérhæfðu endurhæfingunni inni á kleppi skoðaði ég hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér að vera aðstandandi einstak- lings með alvarlegan geðrofssjúkdóm og vímuefnavanda. Þar var ég svo heppin að fá tækifæri til að tileinka mér fjölskylduhjúkrun og læra grunnaðferðir í hugrænni at- ferlismeðferð. Þarna fékk ég líka tækifæri til að kynnast betur ákveðnum aðstand- endahóp sem er í sérstakri hættu á að fá álagstengd heilsufarsvandamál og hef haft augastað á þeim hóp síðan. Þegar ég var komin áleiðis í diplómanámi í geðhjúkrun var ég að vinna bæði á fíkni - geðdeild og bráðaþjónustu geðsviðs. Þá fékk ég tækifæri til að fylgja eftir tveimur aðstandendum á fíknigeðdeild og öðrum tveimur á bráðaþjónustu geðsviðs. Á fíkni - geðdeildinni valdi ég handahófskennt aðstandendur einstaklinga með vímuefnavanda sem höfðu greinst með geðrofssjúkdóm. Á bráðaþjónustunni valdi ég aðstandendur einstaklinga með geðrofseinkenni og vímuefnavanda þar sem grunur var um geðrofs- sjúkdóm. Þeir höfðu leitað á bráðavaktina vegna ýmissa ástæðna og var vísað í eftir- fylgd eftir bráðakomu. Ég sinnti þeirri eftirfylgd sem fólst í stuðning í gegnum kreppu. hjúkrunarmeðferðin, sem ég veitti í tengslum við verkefnið, var skipulögð gagnreynd fræðsla og virk hlustun. allir fjórir aðstandendurnir áttu það sammerkt að þjást af álagstengdum heilsufarsvandamálum, svo sem kvíða, svefntruflunum, einangrun og forðun. Þau einkenni mátti í öllum tilvikum rekja til þess hlutverks sem þeir sinna. Það var einnig samhljómur á milli þeirra í lok meðferðar þegar við fórum yfir hvað hefði gagnast þeim. Þeir minntust á að það hefði hjálpað mest að fá skriflega fræðslu um úrræði, afleiðingar þess að vera í þessu hlutverki, auk viðurkenningar á eigin líðan og reynslu. 38 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Þankastrik Aðstandendur fólks með alvarlegan geðvanda Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, geðhjúkrunar - fræðingur á bráðaþjónustu geðsviðs, bráða - teymi, hrafnhol@landspitali.is. „Á bráðaþjónustunni valdi ég aðstandendur einstaklinga með geðrofseinkenni og vímuefnavanda þar sem grunur var um geðrofs- sjúkdóm. Þeir höfðu leitað á bráðavaktina vegna ýmissa ástæðna og var vísað í eftirfylgd eftir bráðakomu. Ég sinnti þeirri eftirfylgd sem fólst í stuðning í gegnum kreppu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.